Eru 1,3 milljónir kr. ofurlaun?

,,95% launþega í land­inu eru með 1,3 millj­ón­ir á mánuði eða minna," segir í viðtengdri frétt. Hagstofan segir okkur að meðalheildarlaun á Íslandi á síðasta ári voru 706 þús. kr. á mánuði.

Það liggur í augum uppi að við getum ekki kallað það ofurlaun sem ekki ná tvöföldum meðallaunum.

Tilfinningaþrungin umræða um meint launamisrétti er ekki byggð á staðreyndum heldur ýkjum og ósannindum.  


mbl.is Gæti orðið erfitt að lenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trump og orðheldinn skáldskapur

Trump er gagnrýndur af forvera sínum, Obama, fyrir skáldskap um fyrirætlanir sínar, t.d. skattalækkun á millistéttina. Aðrir gagnrýnendur Trump, Washington Post til að mynda, segja sitjandi forseta þann orðheldnasta í seinni tíma sögu Bandaríkjanna.

Ósannindi eru fylgifiskur stjórnmála, um það eru bæði gömul dæmi og ný. En það sker í augu að einni og sami stjórnmálamaðurinn er gagnrýndur bæði fyrir að ljúga og halda orð sín.

Ef farin er leið málamiðlunar, og sagt að Trump fari ýmist með sannindi eða ósannindi, svona eftir hvernig stendur á, er hann orðinn að venjulegum stjórnmálamanni. Hvert er þá vandamálið? 


mbl.is Obama hneykslast mjög á Trump
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Píratar/Samfylking: Að sofa hjá 9 ára, ekki barnaníð

Helga Vala og Píratasamfylkingin fá himnasendingu frá Evrópu: ef gagnrýnt er að fullorðinn múslímskur karlmaður sofi hjá 9 ára stúlku kallast það hatursorðræða.

Trúin trompar barnaníð.

Talsmenn fjölmenningar kætast í dag. Skítt með almennt siðferði.


mbl.is Mátti ekki kalla Múhameð barnaníðing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blessað hrunið

Hrunið batt endi á útrásina, sem var gott. Það sýndi að íslenskir bankamenn og auðmenn urðu ríkir með blekkingum en ekki vegna snilli eð dugnaðar. Almennt telst jákvætt að blekkingar séu afhjúpaðar.

Nú lesum við að hrunið minnkaði launamun kynjanna. Áður vissum við að friður á vinnumarkaði hélst óvenju lengi eftirhrunsárin. Af pólitískri þróun er það að segja að hrunið framkallaði ótímabæra ESB-umsókn sem auðvelt reyndist að skjóta í kaf og Samfylkinguna í leiðinni, sem var bónus.

Mest var þó hrunið svokallað. Enginn dó. Menn misstu vinnuna, sem var heldur leitt, en fengu ný störf. Eftir að þjóðin komst frá glæfralegustu stjórnmálatilraun lýðveldissögunnar, hreinu vinstristjórninni 2009-2013, fékk fólk bætt efnahagslegt tjón, þökk sé Sigmundi Davíð öðrum fremur.

Líkt og Eyjamenn efna til goslokahátíðar ætti þjóðin að koma sér saman um hrunhátíð. Aðeins ein dagsetning kemur til greina, 6. október, haustdagurinn 2008 sem Geir H. Haarde flutti Guð blessi Ísland ávarpið.

 

 


mbl.is Launamunur kynjanna minnkaði í hruninu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sigríður styrkist sem stjórnmálamaður

Í tíð síðustu ríkisstjórnar, sem sprakk eftir næturfund Bjartar framtíðar, fékk Sigríður Andersen, þáverandi og núverandi dómsmálaráðherra, það verkefni að leggja fyrir alþingi tillögu um skipan dómara í landsrétt.

Tillaga dómnefndar lá fyrir. Hún var með verulegum kynjahalla og fékk neikvæð viðbrögð frá Viðreisn og Bjartri framtíð, sem sátu í ríkisstjórn. Sigríður leiðrétti kynjahallann á listanum og tók konur fram yfir karla til að gæta jafnræðis.

Alþingi samþykkti tillögu dómsmálaráðherra en hefði verið í lófa lagið að breyta listanum.

Stjórnarandstaðan, með hjálp RÚV og fleiri fjölmiðla, reynir að gera vandaða og málefnalega vinnu dómsmálaráðherra tortryggilega. Slík gagnrýni gerir ekki annað en að styrkja Sigríði. 


mbl.is Segir stöðu Sigríðar óbreytta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stéttabaráttan afhjúpar veikleika ASÍ

Foringi Sósíalistaflokksins, Gunnar Smári Egilsson, er um sextugt og fann það út að hægt væri að gera sig gildandi í hálfdauðri hreyfingu launafólks. Félagi Sólveig Anna í Eflingu er ekki beinlínis unglingur og Drífa varla Rauðhetta - þótt ekki sé nema fyrir orðbragðið.

Sameiginlegt þessum þrem og nokkrum öðrum er herskátt orðbragð þar sem stéttabarátta er miðlæg. Um Gunnar Smára þarf ekki að fjölyrða. ,,Ritsnillingurinn" var bæði í vinnu hjá auðmönnum og sjálfur atvinnurekendi, áður en hann datt niður áður sósíalisma. Sólveig segist fædd róttæk dóttir Jóns Múla og Ragnheiðar Ástu. ,,Borgarastéttin verður tjúlluð ef henni er ógnað," er yfirskrift viðtals við formann Eflingar í Mannlífi í dag. Drífa talaði um ,,auðvaldsdekur" þegar hún hætti í Vinstri grænum vegna ríkisstjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn.

Þar sem enginn unglingur er í hópnum má gefa sér að róttæknin er ekki bernskubrek ungs fólks sem veit ekki betur.

Ísland er stéttlaust land, það er jafnlaunaland og land jafnréttis. Háskólamenntaðir kennarar ná varla meðallaunum ASÍ-félaga. Engar forsendur eru fyrir stéttabaráttu. Hverju sætir róttæknin?

Verkalýðshreyfingin er þjökuð af félagslegum doða. Fáir gefa sig í trúnaðarstörf og kosningaþátttaka er innan við tíu prósent. Stjórnmálaflokkar nenna ekki lengur að tryggja stöðu sína í hreyfingunni. ASÍ-forystan gjammar að ríkisstjórninni en ráðherrar benda á að Samtök atvinnulífsins eru viðsemjendur, ekki ríkisvaldið. 

Verkalýðshreyfingin er moldrík. Verkalýðsrekendur hafa gætt þess á síðustu árum að tryggja sér prósentur í kjarasamningum þegar þeir semja um lágmarkskaup vinnandi fólks. Launþegum er skylt að greiða þjónustugjöld til verkalýðsfélaga, 0,7 prósent eða meira af heildarlaunum. Digrir sjóðir kalla á umsýslu og þar er mörg matarholan. Verkalýðsrekendur eiga líka aðgang að stjórnarsetu í lífeyrissjóðum þar sem feitan gölt er að flá.

Harðsnúinn kjarni sósíalista og róttæklinga, sem stýrir núna stærstu ASÍ-félögunum, makar krókinn um hríð en getur ekki beitt sér af neinu viti í landsmálum. Í pólitískri umræðu er engin eftirspurn eftir róttækni verkó. Vinstri grænir náðu sögulegum sáttum við Sjálfstæðisflokkinn og Samfylking hugsar aðeins um ESB og evru.

Þegar harður veruleikinn mætir verkalýðsrekendum við samningaborðið eftir áramót verður pípið um stéttabaráttuna löngu gleymt. Fólk lifir ekki á slagorðum, nema skrifstofulið verkó - það fær sinn hlut á þurru. 


mbl.is Drífa: „Róttækni er hressandi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ASí hluti af samfélaginu eða í stríði við það?

ASÍ þarf að gera upp við sig hvort hreyfingin sé hluti af íslensku samfélagi eða vilji bylta því með átökum.

Drífa Snædal fékk stuðning frá Eflingu, eins stærsta félagsins innan ASÍ, til að verða forseti. Eflingu stjórna sósíalistar sem sjá stéttaóvini í hverju horni og fara með gífuryrðum og dólgshætti að þeim sem ekki vilja samfélagsófrið.

ASÍ hefur vitanlega ekki styrk til að umbylta samfélaginu. En fyrirsjáanleg misbeiting verkfallsvopnsins og sjálftaka útvaldra úr sjóðum verkalýðsfélaga kallar á að alþingi endurskoði lög um stéttafélög.

Löngu áður en komið er að þeim tímapunkti er þó líklegast að hófstillta fólkið, sem er meirihluti launþega, yfirgefi ASÍ-félögin í hrönnum. Það ferli er þegar hafið.


mbl.is Drífa Snædal kjörin forseti ASÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skattur, þegnskapur og leynd

Við borgum skatt til samfélagsins enda er það sameign okkar. Aðildin að þessari sameign getur ekki verið leyndarmál.

Þeir sem mótmæla því að upplýsingar um skattgreiðslur einstaklinga liggi frammi gera það á þeim forsendum að hægt sé að reikna út uppgefnar tekjur fólks út frá skattgreiðslum. Rökin eru þau að tekjur séu einkamál fólks.

Hér skýtur skökku við. Eigur fólks eru opinberar, t.d. húseignir og bílar, og hægt að nálgast þær upplýsingar. Hlutafélög eru skráð opinberlega og stífar kröfur um að upplýsingar skuli liggja frammi um hverjir eiga hvað í skráðum félögum.

Hvers vegna ættu upplýsingar um skattgreiðslur að vera leyndarmál? Sennilegasta svarið er að sumir borga minna til samneyslunnar en þeir ættu að gera og vilja ekki að upp komist. En það er óvart ekkert einkamál þegar svindlað er á samfélaginu. Það er opinbert mál. 


mbl.is Gefur ekki upp hver fékk skattskrána
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Efling auglýsir eftir Gunnari Smára

Efling, sem sósíalistinn Sólveig Anna stýrir, auglýsir eftir „drífandi ritsnillingi með reynslu af stjórnun kynningarmála“.

Viðskiptablaðið bendir á þessa staðreynd: ,,Athygli vekur að alls engar menntunarkröfur eru gerðar til umsækjenda, sem hlýtur að teljast óvenjulegt."

Formaður Sósíalistaflokks Íslands, Gunnar Smári Egilsson, lítur á sig sem snilling, eins og kunnugt er. Hann lauk barnaskólaprófi og hélt síðan í framhaldsnám á Reykjanesi við Ísafjarðardjúp, háborg mennta og vísinda á Íslandi.

Nærtækara fyrir Sólveigu Önnu hefði verið að sýna örlitla hreinskilni og skrifa: ,,við ætlum að setja Gunnar Smára foringja á launaskrá Eflingar en þurfum að henda út þessari auglýsingu til að þykjast málefnaleg."

Hreinskilni er ekki eðlislægt einkenni sósíalista.


Kvennafríið og valdakonur

Valdefling kvenna felur í sér að þær taka í auknum mæli við mannaforráðum í samfélaginu. Sumar konur verða yfirmenn annarra kvenna og hafa bein og óbein áhrif á frama og velgengni annars fólks - karla og kvenna.

Kvennafríið gerir ráð fyrir að konur séu einsleitur hópur sem eigi það sameiginlegt að karlar sitji yfir hlut þeirra.

En svo er ekki. Síðustu tveir af fjórum forsætisráðherrum Íslands eru konur, svo dæmi sé tekið. Og konur eru innbyrðis ólíkar, rétt eins og karlar.

 


mbl.is Vissu að ákvörðunin yrði umdeild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband