Mánudagur, 10. ágúst 2015
Fjölmenning er skálkaskjól ómenningar
Fjölmenning er íslenskun á erlenda hugtakinu ,,multiculturalism" sem var búið til í Evrópu sem valkostur við þjóðmenningu. Fjölmenning varð til sem pólitísk stefna í kjölfar innflytjendastraums til Vestur-Evrópu áratugina eftir seinna stríð.
Í nafni fjölmenningar voru innflytjendur hvattir að halda í menningu heimaslóða, sem aftur leiddi til þess að innflytjendur aðlögðust síður menningu nýrra heimkynna. Önnur afleiðing fjölmenningar var að menningarkimar innflytjenda fóstruðu með sér andstyggð á nærumhverfi sínu og efndu jafnvel til hryðjuverka, til dæmis árás breskra múslíma á meðborgara sína sumarið 2005 þegar yfir 50 saklausir Bretar féllu.
Fjölmenning er orðið skammaryrði í Vestur-Evrópu enda hugtak um misheppnaða innflytjendastefnu. Leiðtogar stærstu ríkja Vestur-Evrópu. Bretlands, Frakklands og Þýskalands gáfu út yfirlýsingar sumarið 2011 um að horfið skyldi frá fjölmenningarstefnu.
Atburðir, sem standa okkur nærri, staðfesta að fjölmenning er skálkaskjól fyrir ómenningu. Danskfæddur múslími ákvað á liðnum vetri að drepa menn sem ekki sýndu spámanningum næga virðingu. Hryðjuverkamaðurinn var skotinn af lögreglu. Við útförina mættu 600 til 800 hundruð manns til að sýna samstöðu með morðingjanum.
Þegar fjölmenning rennur sitt skeið í Evrópu sýnast íslenskir vinstrimenn þess albúnir að taka hana upp á sína arma. Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur mærir fjölmenningu í vikulegum pistli í Fréttablaðinu. Að hætti áróðursmanna býr Guðmundur Andri til ímyndaðan andstæðing, strámann, úr fjölmenningu og kallar fámenningu - sem hann, auðvitað, dundar sér við að salla niður.
Sigurður Nordal skrifaði fyrir daga fjölmenningar bókina Íslensk menning. Þar segir á bls. 31 að vanmetakennd sumra Íslendinga leiði þá í ,,freistni hroka eða undirlægni, þröngsýni eða apaskapar." Greining Sigurðar hittir fyrir vinstrimenn í fjölmenningartrúboði.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Mánudagur, 10. ágúst 2015
Kúrdar, Rússar og ruglið í utanríkisstefnu Íslands
Ísland er sem Nató-ríki ábyrgt fyrir morðárásum Tyrkja gagnvart Kúrdum. Ísland er sem taglhnýtingur ESB í viðskiptastríði við Rússa vegna stórveldaátaka í Úkraínu.
Við eigum að fordæma árásir Tyrkja á Kúrda og afturkalla stuðning okkar við Evrópusambandið í deilu þess við Rússa um forræði yfir Úkraínu.
Utanríkisstefna Íslands virðist mótuð í siðferðislegu tómarúmi þar sem þeir ráða för er búa að skertustu dómgreindinni. Útkoman er eftir því: Ísland styður morð á Kúrdum og tekur þátt í aðför að öryggishagsmunum Rússa.
![]() |
390 Kúrdar féllu á tveimur vikum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 9. ágúst 2015
Jón Gnarr taki við Bjartri framtíð
Besti flokkur Jóns Gnarr gekk í bandalag við flokkaflakkarana Guðmund Steingríms og Róbert Marshall til að stofna Bjarta framtíð.
Nú er Björt framtíð í tortímingarhættu þrátt fyrir merkilegt framlag til íslenskra stjórnmála, eins og að breyta klukkunni og að Ísland borgi evru-skuldir Grikkja.
Er ekki tímabært að guðfaðirinn axli ábyrgð á króganum? Jón Gnarr hlýtur að þekkja sinn vitjunartíma.
![]() |
Formaðurinn meti stöðu sína |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 9. ágúst 2015
Flóttamenn og lífsgæði
Flóttamenn frá Afríku og Mið-Austurlöndum sækjast eftir lífsgæðum Evrópu. Lífsgæði Evrópu eru takmörkuð gæði sem gengið yrði á ef Evrópa tæki við öllum þeim flóttamönnum sem þar knýja dyra.
Stjórnmál í Evrópu eru óðum að snúast gegn viðtöku flóttamanna einmitt vegna þess að almenningur metur það svo að það gangi á lífsgæðin eftir því sem flóttafólki fjölgar.
Eina varanlega lausn á flóttamannavandanum er að Afríka og Mið-Austurlönd bjóði íbúum sínum upp á sambærileg lífskjör og þekkjast í Evrópu. Það gæti tekið nokkurn tíma.
![]() |
Reyndi að smygla 18 flóttamönnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 9. ágúst 2015
Orðspor á meira en milljón
Nytjahlutir eru með tvöfalt verðgildi. Maður kaupir sér úlpu til að skýla sér í vondu veðri og borgar fyrir í samræmi við það hlutverk úlpunnar. Í öðru lagi er verðgildi nytjahluta metið eftir orðspori. Markaðssetning og tíska myndar þetta orðspor.
Þegar vel tekst til myndar orðspor hlutar meiri verðmæti en notagildið.
Dæmi um það er Egg-stóll sem selst notaður á 1,3 m.kr. Þessir stólar eru mest til að horfa á en minnst til að sitja í.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 8. ágúst 2015
Einn bannaður í Úkraínu, annar í Rússlandi
Franski leikarinn Géerard Deperdieu er bannaður í Úkraínu vegna stuðnings við Rússa. Í Rússlandi sjálfu eru bækur sagnfræðingsins Anthony Beevor bannaðar í skólum sökum þess að hann styður Rússa ekki nógu mikið (les: Beevor segir frá nauðgunum rússneskra hermanna á þýskum konum í lok seinna stríðs.).
Austur-Evrópa er enn á því menningarstigi að banna eitt og annað sem ekki fellur að opinberri stefnu.
Vesturlönd banna ekki menningu, aðeins viðskipti. Og það er óendanlega merkilegra. Eða þannig.
![]() |
Slökkt á Depardieu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 8. ágúst 2015
Ef bændur framleiddu fatnað og raftæki
Verslunin í landinu, með fákeppnisfyrirtækið Haga í broddi fylkingar, hamast á bændum landsins og telur þá stunda viðskiptahætti er haldi uppi vörurverði.
Flestir vita að bændur framleiða mat fyrst og fremst. En ekki fatnað og raftæki.
En raftæki og fatnaður eru hvergi í Evrópu dýrari en á Íslandi.
Hvers vegna þegja nær allir fjölmiðlar um þessa staðreynd? Er það vegna auglýsingahagsmuna hjá versluninni?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 8. ágúst 2015
Flokkaflakkarar á leið til hægri
Forystumenn Bjartar framtíðar, Guðmundur Steingrímsson og Róbert Marshall, eru flokkaflakkarar sem leita uppi örugg þingsæti fyrir kosningar. Félagarnir fengu stuðning að stofna Bjarta framtíð frá Össuri Skarphéðinssyni, yfirplottara Samfylkingar, undir þeim formerkjum að veiða upp óánægjufylgi á vinstri kantinum.
Óánægja kjósenda vinstriflokkanna var svo megn síðustu þingkosningar að fylgið fór yfir á Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk sem fengu meirihluta.
Þeir Guðmundur og Róbert leita hófanna eftir hægrafylgi með því að afneita móðurflokknum, Samfylkingunni. Björt framtíð er í meirihlutasamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn í Hafnarfirði og Kópavogi. Félagarnir sjá fyrir sér að hoppa á hægrivagninn í íslenskri pólitík.
Með 4,4 prósent fylgi mun enginn líta við Bjartri framtíð og skiptir engu hvort Guðmundur og Róbert leita til hægri eða vinstri.
![]() |
Glímir við forystukreppu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 7. ágúst 2015
Bankar tileinki sér hófstillingu
Bankar eru á Íslandi það sem kynþáttahyggja er í Þýskalandi; svolítið viðkvæmt mál í pólitískri umræðu. Bankarnir gerðu Ísland nærri gjaldþrota og bankamenn eru helstu glæpamenn hrunsins.
Landsbankinn var djarfur að ætla sér höfuðstöðvar á dýrustu lóð landsins. Samstillt átak stjórnmálamanna og almennings þurfti til að koma vitinu fyrir Landsbankamenn.
Bankar og bankafólk gerir vel í að stíga varlega til jarðar á opinberum vettvangi og derra sig ekki meira en brýnasta nauðsyn krefur.
![]() |
Frestun breytir engu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 7. ágúst 2015
Rangt mat utanríkisráðuneytisins á Úkraínudeilunni
Utanríkiráðuneytið leggur rangt mat á Úkraínudeiluna og í framhaldi eru teknar rangar ákvarðanir um stuðning Íslands við viðskiptabann Bandaríkjanna og ESB á Rússa.
Í vetur var tekin saman greining á Úkraínudeilunni sem rétt er að endurbirta í ljósi umræðunnar
Evrópusambandið með Nato sem hernaðarvæng víkkuðu út áhrifasvæði sitt í austur og innbyrtu Eystrasaltsríkin, Pólland, Rúmeníu og Búlgaríu. Rússum stafaði ógn af þessari útþenslu og létu vesturlönd vita skýrt og ákveðið að öryggishagsmunum Rússlands væri ógnað með útþenslu ESB og Nato í austur.
John J. Mearsheimer rekur útþenslu ESB/Nato skilmerkilega í grein í Foreign Affairs og leggur ábyrðina á Úkraínudeilunni alfarið á herðar vesturveldanna.
Evrópa er í stríði í Úkraínu, skrifar fyrrum utanríkisráðherra Þýskalands, Joschka Fischer. Þegar sambandssinnar eins og Fischer nota orðið ,,Evrópa" eiga þeir við Evrópusambandið.
Úkraína var leið Napoleóns og Hitler inn í Rússland á tveim síðustu öldum. Engin rússnesk stjórnvöld gætu liðið að Úkraína yrði ESB/Nato-ríki með þeirri ógn sem sú staða yrði fyrir öryggishagsmuni Rússa.
Evrópusambandið er hallt undir landvinninga í austri enda vegur það upp á móti upplausnarástandinu innan landamæra ESB þar sem evru-kreppan klýfur samstöðuna. Í augum manna eins og Fischer og ýmissa álitsgjafa er vandamálið á hinn bóginn Pútin og hann gerður að hálfgerðum brjálæðingi.
Ófriðurinn í Evrópu verður ekki leystur í bráð. Deila ESB/Nato við Rússa í Úkraínu verður báðum aðilum dýrkeypt. Þjóðverjar eru óðum að átta sig á því að vopnavæðing úkraínskra stjórnvalda leysir ekki vandann heldur eykur hann.
Úkraínudeilan er dæmigerð valdastreita stórvelda. Ísland á ekki aðild að þessari deilu og ætti ekki að taka afstöðu til deilenda.
Utanríkisráðuneytið er undir hæl ESB-sinna. Aðalsamningamaður Össurar Skarphéðinssonar fyrrv. utanríkisráðherra, sem fór fyrir misheppnuðustu og dómgreindarlausustu diplómatíu sögunar frá Gamla sáttmála að telja, var gerður að ráðuneytisstjóra af Gunnari Sveini Bragasyni, sitjandi utanríkisráðherra. Gunnar Bragi fékk ekki kosningu til að auka vægi ESB-sinna í stjórnsýslunni.
Undir stjórn Gunnars Braga og ESB-sinna í ráðuneytinu var skrifað vísvitandi óskiljanlegt bréf um afturköllun ESB-umsóknar Íslands. Mistökin í tengslum við Úkraínudeiluna eru sömu ættar: ráðuneytið tekur hagsmuni ESB fram yfir íslenska hagsmuni.
Til að bjarga pólitískri framtíð sinni þarf Gunnar Bragi utanríkisráðherra að skipta um ráðuneytisstjóra um leið og hann tekur Ísland af lista þeirra þjóða sem styðja viðskiptabann á Rússa.