Trump vill vinna með Rússum, þingið refsa þeim

Donald Trump Bandaríkjaforseti vill eiga vinsamleg samskipti við Rússa. Bandaríkjaþing vill refsa Rússum vegna meintra afskipta þeirra af bandarísku forsetakosningunum.

Talsmaður Trump segir engar sannanir fyrir afskiptum Rússa af kosningunum.

En fjölmiðlar halda áfram að framleiða fréttir sem byggðar eru á orðrómi og ágiskunum. Og það er nóg fyrir þingið til að móta utanríkisstefnu þvert á yfirlýsta stefnu forsetaembættisins.

 


mbl.is Herða refsiaðgerðir gegn Rússum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hrun siðmenninga

Norræn byggð á Grænlandi eyddist á 15. öld og lauk þar 500 ára sögu. Haraldur Sigurðsson greinir frá byggð inúíta á Norðaustur Grænlandi sem lagðist á af 19. öld.

Grænlensku samfélögin voru einangruð og er það án efa hluti skýringarinnar að þau liðu undir lok. En sagan geymir dæmi um þróuð samfélög tengd með verslun og öðrum samskiptum en eyddust engu að síður.

Í kringum árið 1200 fyrir Krist hrundi siðmenning átta ríkja á austanverðu Miðjarðarhafinu. Tímabilið 1700 til 1200 er kallað síðbronsöld. Lengi voru goðsögur Hómers helsta heimildin um tímabilið og lítið vitað um ástæður hrunsins.

Á seinni árum er orðin til frásögn, studd fornleifafundum, um ástæður hrunsins. Eric Cline gerir grein fyrir þessum ástæðum í fyrirlestri.

Í stuttu mál er líklegt að hrun siðmenninga sé afleiðing nokkurra þátta: loftslagsbreytingar, uppskerubrestur, þurrkur og hungur, jarðskjálftar, flóttamannastraumur, stríðsátök og uppreisnir.

Ólíkt hruni Rómarveldis á fimmtu öld eftir Krist, sem skildi eftir sig kaþólsku kirkjuna er varð stórveldi á miðöldum, eyddust samfélög á austanverðu Miðjarðarhafi og risu ekki upp aftur. Egyptaland, sem var hluti þessarar siðmenningar, hélt reyndar velli en var ekki svipur hjá sjón.

Siðmenning er sem sagt hvergi nærri sjálfsagt mál.


Fingurkoss til You-tube-blaðamanna

Blaðamönnum er ekki umhugað um staðreyndir eða að leita sannleikans heldur að komast sjálfir í fréttirnar og verða smellbeitur á You tube, segir Sean Spicer fráfarandi talsmaður Hvíta hússins.

Samfélagsmiðlar ýta undir sjálfsdýrkun blaðamanna. Fréttin verður ekki aðalatriðið heldur þáttur blaðamannsins í fréttinni. Þessi þróun er löngu hafin hér á landi. Fréttamenn sjónvarpsstöðva eru í mynd stóran hluta fréttanna. Myndmálið sendir skýr skilaboð: fréttamaðurinn er mikilvægari en fréttin.

Þegar fréttamenn eru orðnir stór hluti fréttanna er hætt við að eitthvað annað verði útundan. Til dæmis hlutlægni og dómgreind.


mbl.is Sendi blaðamönnum fingurkoss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. júlí 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband