Færsluflokkur: Dægurmál
Laugardagur, 5. september 2009
ASÍ og SA bera ábyrgð á veikri krónu
Krónan er veikari en hún þyrfti að vera vegna þess að vextir voru lækkaðir of hratt. Alþýðusambandið og Samtök atvinnulífsins læstu klónum saman í fyrra, líkt og þessi samtök gerðu á útrásaritmabilinu, og kröfðustu vaxtalækkana. Stjórnvöld og Seðlabankinn gáfu eftir og lækkuðu stýrivexti úr 18 prósent niður í 12. Í framhaldi veiktist krónan.
ASÍ og SA lásu rangt í heildarmyndina. Háir vextir í hálft ár í viðbót hefðu þjónað tvöföldu hlutverki. Í fyrsta lagi að verja gengi krónunnar og í öðru lagi að sópa burt ónýtum fyrirtækjum sem stofnuð voru á útrásartímabilinu en eiga sér engrar viðreisnar von í venjulegu árferði.
Aðilar vinnumarkaðarins eru fullkomlega úti á þekju í samfélagsumræðunni.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 4. september 2009
Reykjavíkurkreppan og landsbyggðin
Veturinn verður harðari á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni. Kreppan vegna útrásarinnar og hrunsins bitnar harðar á suðvesturhorninu en öðrum landshlutum. Það er eðlilegt þar sem útrásin var skipulögð og framkvæmd í póstnúmeri 101. Atvinnuvegir sem munu bjarga íslensku samfélagi úr kreppunni eru sterkari í dreifbýlinu en á mölinni.
Útgerðin, landbúnaðurinn og ferðaþjónustan geta með hjálp krónunnar rennt stoðum undir efnahagslega endurreisn landsins.
Vegna þess hversu kreppan fer ólíkum höndum um landsmenn er líklegt að pólitísk viðhorf verði önnur á landsbyggðinni en höfuðborginni. Landsbyggðin mun verða harðari í afstöðunni gegn umsókn Íslands að Evrópusambandinu og mun hafa minni áhyggjur af atvinnuleysi, sem einkum er bundið við höfuðborgarsvæðið. Fallandi verð á húsnæði kemur lítið við landsbyggðina og líklega eru þeir hlutfallslega færri þar skulda veðlán hærri en nemur andvirði eigna.
Landsbyggðin er hornsteinn endurreisnarinnar.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Föstudagur, 4. september 2009
Lissabonsáttmálinn er illskiljanlegur af ásetningi
Evrópusambandið skrifaði Lissabonsáttmálann þannig að hann yrði torskilinn. Sáttmálinn, sem kom í stað stjórnarskrár sem Frakkar og Hollendingar höfnuðu í þjóðaratkvæði árið 2005, er beinlínis hannaður til að koma í veg fyrir umræðu.
Karel du Gucht sem situr í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins viðurkennir í fjölmiðlaviðtali blákalt að Lissabonsáttmálinn er illskiljanlegur af ásetningi.
"Whilst the original Constitutional Treaty was technical, and correct, people didn't read the Lisbon Treaty, they didn't understand the first word about it. No real debate about the Lisbon Treaty could happen. This was a deliberate decision of the European Council".
Hér er nánar rætt um þennan merkilega sáttmála sem Írar verða látnir kjósa um í annað sinn, eftir að hafa hafnað honum einu sinni í þjóðaratkvæði. Nei, þýðir ekki nei þegar Brussel vill fá sínu framgengt.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 3. september 2009
Sanngjörn útfærsla á afskriftarleiðinni
Flöt afskrift skulda er á ný komin í umræðuna. Hugmyndin um 20 prósent niðurfellingu skulda mætir sem fyrr andstöðu. Gagnrýni á flata afskrift er ekki síst af siðferðilegum toga, samanber grein Jóns Steinarssonar í Morgunblaðinu í dag og prýðilegan pistil Atla Harðarsonar.
Afskriftarsinnar láta ekki deigan síga og bera fyrir sig hagfræðirök sem að nokkru eru smituð af peningaflæðisstefnu (quantative easing) sem seðlabankar heims hafa útfært með ýmsu móti síðustu mánuði. Í útlöndum er viðurkennt að þetta sé hagfræðitilraun til að stemma stigu við verðhjöðnun sem þykir verri kostur en verðbólga.
Gott og vel. Til að samræma afskriftarleiðina og gagnrýni á hana má reyna eftirfarandi. Fundin er upphæð sem hægt er að afskrifa, hleypur væntanlega á milljörðum. Í stað þess að nota fjárhæðina til að afskrifa skuldir er henni deilt niður á sérhvern Íslending og lögð inn á reikning hvers og eins.
Peningarnir flæða um hagkerfið, sumir greiða niður skuldir, aðrir setja aukagetuna í skynsamlegar fjárfestingar og enn aðrir bruðla.
Í þessari útfærslu fá allir jafnt og efnahagsstarfsemin tekur fjörkipp, ef eitthvað er að marka rök afskriftarsinna.
Málið er leyst.
Fimmtudagur, 3. september 2009
Hannes Hólmsteinn Samfylkingarinnar
Hannes Hólmsteinn Gissurarson er maður tveggja flokka. Í Sjálfstæðisflokknum eru hópar sem líta, eða í það minnsta litu, á hann sem boðbera frjálshyggjunnar er skyldi losa um höft athafnamanna og efnahagslífs og skila öllum auði, háum sem lágum. Hlutfallslega stærri hópur Samfylkingarmanna lítur á Hannes Hólmstein og sér rautt - það er Davíð Oddsson fyrrum formann Sjálfstæðisflokksins.
Davíð Oddsson er áhrifamesti stjórnmálamaður Samfylkingarinnar fyrr og síðar. Hatrið á Davíð er slíkt að dómgreindin bregst samfylkingarfólki trekk í trekk. Ef Davíð er fylgjandi einhverju máli er Samfylkingin sjálfkrafa á móti.
Davíð lagði fram fjölmiðlafrumvarp, Samfylkingin var á móti; Davíð er á móti inngöngu í Evrópusambandið, Samfylkingin með; Davíð gagnrýndi óhóflega kauprétti Kaupþingsstjóra, Samfylkingin kom Sigurði og Hreiðari Má til varnar; Davíð vildi setja bönd útrásina, Samfylking mátti ekki heyra það minnst; Davíð var Seðlabankastjóri, Samfylkingin lagðist gegn Seðlabankanum og krónunni í leiðinni.
Félagssálfræðileg greining á Davíðsáráttu Samfylkingarinnar bíður betri tíma.
Fimmtudagur, 3. september 2009
OECD: Frjálshyggja fyrst, svo ESB
OECD vendir kvæði sínu í kross eftir því hvernig vindar blása. Fyrir þrem árum lofaði stofnunin frjálshyggjubankana íslensku sem fyrirmynd. Í dag vill OECD senda Ísland í faðm Evrópusambandsins, vegna þess að frjálshyggjutilraunin mistókst.
Útlenskar skýrslur um Ísland eru ágætis dægrastytting. Það er þó álíka viturlegt að fara eftir þessum pappírum og að leita eftir svörum við lífsgátunni í reyfurum.
Sú spurning vaknar hvers vegna það þurfti norskan blaðamann til að finna þessar mótsagnir skýrslna OECD. Hvað eru íslenskir fjölmiðlar að fokka?
![]() |
OECD oflofaði íslenskt fjármálakerfi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Miðvikudagur, 2. september 2009
Forseti skrifar sig á ruslahaug sögunnar
Ólafur Ragnar Grímsson hafði Jón Ásgeir Jóhannesson og aðra útrásarauðmenn sem bakhjarla þegar hann fyrir fimm árum neitaði að skrifa undir fjölmiðlafrumvarpið. Enginn forseti hafði áður synjað lögum staðfestingu.
Með synjun sinni fyrir fjórum árum þjónaði Ólafur Ragnar eðli sínu á kostnað þjóðarinnar. Hefnigirni, persónuleg óvild og löngun til að sitja við háborð útrásarinnar varð dómgreindinni yfirsterkari.
Þegar forsetinn neitar í dag að skjóta máli til þjóðarinnar og skrifar undir lögin um ríkisábyrgð á Icesave-reikningunum sýnir hann alþjóð takmarkanir sínar og staðfestir orðspor sitt.
Gott dagsverk, Ólafur Ragnar Grímsson.
![]() |
Bloggheimar loga vegna ákvörðunar forsetans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Miðvikudagur, 2. september 2009
Siðaverði í bankana
Bankahrunið varð vegna skorts á eftirliti og taumhaldi, bæði innan bankanna sjálfra og í lögum og opinberu regluverki. Ríkisbankarnir eru mannaðir að stórum hluta af fólki sem flaut að feigðarósi með gömlu eigendunum. Með yfirtöku ríkisins á nærfellt öllum fjármálastofnunum verður ekki sjálfkrafa viðhorfsbreyting auk þess sem hætta á pólitískri spillingu eykst.
Fjármálastofnanir, sérstaklega nýju ríkisbankarnir, eiga að hafa forgöngu um siðvæða íslenska fjármálastarfsemi. Þeir eiga að koma sér upp siðareglum og virku eftirliti með starfseminni sem tekur mið af samfélagslegri ábyrgð þeirra.
Ef bankarnir taka sjálfir frumkvæðið að siðvæðingu er líklegt að hún verði skilvirkari og festi fyrr rætur í daglegri starfsemi bankanna. Ef ekkert er gert munu gömlu ósiðirnir víkja fyrir nýjum ósiðum. Og það viljum við ekki.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 1. september 2009
Ríkisstjórnin fær aðstoð úr borgarstjórn
Könnunin gefur ríkisstjórninni ráðrúm til að draga djúpt andann og stika út stefnuna fyrir næstu misseri. Hættan er auðvitað sú að stjórnin haldi að hún komist upp með morð fyrst hún klárar sig á Icesave-málinu.
Kyrfilega hefur tekist að leggja hrunmálin í fang Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks að hluta. Og þeir flokkar eru svo fortapaðir að leggja stjórnarflokkunum vopn í hendur með því að selja útlendingum orkuna á brunaútsölu. Með svona stjórnarandstöðu má gera mörg axarsköft án þess að sjái högg á vatni.
Aðgerðir á tvennum vígstöðvum, fjármál verst settu heimilanna og uppgjör við auðmennina, munu ráða því hvernig ríkisstjórninni reiðir af næstu mánuðina. Og jú, vel að merkja, það er verið að setja saman fjárlög fyrir 2010.
![]() |
Fylgi stjórnarflokkanna eykst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 1. september 2009
80 - 20 lögmálið
Í rekstri þekkist 80-20 lögmálið, þar sem fimmtungur starfseminnar stendur undir áttatíu prósent tekna. Í bankahruninu og afleiðingum þess er ný útgáfa af lögmálinu. Um áttatíu prósent þjóðarinnar geta staðið í skilum með sitt en fimmtungur er í vanda. Ef þessi fimmtungur er skoðaður nánar er hluti hans þannig til kominn að íbúðarlán hafa hækkað úr öllu valdi en eignir staðið í stað eða fallið í verði. Annar hópur kann ekki fótum sínum forráð hvort heldur í góðæri eða hallæri og eyðir alltaf um efni fram.
Gerum ekki 100 prósent mistök með því að fara í almennar afskriftir lána til að bjarga sértækum vanda.
![]() |
Háskalegt að borga ekki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)