Miðvikudagur, 13. maí 2015
Verkföll til að auka atvinnuleysi og verðbólgu
Verkalýðsforystan berst ekki ekki fyrir hagsmunum þeirra lægst launuðu með kaupkröfum sem ekki er innistæða fyrir. Næðu slíkar kauphækkanir fram að ganga yrði verðbólga fljót að éta upp kauphækkunina og hærri vextir myndu skila sér í færri atvinnutækifærum.
Hærri verðbólga og minni atvinna kæmist fyrst og verst niður á láglaunahópum. Á meðan þensla er í atvinnulífinu, eins og nú er, þá verða atvinnurekendur að yfirborga launataxta til að halda í starfsfólk. Við atvinnuleysi minnka yfirborganir enda nægt framboð af starfsfólki.
Ef verkalýðsforystan kanni ekki að gera aðra samninga en þá sem stuðla að verðbólgu og atvinnuleysi er illa komið fyrir samtökum launþega.
![]() |
Hvaða hagsmuni er verið að verja? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 13. maí 2015
Grikkir fái gevru - nýjan gjaldmiðil
Til að Grikkir komist út úr skuldavandanum verða þeir að fá nýjan gjaldmiðil sem yrði gjaldfelldur gagnvart evru og gerði Grikkland samkeppnishæft á ný. Grikkir vilja á hinn bóginn ekki úr evru-samstarfinu. Millivegur er að búa til gríska evru, gevru.
Þýskur bankamaður er sagður höfundurinn að gevrunni. Hann fékk áheyrn bæði hjá gríska fjármálaráðherranum og forsætisráðherra Grikklands, Alexi Tsipras.
Hugmyndin gengur út á að borga ríkisstarfsmönnum laun með gevrum. Gevran yrði lögeyrir í Grikklandi samhliða evrunni. Munurinn væri sá að gevran félli gagnvart evru, líklega á bilinu 30 til 60 prósent, og myndi þannig lækka launakostnað í landinu og gera almenning fátækari en landið samkeppishæfara.
Kosturinn við gevru-hugmyndina er að Grikkir þyrftu ekki að segja sig úr evru-samtarfinu, heldur væru þeir með tvo gjaldmiðla.
Ókosturinn er að gríska hagkerfið yrði formlega neðanjarðarhagkerfi á evru-svæðinu. Og ef þessu neðanjarðarhagkerfi myndi lukkast að bæta lífskjörin gæti það orðið fyrirmynd fyrir önnur evru-ríki. Sem myndi draga úr trúverðugleika evrunnar.
Umræðan um gevruna sýnir örvæntinguna í evru-samstarfinu, Grikklandi sérstaklega.
![]() |
Aðeins ein áætlun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 12. maí 2015
Flóttamenn og trúarátök í Evrópu
Þorri þeirra flóttamanna sem koma frá Miðausturlöndum til Evrópu er múslímskur. Ríki Evrópu og Evrópusambandið almenn stemma stigu við flóttamönnum frá þessum heimshluta sökum þess að múslímar aðlagast illa vestrænum samfélögum.
Herskáir múslímar, t.d. Ríki íslams, stórauka ótta almennings í Evrópu við aukið flæði innflytjanda.
Flóttamannastefna ESB, eins og hún birtist í áætlunum Mare Nostrum og Triton, þar sem skip undir ESB-fána, þ.m.t. íslenskt varðskip, bjarga frá drukknun flóttamönnum í hriplekum skipum, er gagnrýnd fyrir að vera leigubílaþjónusta í þágu smyglara.
Harla ólíklegt er að stjórnvöld í Evrópuríkjum samþykki að veita viðtöku auknum fjölda flóttamanna. Vandi flóttamanna verður leystur í heimaríkjum þeirra. Og það mun taka töluverðan tíma.
![]() |
Gagnrýnir innflytjendastefnu ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 12. maí 2015
Árni Páll virkjar Gullfoss og sundurlyndi
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, líkti tillögu atvinnuveganefndar um að bæta við virkjunarkostum án þess að fagleg umfjöllun hafi farið fram um þá við það að tilkynnt væri að virkja ætti Gullfoss.
Samfylkingarfélagi Árna Páls í Bjartri framtíð, Guðmundur Steingrímsson, ,,sagði að með tillögunni væri verið að færa sundurlyndisfjanda inn í þingsalinn."
Það mætti framleiða nokkur megavött með ýkjum og sundurlyndi í þingsalnum við Austurvöll.
![]() |
Ramminn ekki af dagskrá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 12. maí 2015
Hvernig á ekki að vinna úr ósigri
Vinstrimenn á Íslandi gætu lært af sálufélögum sínum í Verkamannaflokknum breska hvernig á að taka ósigri í kosningum. Að tók sumir samfylkingarkast á lýðræðið og hraunuðu yfir sigurvegarana.
En jafnt yfir fara trúnaðarmenn Verkamannaflokksins yfir lélegustu úrslit í meira en þrjátíu ár með það í huga hvað megi læra af viðbrögðum kjósenda. Og það er ekki steintaflan misheppnaða sem skýrir tapið.
Kjósendum fannst Verkamannaflokkurinn gleyma að metnaður sé heilbrigður. Áhersla flokksins var öll á að úthluta opinberum gæðum en ekki hvatning til sjálfsbjargar. Þetta er greining bróður formannsins sem varð að víkja í kjölfar ósigursins.
Man einhver eftir umræðu meðal vinstriflokkanna á Íslandi eftir sögulegan ósigur vorið 2013?
Afstaða vinstrimanna var að kjósendur hefði brugðist. Þau viðbrögð kunna ekki góðri lukku að stýra. Enda eru vinstriflokkarnir enn í pólitísku útlegðinni sem kjósendur sendu þá í fyrir tveim árum.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 12. maí 2015
Ísland hf. og skipting þjóðarkökunnar
Einkaeign og almannaeign eru hugtök sem lengi vel vísuðu í tvær andstæðar þjóðfélagsgerðir, kapítalisma og sósíalisma. Án verulegrar umræðu er þriðja þjóðfélagsgerðin óðum að yfirtaka hinar tvær.
Lífeyrissjóðir eru ráðandi í eignarhaldi á atvinnufyrirtækjum. Auðlindir í fiskimiðum og vatnsföllum eru sameiginleg eign þjóðarinnar. Yngsta atvinnugreinin, ferðamannaþjónusta, þrífst á því að selja aðgang að landinu okkar.
Þegar það liggur fyrir að við eigum efnisleg verðmæti að stærstum hluta saman er það aðeins spurning um útfærslu hvernig við skiptum verðmætunum á milli okkar.
Og þótt útfærslan geti verið snúin, enda í mörg horn að líta, er það okkur ekki ofviða að finna ásættanlega lausn fyrir alla.
![]() |
Komið að atvinnurekendum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 11. maí 2015
Vinstriflokkarnir ala á úlfúð og andstyggð
Allt síðasta kjörtímabil var hver höndin upp á móti annarri í samfélaginu. Ríkisstjórnin sem ábyrgð bar á ófermdarástandinu var samstjórn Vinstri grænna og Samfylkingar - fyrsta hreina vinstristjórn lýðveldisins.
Flokkarnir fengu meirihluta vorið 2009, Vg 22% fylgi og Samfylkingin 30%. Eftir fjögur ár með samfélagsófriði vinstrimanna gafst þjóðin upp og beinlínis slátraði flokknunum tveim í kosningunum 2013. Vinstri grænir fengu 10,9% fylgi og Samfylking 12,9%.
Vinstriflokkarnir lærðu ekki sína lexíu. Enn klifa þeir á úlfúðarstefinu og kynda undir óeiningu. Í umræðum á alþingi í dag svaraði ábyrgur fjármálaráðherra götustrákum vinstriflokkanna.
Fjármálaráðherra greindi stöðuna á vinnumarkaði á yfirvegan hátt en götustrákarnir gerðu hróp, enda kunna þeir ekki annað.
![]() |
Kjaramálin brunnu á þingmönnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 11. maí 2015
Lífeyrissjóðirnir styðja Albaníu-fyrirmynd Ásdísar Höllu
Lífeyrissjóðir launþega styðja við bakið á einkarekinni heilbrigðisþjónustu sem er til höfuðs þeirri opinberu. Samkvæmt Stundinni vinna einir 12 lífeyrissjóðir með Ásdísi Höllu Bragadóttur, fyrrverandi bæjarstjóra Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ, að einkarekinni heilbrigðisþjónustu.
Ásdís Halla gat sér til frægðar að segja íslenska heilbrigðiskerfið eftirbát þess albanska.
Verkalýðsforystan stjórnar lífeyrissjóðunum til móts við atvinnurekendur. Eftir því sem fyrirkomulagið festist í sessi styttist í að enginn munur verður á auðmannaelítunni, hvort heldur hún komi frá ASÍ eða SA.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 11. maí 2015
Stríð við BBC, skuldauppgjöf hjá RÚV
Íhaldsmenn í Bretlandi ætla í stríð við BBC, segir í frétt Telegraph, m.a. fyrir sakir hlutdrægni breska ríkisútvarpsins. Menntamálaráðherra Sjálfstæðisflokksins er á hnjánum fyrir framan RÚV og ætlar að gefa áróðursmiðstöð vinstrimanna nokkra milljarða.
BBC er umdeilt og er með ýmislegt sér til ágætis. RÚV er umdeilt og fátt sem mælir með óbreyttum rekstri.
Ef Illugi getur ekki staðið í fæturna gagnvart RÚV er nærtækt að láta Vigdísi Hauksdóttur taka þar til hendinni.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 11. maí 2015
Hærri persónuafsláttur bætir lægstu launin mest
Öflugt innspil ríkisstjórnarinnar í kjaradeilurnar er tillaga um að hækka persónuafslátt. Slík hækkun kemur sér best fyrir þá hópa sem eru með lægstu launin.
Með hærri persónuafslætti hækkar sá hluti launanna sem launþeginn heldur eftir hlutfallslega mest hjá þeim sem eru launalægstir.
Verkalýðshreyfingin hlýtur að fanga þessu útspili ríkisstjórnarinnar.
![]() |
Tvö skattþrep í stað þriggja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)