Pútín býr til réttindi, er fordæmdur - hvers vegna?

Rússland breiðir út faðminn og býður íbúum Austur-Úkraínu, sem flestir eru rússneskumælandi, að gerast rússneskir ríkisborgarar, standi vilji einstaklinganna til þess. ESB fordæmir rússneskan velvilja og kallar velgjörðina ,,árás á fullveldi Úkraínu".

Dokum við. Ef Ísland byði Færeyingum ríkisfang með hraði yrði það árás á frændur okkar? Trauðla.

Munurinn á okkur og Færeyingum annars vegar og hinsvegar Rússum og Úkraínumönnum er landamæri. Eyjar hafa skýr landmæri en þjóðríki á meginlandi ekki.

Ef nógu margir Úkraínumenn gerast rússneskir ríkisborgarar eignast Rússland landakröfurétt á Úkraínu. Alveg eins og Danir áttu landakröfurétt í Norður-Þýskalandi vegna þess að íbúar þar voru dönskumælandi. Landamærin voru flutt þegar Þjóðverjar stóðu veikir og aumir eftir fyrra stríð.

Úkraína er veikt og aumt. Evrópusambandið með stuðningi Obama-stjórnarinnar í Bandaríkjunum vildi véla landið inn í Nató og ESB í óþökk Rússa sem töldu öryggishagsmunum sínum ógnað. Afleiðingin varð borgarastríð sem ekki sér fyrir endann á.

Úkraínudeilan er gamaldags valdatogstreita á meginlandi Evrópu. Prísum okkur sæl að eiga ekki aðild að þeim vandræðum.

 


mbl.is ESB fordæmir vegabréfaákvörðun Rússa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guðlaugur grátbroslegur og rökþrota

Fyrst átti að innleiða 3. orkupakkann vegna þess að hann skipti engu máli, kæmi í rauninni Íslandi ekki við. Núna eru rökin þau að 3. orkupakkinn sé sjálf undirstaða EES-samningsins, Ísland verði Kúba norðursins ef við veitum pakkanum ekki viðtöku.

Síðasta röksemdin, í boði utanríkisráðherra, er að andstæðingar orkupakkans séu haldnir ,,erlendri einangrunarstefnu." 

Humm, Gulli, þeir sem vilja að Íslendingar haldi forræðinu yfir raforkunni eru sem sagt í viðjum erlendra hagsmuna?

Er ekki kominn tími til að tengja við veruleikann, Gulli, og viðurkenna að 3. orkupakkinn er dautt hross sem ekki verður lamið til lífs?

 


mbl.is Varaði við „erlendri einangrunarhyggju“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gréta og hvíta hugmyndafræðin

Sænska stúlkan Gréta Thunberg er eftirsóttur viðmælandi heimsleiðtoga. Gréta er heimsendaspámaður sem kennir að syndugur maðurinn sé albúin að útrýma jörðinni með dísil- og bensínvélum.

Gréta er aðeins 16 ára og ekki nokkur möguleiki að hún hafi stúderað lofslagsvísindi á eigin forsendum. Hún er einfaldlega of ung. Gréta fór sömu leið og margur aðgerðasinninn sem gleypir hrátt kenningar pólitískra háskólamanna um að til sé eitthvað sem heitir manngert veðurfar.

Ein ástæða vinsælda Grétu er ungur aldur stúlkunnar og sakleysisleg ásjóna sem skín hvít á milli hárfléttu á hvorum vanga.

Menning okkar er ginnkeypt fyrir trúarvingli sé því fléttað saman við sakleysi. Á þeim grunni eru reist stórveldi. Á nýöld lögðu Evrópumenn undir sig heimsálfur í nafni Hvíta-Krists.

Sakleysi og lífsspeki er máttugt stef. Við viljum trúa að til sé eitthvað sem heitir vegurinn, sannleikurinn og lífið. En að láta fífla okkur með dómsdagsrugli um manngert veðurfar er svo langsótt að það þarf sextán ára sænska stúlku til að auglýsa trúgirnina.


Lífskjör eru meira en laun

Atvinnurekendur, verkalýðshreyfingin lönduðu kjarasamningum með aðstoð ríkisvaldsins og tryggðu þar með frið á vinnumarkaði næstu 3 árin.

Lífskjarasamningarnir svonefndu snúast einum um laun og ráðstafanir ríkisvaldsins sem meta má til launa.

En lífskjör eru meira en laun. Samfélagsfriður er lífskjör. Sátt um meginskipuleg samfélagsins er lífskjör. Róttæklingarnar í verkó mættu hafa þetta í huga.


mbl.is Lífskjarasamningurinn samþykktur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sýrlensk, ekki kristin?

Látið er því liggja í viðtengdri frétt að Sýrlendingar séu höfundar að frumgerð Frúarkirkjunnar í París, Notre Dame. Lesa þarf langt inn í fréttina til að komast að því að byggingin í Sýrlandi er rómversk og kristin.

Einhver viðkvæmni virðist vera fyrir kristni. Fórnarlömbin í sprengjuárásinni á Sri Lanka eru sagðir ,,páskadýrkendur" en ekki kristnir.

Viðkvæmnin stafar af vestrænu sjálfshatri sem fylgir fjölmenningunni. Boðskapurinn er að allt vestrænt og kristið sé ómerkilegt á meðan hlaðið er undir framandi menningu.  


mbl.is Fyrirmynd Notre Dame er sýrlensk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

90% áhugaleysi á sósíalisma

Innan við tíu prósent þátttaka í atkvæðagreiðslu um kjarasamning Eflingar sýnir 90 prósent áhugaleysi. Formaður Eflingar sagði kjarasamninginn, sem fékk viðskeytið lífskjör, vera vopnahlé milli sósíalísks verkalýðs og auðvaldsins.

Nei, Sólveig Anna og félagar, það er ekkert stéttastríð nema í huga ykkar. Launþegar nenna einfaldlega ekki sósíalisma.

Síðasta hrina kjarasamninga, sem verkföllum og samfélagslegu tjóni, sýnir gjaldþrot fyrirkomulags sem mótaðist fyrir meira en mannsaldri.

Verkalýðshreyfingin er fangi fortíðarkerfis  sem leyfir fámennri klíku að innheimta með þvingunum félagsgjöld af saklausum launþegum sem engan áhuga hafa á pólitísku brölti verkalýðsrekenda.

Öfgarnar í verkó og algert umboðsleysi forystunnar kallar á uppstokkun þess fyrirkomulags sem ríkir á vinnumarkaði. Afnema verður forréttindi sem verkalýðsfélög njóta með skylduaðild launþega að verkalýðsfélögum.


mbl.is „Þátttakan er allt of léleg“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sigmundur Davíð, Helgi Hrafn og þjóðarhagsmunir

Sigmundur Davíð skilgreinir þjóðarhagsmuni út frá forræði yfir orkuauðlindum:

Orkan er undirstaða fyrir því að við erum sjálfstæð þjóð. Þjóð sem getur skapað atvinnu útum land og tryggt búsetu. Evrópu er alveg saman. Sambandið sem stofnað var um frið snýst um völd yfir auðlindum.

Helgi Hrafn Pírati skilgreinir þjóðarhagsmuni í Morgunblaðsgrein í dag og segir að mestu máli skipti að almenningur komist úr landi:

Eina ástæðan fyrir því að það meikar yfirhöfuð nokkurt sens fyrir ungt fólk að vera á Íslandi er góðar tengingar við umheiminn, bæði hvað varðar samskipti, viðskipti og ferðafrelsi.

Í máli þingmannanna kemur fram gagnólíkur skilningur á þjóðarhagsmunum. Sigmundur Davíð leggur áherslu á undirstöðuna en Helgi Hrafn efast um að þjóðin nenni að vera íslensk.

Menn ýmist stækka eða smækka með orðum sínum.

 

 


Hrunið, siðferðið, orkupakkinn og Sigurður Ingi

Eftir hrun voru settar fram ýmsar hugmyndir að fénýta gæði lands og þjóðar. Á alþingi voru ræddar hugmyndir um að selja íslenskan ríkisborgararétt og leyfa spilavíti. Einnig komu fram tillögur að selja rafmang til útlanda með sæstreng.

Svo óheppilega vildi til að Evrópusambandið var í sama mund að móta orkustefnu sem síðar varð orkusamband. Í gegnum EES-samninginn tók Ísland upp frumdrög ESB að orkusambandi, þ.e. orkupakka 1 og 2. Ekki lá fyrir á þeim tíma að framsal á forræði yfir orkuauðlindum okkar væri í farvatninu. En einmitt svona vinnur ESB, tekur völd til sín jafnt og þétt.

Þegar þriðji orkupakkinn lítur dagsins ljós er orðið augljóst hvert stefnir. Til að Ísland geti selt raforku til Evrópu verðum við að framelja valdið yfir rástöfun orkunnar til ESB. Út á það gengur orkusamband ESB

Hér verður ekki bæði sleppt og haldið. Annað tveggja verðum við að ganga í orkusamband ESB, og samþykkja að yfirvald orkumála verði í Brussel, eða standa utan orkusambandsins. Deilan um 3. orkupakka ESB stendur um einmitt þetta lykilatriði.

Sigurður Ingi Jóhannesson formaður Framsóknarflokksins dregur skarpar ályktanir af umræðunni um 3. orkupakkann: 

Segja má að umræður um orku­pakk­ann séu hat­ramm­ar. Er það að mörgu leyti skilj­an­legt enda um eitt af fjöreggjum íslensku þjóð­ar­innar að ræða og lík­lega sú auð­lind sem á eftir að skipta mestu máli fyrir lífs­gæði kom­andi kyn­slóða. Það er því mik­il­vægt að leitað sé sáttar og nið­ur­stöðu sem almenn­ingur trúir og treystir að gæti hags­muna þjóð­ar­innar í bráð og lengd.

Þótt ríf­lega ára­tugur sé lið­inn frá hruni þá hefur þjóðin ekki gleymt. Sárin eru ekki gró­in. Stofn­anir sam­fé­lags­ins, stjórn­mál og stjórn­sýsla, hafa ekki end­ur­heimt traust almenn­ings. Fólk hefur auk þess horft upp á til­hneig­ingu Evr­ópu­sam­bands­ins að taka sér stöðu með fjár­mála- og við­skipta­vald­inu gegn lýð­ræð­inu eins og við kynnt­umst í Ices­a­ve-­mál­inu og sést einnig vel í ofbeld­is­kenndri fram­komu Evr­ópu­sam­bands­ins gagn­vart grísku þjóð­inni. Það er því ekki skrýtið að íslenskur almenn­ingur vilji hafa varan á þegar kemur að sam­skiptum við þetta stóra veldi sem er reyndar drauma­land ein­staka stjórn­mála­hreyf­inga hér á Íslandi.

Þetta er hárrétt greining hjá Sigurði Inga: þjóðin vill hafa varann á gagnvart ESB. Umræða síðustu vikna sýnir svart á hvítu að víðtæk og almenn andstaða er við innleiðingu 3. orkupakka ESB. Það er ábyrgðarhluti af stjórnvöldum að taka ekki mark á þessari gagnrýni.


ÍSAM með markaðsfingurbrjót ársins

ÍSAM sagði í tilkynningu að vörur fyrirtækisins myndu hækka ef kjarasamningar yrðu samþykktir. Orðalagið gaf til kynna að launafólk væri ábyrgt.

Alla páskana kepptist fólk við að deila þeim skilaboðum á samfélagsmiðlum að kaupa ekki vörur ÍSAM.

ÍSAM dregur í land en biðst ekki afsökunar. Það hefði verið stórmannlegra.


mbl.is Ekki hótun hjá ÍSAM
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kirkjuleg heimsendaspámennska

Ef heimsendir er í nánd hættir fólk að haga sér eins og ábyrgir einstaklingar. Kortéri í ragnarök finnst engum taka því að halda siðum og gildum sem áður þótti sjálfsagt.

Það er ábyrgðarhluti af biskupi Íslands að stökkva á vagn afsiðunarsinna sem mála skrattann á vegginn og boða heimsendi ef við göngum ekki í pólitísku rétttrúnaðarkirkjuna.

Þegar biskupinn talar eins og forstöðumaður sértrúarsafnaðar er tímabært af leggja niður þjóðkirkjuna.


mbl.is „Verðum að breyta um lífsstíl“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband