Vinnumenn: tilgáta um orð

Í frétt RÚV um lokun Geirsgötu sagði fréttamaður að ,,vinnumennirnir" væru farnir í mat. Orðið vinnumenn er lítið notað á seinni tíð nema í talmáli barna. Í sveitasamfélaginu gamla þekktist orðið, var m.a. nýtt til aðgreiningar vinnuhjúa frá bændum.

Eftir að launavinna varð algengari, um og eftir miðja 19. öld, tíðkaðist að nota orðið verkamenn og þótti það gjaldgengt fram á síðustu öld. Pólitískar hreyfingar í nágrannalöndum okkar kenndu sig við verkamenn. Í Bretlandi starfar enn Verkamannaflokkurinn (Labour) og á Norðurlöndum heita þeir sama nafni, sbr. Arbeiderpartiet í Noregi.

En þegar Íslendingar stofnuð til sambærilegra flokka fengu þeir viðskeytið alþýða: Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag. Hvers vegna ekki Verkamannaflokkur á íslandi?

Í stað orða eins og vinnumaður og verkamaður notum við heldur starfsmenn eða launþegar. Um tíma á síðustu öld var orðið ófaglærður í umferð, sennilega til aðgreina verkamenn frá iðnaðarmönnum.

Hér er tilgáta um hvers vegna vinnumaður/verkamaður er almennt ekki notað. Orðin vísa til stéttskiptingar sem Íslendingar telja sér framandi, með réttu eða röngu. Við notum orð með víða merkingu (starfsmenn eða launþegar) til að forðast orðfæri sem vísar til stéttskiptingar.

 

 

 


Einar Kára, Guðmundur Andri og menntastefnan

Einar Kárason vakti máls á því að skólaganga barna og unglinga fór út af menntaveginum þegar Skólaljóðunum og utanbókarlærdómi var fargað. Guðmundur Andri tekur undir með Einari og telur misráðið að hafa tekið Skólaljóðin af námsskrá.

Skólaljóðin og utanbókarlærdómur í öðrum námsgreinum s.s. landafræði, sögu og náttúrufræði hafði þann kost að hrá þekking festist í minni. Misvel, vitanlega, eins gengur. En það mátti ganga að því vísu að börn úr grunnskóla þekktu tilteknar staðreyndir; ljóð, borgir, ártöl og þróunarkenninguna og fleira af sama tagi.

Menntastefna síðustu áratuga hvarf frá þekkingarviðmiðum til gildisviðmiða. Nú skulu börnin þekkja til lýðræðis, jafnréttis, sköpunar og sjálfbærni.

Mistökin eru þessi: án þekkingar á staðreyndum verða gildin svífandi í lausu lofti, fá enga festingu. Gamla kennsluaðferðin, ítroðslan, var með sínum annmörkum. En án þekkingargrunns verða gildin eins og þangið í ljóði Jóhanns: reikult og rótlaust og rekst um víðan sjá.


Dagur dregur Kjartan í skolpið: nei, takk segir Kjartan

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir Kjartan Magnússon vera lykilmann í skolpsamsæri vinstrimanna um að láta grunlausan almenning leika sér í mengaðri fjöru Skerjafjarðar innan um dömubindi, notaðan salernispappír og annan úrgang.

Nei, takk segir Kjartan og kveðst fyrst hafa frétt af skolpinu í fjölmiðlum.

Dagur B. og vinstrimenn verða að finna annan blóraböggul.

 


mbl.is Hafði ekki upplýsingar á undan öðrum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. júlí 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband