Múslímar og mismunun

,,Tæpur helmingur múslima í Bandaríkjunum hefur upplifað mismunun undanfarið ár," segir í viðtengdri frétt.

Hvert ætli sé hlutfall kristinna sem ,,upplifa mismunun" í Sádí-Arabíu, Tyrklandi, Íran og Sýrlandi?

Vitanlega þyrfti fyrst að draga þá frá sem voru drepnir eða flæmdir úr landi.


mbl.is Helmingur múslima upplifað mismunun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bandaríkin: 80 dæmi um afskipti af lýðræðislegum kosningum

Bandarísk stjórnvöld reyndu skipulega að hafa áhrif á yfir 80 lýðræðislegar kosningar víða um heim, samkvæmt nýrri rannsókn. Tímabilið sem rannsóknin nær yfir er frá lokum seinni heimsstyrjaldar.

Í þessari tölu eru ekki tilvik þar sem Bandaríkin stóðu að vopnuðum byltingum, s.s. í Íran, Chile og Guatemala. Rannsóknin sýnir að Bandaríkin hafa mun oftar afskipti af innanríkismálum annarra ríkja en Sovétríkin/Rússland.

Það kemur úr hörðustu átt þegar Bandaríkin ásaka Rússa um að reyna að hafa áhrif á bandarískar kosningar.

 


mbl.is Rússar gagnrýna yfirvofandi viðskiptabann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fimm ár frá evru-björgun

Fimm ár eru síðan Mario Draghi bankastjóri Seðlabanka Evrópu bjargaði evrunni, að sagt er, með yfirlýsingu um að gjaldmiðlinum yrði haldið lifandi ,,hvað sem það kostaði."

Fyrir fimm árum var evru-samstarfið við það að liðast í sundur. Hagkerfi Suður-Evrópu voru í uppnámi og það gríska að niðurlotum komið. Umræða var um að einhver ríki yrðu rekin úr evru-samstarfinu eða að Þýskaland, Finnland, Austurríki og Holland færu út.

Lausn Draghi var að prenta peninga, nóg af þeim, og lækka vexti, sem fóru niður í núll og allt niður í mínusvexti.

Peningar á núllvöxtum halda hagkerfum Suður-Evrópu gangandi. Die Welt segir mörg fyrirtæki verða gjaldþrota um leið og vextir hækka. Skuldastaða sumra ríkja er há þrátt fyrir ódýra peninga. Ríkiskuldir Ítalíu nema 130 prósentum af landsframleiðslu.

Verðbólga er lág á evru-svæðinu, um eitt prósent, þrátt fyrir ódýra peninga. Þegar hún tekur við sér, sem hún gerir fyrr heldur en seinna, er vaxtahækkun óhjákvæmileg. Stórskuldug Suður-Evrópa kemst þá í vandræði á ný.


Bloggfærslur 26. júlí 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband