Fallið á kné fyrir Trump

Trump kom, sá og sigraði í Davos, samkvæmt frásögn Die Welt sem segir forstjóraelítuna hafa fallið á kné fyrir Bandaríkjaforseta. New York Times kveður alþjóðahagkerfið taka við sér. Leiðtogar vestrænna ríkja leita í smiðju skattabreytinga Trump til að styrkja sín hagkerfi.

Úr röðum vinstrimanna heyrast þær raddir að líklega var ofmælt að lýðræðið væri farið í hundana með forsetakjöri Trump fyrir rúmu ári.

Ef fram heldur sem horfir líða ekki margar vikur þangað til að almannarómur tekur undir Trump að fjölmiðlar séu full iðnir við falsfréttir.


Vinstri grænir, Björn Valur og stjórnarslit

Björn Valur fyrrum varaformaður Vinstri grænna boðaði stjórnarslit á flokksráðsfundinum sem haldinn var í dag.

En þegar til átti að taka heyrðist ekki múkk frá þeim fyrrverandi. Sá núverandi kvað aftur allt í himnalagi.

Er ekkert að marka Björn Val?


mbl.is Flokksráðsfundur VG gekk eins og í sögu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland á botninum í fjölmiðlum og stjórnmálum

Á Íslandi er lítið traust á fjölmiðlum og stjórnmálum í alþjóðlegum samanburði, eins og glöggt kemur fram í Viðskiptablaðinu. Ísland er þar í hópi vanþróaðra ríkja.

Hvorki áfengisauglýsingar í fjölmiðlum né borgaralaun til blaðamanna munu bæta íslenska fjölmiðlun. Vandinn er ekki fjárhagslegur heldur siðferðilegur.

Fjölmiðlar bæta ekki stjórnmálaumræðuna heldur gera þeir hana illskeyttari og ósvífnari. Að bæta við ríkisfé ofan í þá hít er að æra óstöðugan.


mbl.is Beinist að ungu fólki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Borgaralaun fyrir blaðamenn? Nei, takk

Morgunblaðið er eini almenningsfjölmiðillinn á Íslandi. Tugir þúsundir manna kaupa blaðið i áskrift. Enginn kaupir áskrift að RÚV, fólk er neytt til að borga. Enginn kaupir Fréttablaðið, það er auglýsingablað. Sama gildir um Kjarnann, Stundina, Eyjuna og aðra netmiðla.

Þeir sem krefjast ríkisfjár til styrktar fjölmiðlum eru í raun að biðja um að opinbert fé verði notað til að niðurgreiða skoðanir einstaklinga og smáhópa hér og hvar í samfélaginu. En hvers vegna í ósköpunum ætti ríkið að niðurgreiða útgáfur eins og Eyjuna, Kjarnann og Stundina? Eða starfsmannamiðilinn RÚV?

Fjölmiðlar kosta sama og ekkert, mælt í útgáfukostnaði. Hver og einn getur stofnað heimasíðu eða blogg og þar með er orðinn til fjölmiðill.

Fréttir sem fjölmiðlar flytja eru meira og minna skoðanir skreyttar staðreyndum. Og staðreyndirnar eru allar ókeypis, þær liggja á netinu og bíða eftir að vera gúgglaðar.

Til hvers í veröldinni á ríkið að borga fólki til að segja öðru fólki skoðanir sinar?

Blaðamenn eru upp til hópa ómenntaðir, kunna enga sérfræðigrein og eru fyrst og fremst áhugamenn um stjórnmál með ríka þörf að segja öðrum sína skoðun á málefnum líðandi stundar.

Ríkisstyrkur til fjölmiðla eru í raun borgaralaun til blaðamanna. Allir fréttamenn RÚV eru í reynd á borgaralaunum. Nú vilja Stundin, Kjarninn, Eyjan og jafnvel eins manns miðill Sigurjóns M. Egilssonar, Miðjan, líka fá borgaralaun.

Dæmi um blaðamann á borgaralaunum er Egill Helgason. Hann er á ríkislaunum hjá RÚV og starfar einnig á Eyjunni sem umræðuvaki. Þetta er spillingin holdi klædd. RÚV er á framfæri ríkisins en Eyjan á að heita einkarekinn miðill. Egill auglýsir RÚV á Eyjunni og Eyjuna á RÚV. Og vill komast á tvöföld borgaralaun.

Ríkið á ekki að halda uppi skoðanamyndun í landinu með borgaralaunum til blaðamanna. Almenningur er fullfær um að mynda sér skoðun á málefnum líðandi stundar án þess að ríkið fjármagni skoðanamyndun. Það er háttur alræðisríkja að eiga og fjármagna fjölmiðla, ekki frjálsra þjóðfélaga.


mbl.is Auglýsendur vara við breytingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rússahatur og rússabrandari

Breski varnarmálaráðherrann á fremur heima í gamanþætti eins og Monty Python fremur en stjórnmálum, segja yfirvöld í Mosvku eftir aðvörun þess breska um að Rússar gætu ráðist á innviði Bretlands.

Varnarmálaráðherrann er í sömu hljómkviðu og yfirmaður breska herráðsins og RÚV greindi frá. Rússar eru sem sagt að undirbúa heimsyfirráð.

Nema, óvart, það er kjaftæði. Fáir vita það betur en breski blaðamaðurinn og íhaldsmaðurinn Peter Hitchens, sem bjó í Rússlandi en er samt enginn vinur Pútín. Hitchens varar við ruglinu um að Rússar séu í árásarham. Rússar hafa enga burði til að ógna Vestur-Evrópu. Þar fyrir utan eru það Bandaríkin og Nató-þjóðir sem ógna öllum vesturlandamærum Rússlands.

 


Málaliðaher Tyrkja gegn Kúrdum

Stærstu hluti hers Tyrkja sem réðst inn Sýrland til að herja á Kúrda eru sýrlenskir uppreisnarmenn sem áður voru studdir af Bandaríkjunum.

Blaðamaður Guardian talaði við nokkra af foringjum sýrlensku uppreisnarmannanna. Einn þeirra sagði stríðið ,,alþjóðlegt", heimamenn hefðu minnst um það að segja.

Það er auðvelt að hefja stríð, nokkru snúnara að ljúka þeim. 


mbl.is Kúrdar biðla til Assads um vernd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trump, Norður-Kórea og Palestína

Trump náði árangri þegar hann sýndi Norður-Kóreu hörku í stað þess að bera fé á stjórnarherrana. Palestínumenn fá sömu meðferð og niðurstaðan er fyrirsjáanleg.

Í kalda stríðinu léku herskáir leiðtogar iðulega þann leik að hóta viðkvæmu valdajafnvægi stórveldanna til að fá mútur. Norður-Kórea og Palestína eiga það sameiginlegt að fámenn valdaklíka er með tögl og hagldir í viðkomandi ríkjum. Valdaklíkurnar kaupa sér stuðning innanlands með fégjöfum. Og til þess þarf ,,erlenda aðstoð."

Til að knýja fram ,,erlenda aðstoð" hóta valdaklíkurnar reglulega að hleypa öllu í bál og brand. Á tímum kalda stríðsins gaf þessi aðferð vel. Bandaríkin voru sérstaklega örlát að kaupa frið.

En kalda stríðinu er lokið og Trump lætur ekki hóta sér. Norður-Kórea reyndi að þvinga fram mútugjafir með kjarnorkuvopnaskaki. Gekk ekki. Palestínumenn settu á svið hávaða og læti vegna ákvörðunar um flutning á sendiráði Bandaríkjanna til Jerúsalem. Gengur ekki.


mbl.is Hótar að stöðva fjárhagsaðstoð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gapir Helga tvisvar á dag?

,,Maður bara gap­ir,“ sagði Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í dag þegar henni var sagt að RÚV væri fíllinn í stofunni á fjölmiðlamarkaði.

Í kvöld birtist frétt um að nánasti samverkamaður hennar um karllæga dómstóla, Jakob R. Möller, fer með fleipur þegar hann segir engin fordæmi fyrir því að einhverjir lýsi sig ósammála niðurstöðu hæstaréttar.

Gin Helgu Völu lokast varla fyrir miðnætti.


mbl.is Fleiri ósammála Hæstarétti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pólitísk upplausn í ASÍ-félögum

Verkalýðs- og sjómannafélag Grindavíkur sagði sig úr ASÍ. VR íhugar úrsögn. Hallarbylting er boðuð í einu af stærsta ASÍ-félaginu, Eflingu.

Pólitísk upplausn lék flokkakerfið grátt, flokkum fjölgaði og stjórnmálin urðu óreiðuástand með stjórnarkreppu og tíðum kosningum.

Verkalýðshreyfingin er á leið í sömu hremmingar.


RÚV-milljarðar til fjölmiðla

RÚV fær 4 milljarða króna frá ríkinu árlega og tekur til sín einn milljarð í auglýsingar. Ef áhugi er að styrkja einkarekna fjölmiðla er nærtækast að leggja niður RÚV í núverandi mynd.

Milljarðarnir sem sparast gætu orðið stofn að samkeppnissjóði fjölmiðla, ef áhugi er fyrir.

Starfsmannafjölmiðill og ríkisframfæri, eins og RÚV, er arfleifð frá þeim tíma þegar aðeins fjársterkir aðilar gátu stofnað fjölmiðil. Nú er öldin önnur.


mbl.is Leggja til endurgreiðslu fyrir fréttamiðla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband