Laugardagur, 3. maí 2014
Evran vopn ESB í Úkraínu
Fyrrverandi utanríkisráðherra Þýskalands leggur til að Pólland taki upp evru til að sýna Rússum í tvo heimana. Joschka Fischer segir að taki Pólland upp evru myndi það senda sterk skilaboð til Pútíns Rússlandsforseta að ríki Evrópusambandsins standi saman gegn auknum áhrifum Rússa í austurhluta álfunnar.
Fischer segir Rússa ætla að sölsa undir sig austurhluta Úkraínu og freista þess að efla áhrif sín í nágrannaríkjum. Pólland, sem er ESB-ríki, en lætur sér ekki til hugar koma að taka upp evruna vegna þess að það er efnahagslega óskynsamlegt.
Engu að síður gæti Pólland þurft að taka upp ónýtan gjaldmiðil til að kaupa sér vernd gegn ásælni Rússa. Þjóðverjar og Rússar skiptu með sér Póllandi upphafi seinna stríðs. Núna, segir Fischer, þarf Pólland að ákveða hvar hagsmunum landsins er best borgið.
Þýskir fjölmiðlar ræða tillögu Fischer í samhengi við stórveldahagsmuni Evrópusambandsins annars vegar og hins vegar Rússa. Þeir vekja athygli á að Fischer, sem var utanríkisráðherra í stjórn jafnaðarmannsins Gerhards Schröder, talar af meiri andúð um Rússa en Schröder, sem djammaði með Pútín nýverið.
Evran er pólitískur gjaldmiðill, tillaga Fischer staðfestir það enn og aftur.
![]() |
Þjóðarsorg lýst yfir í Úkraínu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 3. maí 2014
Vinstrimenn á flótta með jarðýturnar
Jarðýtur áttu að jafna við jörðu bílskúra í vesturbænum til að þétting-byggðar þráhyggja vinstrimanna næði fram að gagna. Allt var klappað og klárt nema þá kom úps augnablik: kosningar eru í nánd og ekki víst að fólki finnist geðug jarðýtustefna vinstrimanna.
Samfylkingin og Björt framtíð felldu þess vegna eigin tillögu í borgarráði um að jafna við jörðu bílskúra til að troða fleira fólki á færri fermetra.
Ef kjósendur í Reykjavík kjósa aftur meirihluta Samfylkingar og Bjarta framtíð verður jarðýtustefnan komin á dagskrá í haust.
![]() |
Hverfisskipulagið fellt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 2. maí 2014
Framsókn er vörn fyrir flugvöllinn
Framsóknarflokkurinn er flokkur þeirra sem vilja flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni. Vinstriflokkarnir hatast við samgöngur, nema þær sem knúnar eru postulahestunum, og Sjálfstæðisflokkurinn er með einhverja loðmullu um að kjósa kannski eitthvað seinna um hvort mögulega skuli ef til vill flugvöllurinn fara eða vera.
Framsóknarflokkurinn er einn með skýra stefnu í flugvallarmálinu. Allir sem einhvers meta öryggissjónarmið og tengingu landsbyggðar og höfuðborgar hljóta að styðja Framsóknarflokkinn í Reykjavík.
X við B á kjördag. Ekki spurning.
![]() |
Segja flugvöllinn aðalkosningamálið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Föstudagur, 2. maí 2014
Háskólamenn og umræðan
Algengur misskilningur hjá háskólamönnum, sem gefa sig í pólitíska umræðu, er að hún lúti sömu lögmálum og fræðileg umræða. Fræðimenn í háskólum eru sérfræðingar á afmörkuðu sviði en pólitík er eðli málsins samkvæmt ekki einskorðuð við fræðasvið heldur er hún almennari.
Í pólitískri umræðu skiptir trúverðugleiki meira máli en fræðileg dýpt. Þeir háskólamenn sem afklæðast fræðiskikkjunni og gefa frá sér galgopalegar yfirlýsingar um pólitísk hitamál verða lengi að endurheimta tiltrú - ef þeir gera það nokkru sinni.
Í pólitískri umræðu er oft tekist á um mikla hagsmuni. Háskólamenn verða þess vegna gera ráð fyrir að fá ,,gusur" á sig, eins og Guðni Th. Jóhannesson orðar það.
Það er æskilegt að sem flestir taki þátt í umræðunni og háskólamenn verða að nálgast hana á réttum forsendum.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 2. maí 2014
VG 5% án Katrínar
Leiðtogar stjórnmálaflokka bera ábyrgð á fylgi þeirra. Formönnum er þakkað þegar vel gengur en krafðir um afsögn ef fylgið lætur á sér standa. Það er líka svo að oftast er samband milli fylgis flokka og orðspors formanna þeirra.
Í tilfelli VG málum öfugt farið. Þar stendur í brúnni vinsæll og virtur formaður, Katrín Jakobsdóttir, en fylgi flokksins er hallærislega lítið, varla prósentustigi yfir kjörfylgi síðustu kosninga sem gáfu 10,9%.
Án persónufylgis Katrínar væri VG líklega fimm prósent flokkur.
![]() |
Stuðningur við ríkisstjórnina eykst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 1. maí 2014
Benedikt hættur í Sjálfstæðisflokknum
Benedikt Jóhannesson, síendurkjörinn formaður félagsskapar ESB-sinna, sem einu sinni hétu Sjálfstæðir Evrópumenn, þá Sterkara Ísland en núna Já Ísland (og næst líklega Halló Hafnarfjörður), gefur það út í Fréttablaði ESB-sinna að margboðað framboð til borgarstjórnar Reykjavíkur er slegið af.
Fáir sinntu kalli Benedikts síendurkjörna. Jórunn heiðurskona úr síðasta sæti Sjálfstæðisflokksins í borginni hlýddi að vísu kallinu en það dugði ekki til.
Benedikt ætlar þó ekki að leggja árar í bát enda með annan öflugan liðsmann, Svein Andra, sem mun leggja til hugmyndafræðina í nýjan hægriflokk ESB-sinna. Í fréttinni í málgagninu segir
Hægri menn ætla að halda tvo undirbúningsfundi í vor. Í kjölfarið á að stofna nefnd sem á að hafa veg og vanda af því að stofna flokkinn.
Af þessu má ljóst vera að feikna gangur er í undirbúningnum, heilir tveir undirbúningsfundir haldnir á vormánuðum og þar smalað í sérstaka nefnd til að stofna flokkinn. Þegar stofnað er til fjöldahreyfingar sem á að kollvarpa hugmyndum okkar um stjórnmál verður að vanda til verka.
Benedikt hlýtur að vera hættur í Sjálfstæðisflokknum, fyrst hann er kominn á kaf i að stofna nýjan stjórnmálaflokk. Hvers vegna hefur enginn fjölmiðill sagt frá því að Benedikt Jóhannesson sé hættur í Sjálfstæðisflokknum?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 1. maí 2014
Þjóðríkjareglan og stjórnleysið í Evrópu
Úkraína er stjórnlaust land enda hlýðir ekki nema hluti landsmanna ríkisstjórninni í Kænugarði. Rússneski minnihlutinn er í reynd búinn að segja sig úr lögum við þjóðríkið Úkraínu.
Þjóðríkjareglan, sem dregin var af 14 punkta yfirlýsingu Wilsons Bandaríkjaforseta við lok fyrra striðs, er í upplausn.
Hvort Úkraína liðast formlega í sundur eða fundin verði leið að halda landinu að nafninu til í einu lagi , t.d. með því að skipta landinu upp í sambandsríki með víðtæka sjálfsstjórn, er ómögulegt að segja til um.
Hitt er öllum ljóst að umbrotaskeiðinu á meginlandi Evrópu er hvergi nærri lokið.
![]() |
Treystir ekki eigin hersveitum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 1. maí 2014
Forstjóri Marels hugsi sinn gang
Marel er í stórfelldum vandræðum. Hlutabréf í fyrirtækinu falla og starfsmönnum er sagt upp - sem þýðir minni vöxtur sem aftur vísar til enn lægra hlutabréfaverðs. Hluthafar kunna Árna Oddi Þórðarsyni forstjóra litlar þakkir fyrir frammistöðuna.
Árni Oddur ætti að íhuga stöðu sína, einkum og sérílagi þar sem hann fótar sig illa í hlutverki sínu sem forstjóri með því að gera Marel að slagsmálahundi í pólitík. Árni Oddur gaf starfsfólki Marels frí til að taka þátt í mótmælafundi Samfylkingar og ESB-sinna gegn ákvörðun ríkisstjórnar Íslands að afturkalla ESB-umsókn Samfylkingar.
Starfsfólk Marels starfaði ekki í þágu hluthafa þegar það fór úr vinnunni til að mótmæla í þágu forstjórans. Hluthafar voru ekki spurðir um þá stefnu forstjórans að beita starfsmönnum fyrir pólitískan vagn ESB-sinna. En hluthafar sitja uppi með reikninginn.
Árni Oddur hlýtur að íhuga sína stöðu.
![]() |
Hlutabréf í Marel hríðfalla í verði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 30. apríl 2014
Sjálfstæðisflokkurinn, flokkur fólksins
Pistill Guðmundar Magnússonar í Morgunblaðinu um ,,gamla" Sjálfstæðisflokkinn vakti marga til umhugsunar um móðurflokk íslenskra stjórnmála. Styrmir Gunnarsson birtir kjarnann úr pistlinum á Evrópuvaktinni.
Gamli Sjálfstæðisflokkurinn var flokkur hins frjálsa framtaks og athafnaskáldanna. En hann var líka jafnaðarflokkur sem byggði upp öflugustu félagsmálastofnun landsins í Reykjavík
Sjálfstæðisflokkurinn starfaði lengi undir kjörorðinu ,,stétt með stétt" sem lagði áherslu á öfgalaust borgaralegt samfélag.
Sértrúarhópurinn sem ætlar að kljúfa Sjálfstæðisflokkinn vegna ESB-umsóknar Samfylkingar starfar ekki í anda gamla Sjálfstæðisflokksins heldur stundar hann stjórnmál hótana, en sú pólitík er til vinstri eins og alþjóð veit.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 30. apríl 2014
Evrópustofa í innanlandspólitík
Birna Þórarinsdóttir framkvæmdastýra Evrópustofu boðaði til lokaðs fundar útvalinna kvenna til að kynna þeim væntanlegt hryggstykki í pólitískri brúarsmíð á Íslandi. Umrætt hryggstykki er Ragna Árnadóttir fyrrv. dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Jóhönnu Sig.
Bakgrunni fundarins er þessi: kvennaklúbbur samfylkingardeildar Sjálfstæðisflokksins vill byggja brú yfir í 12,9%-flokkinn.
Nú er eðlilegt að flokkar og flokksbrot á jaðri stjórnmálanna leit sér bandamanna. En það er heldur óviðkunnanlegt að Evrópustofa, sem er fullfjármögnuð áróðursmiðstöð ESB, skuli vera í milligöngu um pólitíska brúarsmíð á Íslandi.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)