Fimmtudagur, 15. október 2015
Ríkisstjórnin sýni aðhald og fordæmi
Kjarasamningar síðustu missera voru afleiðing af tveim ánægjulegum þáttum í hagkerfinu. Í fyrsta lagi var kreppan kvödd með þeim langa skugga sem hún varpaði yfir á atvinnulífið, að ekki sé talað um þjóðlífið almennt.
Í öðru lagi vann ríkisstjórnin stórsigur gagnvart kröfuhöfum þrotabúa föllnu bankanna og setti saman áætlun sem losar Ísland undan snjóhengjunni, sem svo var nefnd, og átti að falla með miklum þunga á efnahagskerfið.
Þenslan sem bjartsýni síðustu missera leiddi af sér verður að ná stjórn á. Ríkisstjórnin þarf að sýna aðhald og halda að sér höndum í eyðslu. Vextir verða að hækka til að hemja framkvæmdagleðina, - svo hún endi ekki með timburmönnum verðbólgu.
![]() |
Þenslueinkenni þegar sýnileg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 15. október 2015
Rökvillur Gylfa ASÍ-forseta
Fæstir félagsmenn ASÍ-verkalýðsfélaga eru í vinnu hjá ríki og sveitarfélögum. Stór hluti ASÍ-launamanna starfar í fyrirtækjum þar sem lífeyrissjóðir verkalýðshreyfingarinnar eru með ráðandi hlut.
Þegar Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ ber saman kjarasamninga á almenna vinnumarkaðnum og þeim opinbera leggur hann að jöfnu appelsínur og epli. Kjarasamningar á almenna markaðnum eru um lágmarkskaup á meðan opinberir starfsmenn semja um rauntaxta. Lágmarkskaup á almennum markaði er iðulega yfirborgað einkum á tímum lítils atvinnuleysis eins og nú er.
Ef Gylfi forseti meinti eitthvað með orðræðunni að ,,jafna hlut" ASÍ-félaga gæti hann byrjað á því að beita sér fyrir gegnsæju launabókhaldi fyrirtækja í eigu lífeyrissjóðanna.
Á meðan ASÍ jafnar ekki launakerfið á heimavelli eru ómerk orð forseta ASÍ um samjöfnuð við opinbera starfsmenn.
![]() |
Ný, óvænt og alvarleg staða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 14. október 2015
Karlmennska undir ágjöf femínista
Karlmennska er að væla ekki, taka áföllum með æðruleysi og finna lausnir á aðsteðjandi vanda.
Femínisminn óskar sér móðursjúkra karla sem velta sér upp úr vandamálum líkt og tík eltir eigin rófu.
Femínísk karlmennska er mótsögn.
![]() |
Skaðleg áhrif karlmennskunnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Miðvikudagur, 14. október 2015
Guðjón vildi dæma í eigin sök
Maður þarf ekki próf í lögum til að vita að dómari sem ætlar að dæma í eigin sök er kominn á hálan ís, svo ekki sé meira sagt.
Guðjón St. Marteinsson héraðsdómari kaus að taka persónulega uppákomu vegna vanhæfis meðdómara. Eftir það átti Guðjón hvergi að koma nálægt málsmeðferð mála sérstaks saksóknara.
Góðu heilli tók hæstiréttur fram fyrir hendur Guðjóns sem vildi stunda einkaréttlæti í opinberu máli.
![]() |
Guðjóni gert að víkja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 14. október 2015
Evrópa er ekki örugg fyrir sjálfri sér
Schengen-samstarf ESB-ríkja, sem Ísland á aðild að, hrundi þegar flóttamenn frá mið-austurlöndum og Afríku gerðu áhlaup á sameiginleg landamæri Evrópusambandsins. Það kom á daginn að á bakvið sameiginleg landamæri var ekki sameiginleg stefna um aðgerðir þegar landamærunum var ógnað.
ESB-ríkin tóku hvert af öðru upp landamæravörslu og viku Schengen-reglum til hliðar. Merkel kanslari Þýskalands boðar að 20 daga framhald verði á afnámi Schengen-samstarfsins. Það er bjartsýni.
Meirihluti Þjóðverja er á móti þeirri stefnu Merkel að taka við milljón flóttamönnum. Aðeins einn af hverjum fimm Þjóðverjum eru hlynntir. Þýsk stjórnvöld munu taka mark á þessari afstöðu þýsku þjóðarinnar. Þar af leiðir verður Schengen-samstarfið ekki endurvakið enda treysta þýsk stjórnvöld ekki öðrum evrópskum ríkjum fyrir þýskum landamærum.
![]() |
Vilja tryggja öryggi og reglu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 13. október 2015
Enginn menntar sig til atvinnuleysis
Menntun sækir fólk sér í skóla, en líka utan þeirra. Enginn er knúinn í skóla eftir að skólaskyldu lýkur, - við útskrift úr grunnskóla. Menntun er frjálst val, líkt og hjónaband. Enginn á heimtingu á hamingju þótt hann sé í hjónabandi.
Einstaklingur sem ákveður að leggja fyrir sig tiltekna háskólagrein, hvort heldur sagnfræði, líffræði, viðskiptafræði eða verkfræði, getur gert kröfu um að fá tiltekið starf út á menntunina.
Ef bókasafnsfræðingur fær ekki starf á sínu sviði, en getur valið úr margvíslegum öðrum störfum, er varla hægt að líða önn fyrir hans hönd.
Ef það er svo að menntaðir einstaklingar glíma fremur við atvinnuleysi en ómenntaðir er guðlegri forsjá fyrir að þakka. Sá menntaði er til muna betur í stakk búinn að vera atvinnulaus en sá ómenntaði. Það er galdur menntunar.
![]() |
Staða háskólamenntaðra batnar minnst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Þriðjudagur, 13. október 2015
ESB-ríkin eru ekki fullvalda
Fullvalda ríki leggja á skatta og ákveða fjárlög. Allt frá miðöldum er þetta hluti af skilgreiningunni á fullveldi, sbr. Stórasáttmála (Magna carta). Byltingar eru gerðar vegna deilna um skattamál, sú ameríska frá 1776 er nærtækt dæmi.
Þegar það liggur fyrir að ríki Evrópusambandsins eru ekki lengur sjálfráð um að afla skatta og eyða þeim samkvæmt vilja þjóðþinga sinna þá er deginum ljósara að þau eru ekki lengur fullvalda.
Evrópusambandsaðild og fullveldi eru ósamrýmanleg hugtök.
![]() |
Hafnar fjárlagafrumvarpi Spánar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 12. október 2015
Vinstri grænir: ESB-flokkur eða ekki?
Meirihluti þingflokks Vinstri grænna studdi ESB-umsókn Samfylkingar 16. júlí 2009. Katrín Jakobsdóttir var ein þriggja þingmanna Vg sem studdi umsóknina þótt hún í orði kveðnu segðist mótfallin aðild.
Eftir 16. júlí 2009 var Vg orðinn ESB-flokkur, þrátt fyrir yfirlýsta andstöðu við aðild. Í kosningunum vorið 2013 hafði Vg þá stefnu að semja skyldi við ESB um aðild.
Á landsfundi Vg hlýtur flokkurinn að segja af eða á. Hálfvelgja í afstöðunni til aðildar að ESB er óboðleg kjósendum.
![]() |
Landsfundur VG síðar í mánuðinum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 12. október 2015
Slæmur rekstur yrði verri með auknu skattfé
Sum sveitarfélög eru illa rekin og einhver þeirra skelfilega, t.d. Reykjanesbær, Hafnarfjörður og Reykjavík.
Sveitarfélög verða að ná tökum á rekstrinum, skera niður og hagræða.
Ríkið á ekki að verðlauna rekstrarskussa með auknu skattfé. Vont yrði verra með slíkum ráðstöfnunum.
![]() |
Sakar sveitarstjórnir um ábyrgðarleysi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 12. október 2015
Ísland er alþjóðleg fyrirmynd í hagstjórn
Ísland sparar, greiðir niður skuldir og er með heilbrigða vexti. Núllvextir margra seðlabanka eru ófær leið til hagsældar, segir yfirmaður OECD á ársfundi Alþjóða gjaldeyrissjóðsins.
Með eigin gjaldmiðil gátu Íslendingar spyrnt sig hratt frá kreppunni. Aðrar þjóðir fóru þá leið að lækka vexti til að hleypa lífi í hagkerfið. Núllvextir og peninaprentun leiddu til stóraukins ójöfnuðar enda nýttu fyrirtæki og eignafólk sér lága vexti til eignaauka.
Angel Gurria yfirmaður OECD varar núllvaxtaþjóðir við stöðunni; það gengur ekki að peningaprenta sig úr kreppu.
![]() |
AGS staðfestir endurgreiðsluna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)