Sterkari EFTA, EES-samningurinn felldur úr gildi

EFTA-samstarfið er í grunninn fríverslun fullvalda þjóða. Bretar gætu orðið aðilar að EFTA og ásamt Noregi, Íslandi, Sviss og Licthenstein gert fríverslunarsamninga við Evrópusambandið.

Sérstakur kostur við slíkt fyrirkomulag er að EES-samningurinn yrði settur á ruslahaug sögunnar, þar sem hann á heima. Bretar munu ekki taka í mál að blása lífi í samninginn og Sviss stendur þegar utan hans.

EES-samningurinn varð gerður fyrir þjóðir á leið inn í Evrópusambandið. Hvorki Ísland né Noregur eru á leiðinni inn og Bretland er á leiðinni út.


mbl.is Vill greiða leið Breta inn í EFTA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

8 ár frá ESB-umsókn: saga um dauðan flokk

Í dag fyrir átta árum samþykkti alþingi með 33 atkvæðum gegn 28, 2 sátu hjá, að Ísland sækti um aðild að Evrópusambandinu. Samþykktin var fengin með svikum. Þrír þingmenn Vinstri grænna sögðust á alþingi vera mótfallnir aðild Íslands að ESB en samþykktu tilöguna engu að síður.

Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, Samfylking og Vinstri grænir, stóð fyrir samþykktinni. Í framhaldi klofnaði þingflokkur Vinstri grænna og ríkisstjórnin var lömuð seinni hluta kjörtímabilsins. Umsóknin var sett ofan í skúffu áramótin 2012/2013.

ESB-umsóknin var ekki pólitík heldur taugaveiklun. Umsóknin átti að redda Íslandi úr hruninu. Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingar og síðar formaður, sagði að umsóknin ein væri ,,töfralausn" fyrir Ísland.

Stórkostlegt dómgreindarleysi í pólitík er dýrkeypt. Vinstri grænir, sem voru barinn þræll í ríkisstjórn Jóhönnu Sig, náði vopnum sínum þegar frá leið. Samfylkingin, feiti þjónninn, tapaði stórt í kosningunum 2013 og þurrkaðist nærri út af þingi við síðustu kosningar.

Samfylkingin er dauður flokkur. Dánarorsökin er ESB-umsóknin frá 16. júlí 2009.


Bloggfærslur 16. júlí 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband