Ein frétt, ţrjár frásagnir - falsfréttir eđa...

Morđ lögreglunnar í Minneapolis á áströlsku konunni Justine Damond er efniviđur í ţrjár fréttafrásagnir. Efnisatriđi eru fyrir hendi til ađ renna stođum undir hverja frásögn. En frásagnirnar eru gagnólíkar.

Fyrsta frásögnin, sem mbl.is tekur undir međ vali á fyrirsögn, er slysafrásögnin. Saklaus kona í náttfötum er skotin til bana af slysni.

Önnur frásögnin, lögregluofbeldi, byggir á ţekktu fréttaminni um bandaríska lögreglumenn sem skjóta fyrst en spyrja svo. Vox keyrir á fyrirsögnina: lögregla skýtur til bana óvopnađa konu í náttfötunum  - engar skýringar.

Ţriđja frásögnin, flóttamenn eru viđsjálir, sćkir rök í ţá stađreynd ađ lögreglumađurinn sem skaut Justine Damond er sómalskur flóttamađur. Fjölmiđlar sem leggja áherslu á ţetta sjónarhorn vekja athygli á uppruna lögreglumannsins, hann hafi áđur veriđ kćrđur í starfi og ađ hann skaut fleiri en einu skoti í áströlsku konuna. Eins og ţađ sé ekki nóg sat skotglađi lögreglumađurinn í farţegasćtinu á međan félagi hans spjallađi viđ Damond. Myndin sem dregin er upp er af ásetningsmorđi.

Hugtakiđ falsfrétt er notađ í víđri merkingu. Einhverjum, sem finnst eitt eđa fleiri sjónarhorn hér ađ ofan ekki viđ hćfi, gćti kallađ frétt byggđa á ţví sjónarhorni falsfrétt. Međ nokkrum rökum.

Ólíkar fréttafrásagnir af morđinu á Justine Damond draga fram einkenni frétta. Ţćr eru allaf međ sjónarhorn. Blađamönnum er kennt ađ mikilvćgasta efnisatriđiđ eigi ađ koma fram í fyrirsögn. Fyrirsögn og inngangur fréttar myndar sjórnarhorniđ, segir lesanda/hlustanda hvađ sé ađalatriđiđ. Margir lesa ađeins fyrirsagnir og kannski fyrstu tvćr setningar inngangs. Ţeir eru búnir ađ ná fréttinni.

En lífiđ, dauđinn í ţessu tilviki, er einu sinni ţannig ađ fleira en eitt sjónarhorn kemur til greina ađ lýsa atburđi. Ţađ ţýđir vitanlega ekki ađ öll sjónarhorn séu jafn réttmćt. Um ţađ er oft skrifađ. Ekki ţó hér og nú.


mbl.is Skotin til bana á náttfötunum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Vélrćnt réttlćti og huglćgt

Vélrćnt réttlćti, sem Svandís Svavarsdóttir kallar svo, er málefnalegt ferli ţar sem réttarríkiđ setur formreglur um hvađa skilyrđi skulu uppfyllt til ađ fá uppreisn ćru.

Valkosturinn viđ vélrćnt réttlćti, samkvćmt ţessari skilgreiningu, er huglćgt réttlćti. En ţađ er handahófskennt og byggir á hugdettum ţeirra sem međ fara.

Eflaust má lagfćra vélrćna ferliđ. En ađ skipta ţví út fyrir huglćgt réttlćti yrđi ekki framför.


mbl.is Ţarf ađ breyta ţessu vélrćna ferli
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Góđir og vondir útlendingar - landráđ og pólitík

Ferđabann Trump á íbúa múslímaríkja ţykir sýna útlendingahatur, segja gagnrýnendur hans, sem telja útlendinga eiga ađ njóta vafans - teljast góđir ţangađ til annađ sannast.

Gott og vel, svarar Trump, látum Rússa líka njóta vafans. Forsetinn segist ađeins hafa stundađ pólitík ţegar hann átti í samskiptum viđ rússneska ađila í kosningabaráttunni, ađ ţví er kemur fram í New York Times.

Nei, ţađ er skortur á ţjóđerniskennd og siđferđislega ámćlisvert ađ eiga samskipti viđ Rússa, segja gagnrýnendur Trump, t.d. á New Republic.

Alţjóđasinnar í Bandaríkjunum taka Rússa út fyrir sviga: ţeir eru vondir útlendingar - líklega ţangađ til ađ ţađ sannast ađ ţeir séu góđir.

Ţađ er vandlifađ.


mbl.is Afar, ömmur og barnabörn nú velkomin
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Sádar rannsaka stuttpils

Uppnám er í Sádí-Arabíu eftir myndband birtist á samfélagsmiđlum sem sýndi konu ganga í stuttpilsi á almannafćri.

Samkvćmt BBC sćtir máliđ í opinberri rannsókn enda konum bannađ ađ ganga stuttpilsi, og reyndar líka ađ aka bíl.

En hvorugt hefur međ múslímatrú ađ gera, sem er ríkistrú Sáda. Vitanlega ekki.


Bloggfćrslur 18. júlí 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband