Haturslögreglan fær verkefni

Gunnar Waage/Hjartarson kallaði Ingu Snæland nasista. Hún hyggst kæra til lögreglunnar, sem rekur sérstaka deild vegna hatursorðræðu.

Haturslögreglan ákærir mann og annan fyrir orðræðu sem fer út af sakramentinu.

Inga Snæland er formaður Flokks fólksins og tilburðir að hatursstimpla hana eru samkvæmt þumalfingursreglu haturslögreglunnar aðgerð til að jaðarsetja samfélagshóp.

Spurningin er hvort haturslögreglan bregst við kæru Ingu með rannsókn. Kannski er sumt hatur leyfilegt en annað ekki. Ef svo er verður að gefa út yfirlýsingu um hvað sé leyft og hvað ekki í þessum efnum.


Guðfræðideilur um Trump

Kristnir hópar í Bandaríkjunum fylkja sér um Trump, sem þó telst ekki mikill trúmaður. Bænastundir með fulltrúum kristinna safnaða eru haldnar í Hvíta húsinu. En kaþólska kirkjan er ekki par hrifin.

Guardian segir frá hvassri gagnrýni á Trump og kristna fylgjendur hans í tímariti sem gefið er út með blessun páfa.

Gagnrýnina má lesa á tvennan hátt. Í fyrsta lagi að hún sé vörn fyrir fjölmenningu, sem Trump er andsnúinn. Í öðru lagi að páfagarður vari við bandalagi kristinna safnaða í Bandaríkjunum sem eru fylgjandi hjónabandi samkynhneigðra og fóstureyðingum.

Pápískir kaþólikkar eru líkt og múslímar fremur andsnúnir samkynhneigð. En tímaritið gagnrýnir á hinn bóginn Trump fyrir að boða herská heimsendastefnu sem sé ekki hótinu betri en sú sem morðóðir múslímar leggja á borð.

Guðfræðideilur eru flókið fyrirbæri. Á miðöldum ræddu trúmenn í þaula hve margir englar kæmust fyrir á títuprjónshaus. Í dag er umræðan hvort Trump sé belsebúb holdi klæddur eða fulltrúi sannkristinna gilda. Þetta heita framfarir.


Bloggfærslur 14. júlí 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband