Píratar og skítamixið sem gerir okkur ríka jafnréttisþjóð

Píratar eru enn á anal-stiginu í hagfræði; formæla krónunni sem gerir okkur að ríkri þjóð og kallar það ,,skítamix" sem dreifir kostnaði milli lífeyrisþega sem eiga fjármagn og íbúðarkaupenda sem taka lán.

Sá hluti þjóðarinnar sem fyrirlítur sjálfa sig kýs Pírata í könnun. Það er í kringum þriðjungur okkar.

Í aðdraganda kosninga afhjúpast bernska Pírata. Bernskir Íslendingar fullir sjálfshaturs eru kannski 15 prósent. Helmingur þeirra greiddi Pírötum atkvæði sitt á kjördegi.


mbl.is Píratar njóta enn mest fylgis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkið, auðmenn eða lífeyrissjóðir

Þrír aðilar gætu orðið eigendur að Íslandsbanka: ríkið, auðmenn eða lífeyrissjóðir. Við höfum nýfengna reynslu af því að íslenskir auðmenn eru spilltir inn að beini og setja banka á hausinn.

Þá eru eftir tveir aðilar. Lífeyrissjóðir eru félagslega byggðir upp en engu að síður lokaður klúbbur, m.a. til að hindra að kverúlantar nái tökum á fjármagni launafólks. Lokaður klúbbur lífeyrissjóða ber spillinguna í sér, samanber hversu illa þeim tókst til við að hreinsa sig af óþverra útrásarinnar þegar lífeyrissjóðir voru meðhlauparar útrásarauðmanna.

Ríkið býr við lýðræðislegt aðhald. Með faglegu aðhaldi seðlabanka eru tveir ríkisbankar, Íslandsbanki og Landsbanki, skásti kosturinn.


mbl.is Sameining kemur til álita
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klíkukapítalismi og líf ríkisstjórnarinnar

Frjálshyggjumenn, t.d. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, greina þá meginástæðu fyrir hruninu 2008 að þar hafi klíkukapítalismi ráðið ferðinni. Þetta má kalla lágmarksskilgreiningu á hruni - aðrir vilja meina að fleira hafi brugðist. 

Klíkukapítalismi lýsir sér þannig að fámennur hópur manna skiptir sér í nokkrar klíkur og verslar sín á milli með eigur og gæði í lokuðu rými spillingar. Í útrás skiptu nokkrar klíkur gæðum lands og þjóðar á milli sín.

Þrátt fyrir að sumir klíkubræður úr tímum útrásar fái fangelsisdóma síðustu misseri eru ekki skortur á nýjum bræðrum í nýjar klíkur. Gleymska er systir hennar græðgi.

Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar fær ekki stærra verkefni í hendurnar en að koma í veg fyrir nýjan klíkukapítalisma. Stærsta verkefnið vegna þess að ef ríkisstjórninni tekst ekki að koma böndum á klíkuvæðinguna eru dagar hennar taldir.

 


mbl.is Ekki svigrúm fyrir svona framgöngu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfrungahlaup auðmanna - afturábak

Auðmenn sannfærðu sjálfa sig og meðhlaupara sína á dögum útrásar að þeir væru sérstakt afbrigði af einstaklingum og gætu sem slíkir ekki gert neitt rangt. Samfélagið smitaðist af stórmennsku auðmannanna.

Stjórnmálaflokkar, jafnvel þeir sem sögu sinnar vegna ættu ekki að leita í smiðju auðmanna, fengu þá til messa á landsfundum sínum, sbr. Björgólfur Guðmundsson á landsfundi Samfylkingar.

Eftir hrun, þegar kíkt var undir vélarhlíf auðmanna, kom á daginn að lög og reglur voru þverbrotin, að ekki sé talað um góða siði og háttu í viðskiptum. Samfélagið setti lögreglu og saksóknara í málið, líkt og siðuð samfélög gera.

Samkvæmt réttum skilningi á lögum er í prinsippinu aðeins ein niðurstaða möguleg í hverju dómsmáli. Í málsferli auðmanna berjast lögmenn þeirra og almannatenglar með kjafti og klóm, innan og utan réttarsalar, fyrir sýknu. Saksóknari sækir málið nær eingöngu fyrir dómstólum. Endanlegt dómsvald er í höndum hæstaréttar Íslands.

Þegar hæstiréttur dæmir í málum auðmanna og annarra er komin ein og sönn niðurstaða. En auðmenn una ekki niðurstöðu hæstaréttar þegar hún er þeim í óhag.

Aðferð auðmanna er öfugt höfrunahlaup, þeir reyna ekki lengur að skara framm úr heldur niður úr. Þeir vilja telja okkur trú um að auðmennirnir sjálfir hafi verið fullkomlega saklausir af útrásarglæpum. Í reynd var það fólkið sem keypti sér flatskjái er ber ábyrgðina á öfgum útrásar.

Öfugt höfrungahlaup auðmanna slær í gegn hjá sumum, sem telja að auðmenn séu saklaus fórnarlömb. Enda eru sjö ár frá hruni og margt gleymist á skemmri tíma.


Lág verðbólga, hagvöxtur og frekja til vansa

Atvinnurekendur og verkalýðshreyfingin bera sameinginlega ábyrgð á stöðugleika á vinnumarkaði. Það er engin hemja að þegar ríkisstjórnin er búin að dekka borðið með lágri verðbólgu og stöðugum hagvexti komi frekjuliðið rústi efnahagskerfinu.

Það stendur upp á verkalýðshreyfinguna, bæði ASÍ-félögin og þau opinberu, að keyra hér kjarabaráttu sem er byggð á raunverulegum verðmætum, sem til skiptanna eru.

Þá er það hlutverk atvinnurekenda, forstjóra og millistjórnenda, að taka sér ekki stærri bita af kökunni en þeim ber.

 


mbl.is Þegar búin að fara fram yfir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Chaplin, Hitler og listin í foringjabyggingunni

Líkt og fyrirmyndin, Adolf Hitler, var einræðisherra Chaplins hrifinn af stórum byggingum með breiðum stigum og löngum göngum inn í sali þar sem vítt var til veggja og hátt til lofts.

Byggingar Hitlers týndu tölunni í stríðinu vegna loftárása á Þýskaland. Eftir stríðið voru sumar sprengdar í loft upp til að ryðja burtu bautasteinum nasismans.

Foringjabyggingin í München fékk að standa. Hún hýsir í dag tón- og leiklistarskóla. Í München varð nasistaflokkurinn til. Hingað kom Hitler 1913 og hér skráði hann sig í bæverska herinn til að berjast í fyrra stríði. Í München sleikti hann sárin eftir að fyrra stríði lauk, fékk vinnu við njósna um pólitíska öfgaflokka og gekk einum þeirra á hönd, sem félagi nr. 555, eða 55 þar sem félagaskráin byrjaði á 500.

Foringjabyggingin í München var byggð eftir að Hitler komst til valda. Rétt fyrir seinna stríð var frægur fundur haldinn í byggingunni. Þar hittu einræðisherrarnir Hitler og  Mússólíni þá Chamberlain og Daladier leiðtoga Breta og Frakka. Samkomulagið í München átti að tryggja friðinn í Evrópu með því að gefa Hitler Súdetahéruð Tékkóskóvakíu.

Chamberlain flaug heim til London með bréf undritað af Hitler og sagði hafa tryggt ,,peace in our time".

Münchenarsamkomulagið haustið var leiksýning Hitlers. Hann var löngu búinn að ákveða að örlög Þýskalands væru að drottna yfir Evrópu.    


mbl.is Chaplin á „dauðalista“ Hitlers
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trúarsannindi

Í samtímanum er öll trú kukl. Samt eru engir valkostir við trú. Þörf mannsins fyrir trú er staðfest í öllum menningarsamfélögum á öllum tímum. Trúarþörfin er svo rík að vantrú er boðuð með trúarsannfæringu.

Öll trú stendur á gömlum merg og er eftir því íhaldssöm.

Trú er ekki tilboð um málamiðlun. Eðli trúarinnar er sannindi sem maður samþykkir eða hafnar.

Í vestrænni menningu er trúin ekki lengur opinber heldur persónulegur kostur.


mbl.is Fyrstu hjónin í dýrlingatölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ungverjar í skítverkum ESB

ESB-ríkin í Vestur-Evrópu reyna hvað þau geta að bæja frá farandfólki úr öðrum heimshlutum án þess að tapa andlitinu og viðurkenna að hvorki er pólitískur vilji né fjárhagsleg geta að taka á móti öllum þeim sem óska sér hælis.

Ungverjar taka að sér að hamla gegn stjórnlausu flæði farandfólks til Vestur-Evrópu og verið úthrópaðir sem fasistar af góða fólkinu. 

Múslímar eru í afgerandi meirihluta þeirra sem leita hælis í Evrópu. Einhverjir þeirra eru staðráðnir í að tileinka sér ekki vestræn gildi. Fréttir af ofsóknum múslíma gegn þeim fáu kristnu sem eru meðal farandfólks gefa til kynna að vandræðin við aðlögun múslíma að vestrænum þjóðfélögum verða ekki leyst í bráð.

Ungverjar þakkir frá sumum í Vestur-Evrópu sem meta stöðuna raunsætt. Kristilegir demókratar í Bæjaralandi, sem eru í ríkisstjórn með Merkel kanslara, buðu Viktor Orbán forsætisráherra Ungverjalands fyrir skemmstu. En það þykir ekki fínt í stássstofum ESB-ríkja að bjóða heim Viktori sem reisir girðingar mót múslímum.


mbl.is Loka landamærunum við Króatíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Byltingar-Jóhanna og barnið Árni Páll

Stjórnarskráin er ,,baráttan um Ísland" segir Jóhanna Sigurðardóttir í ræmu um síðustu daga fyrstu hreinu vinstristjórnar lýðveldisins. Orðfærið er þrungið byltingarmóði.

Bylting er þegar gömlu valdakerfið er sópað í burtu og nýju kerfið komið upp. Vinstrimenn ætluðu sér að bylta lýðveldinu og setja á fót einstefnuríki góða fólksins, þar sem ein samræmd skoðun ríkti í hverju máli - að viðlögðu einelti og félagslegri útskúfun.

Árni Pál Árnason tók við keflinu af Jóhönnu sem formaður Samfylkingar. Hann lýsir einstefnuríkinu með þessum orðum

Og mér finnst á köflum hafa gætt í umræðum um þetta mál á síðustu misserum einhverrar rétttrúnaðarherferðar - að annað hvort skrifi þú upp á heilan pakka gagnrýnislaust eða þú ert svikari, þjóðníðingur eða handbendi ráðandi afla. Þetta er bara óboðleg umræða [...] Þar sem sumir eru góðir og aðrir vondir.

Byltingin gerir ekki málamiðlanir. Maður er með eða á móti byltingu; þess vegna étur hún börnin sem hika og taka ekki af skarið.

Á meðan Árni Páll er étinn horfir Jóhanna á og nýtur ríflegra eftirlauna frá lýðveldinu sem hún vildi kollsteypa.


Litla-Sýrland í Þýskalandi

Milljón múslímar inn í Þýskaland á einu bretti er Þjóðverjum ofviða. Yfirmaður sambands þýskra lögreglumanna segir múslíma ekki virða lög og reglur í Þýskalandi. Rán, nauðganir, barnaníð, fjárkúgun eru daglegt brauð í og við miðstöðvar fyrir flóttamenn.

Múslímar skynja að réttarríkið í Þýskalandi nær ekki til þeirra og haga sér samkvæmt því.

Sérfræðingar í vinnumarkaði segja 70 prósent flóttamanna skorti hæfni til að fara á vinnumarkaðinn. Það þýði að félagslega kerfið verði mun dýrara í rekstri og kalli á skattahækkanir á þýskan almenning.

Til að stemma stigu við holskeflu flóttamanna beita Þjóðverjar núna Evrópusambandinu fyrir sér. Samningur ESB við Tyrki um að hýsa trúbræður sína úr mið-austurlöndum verður ekki ókeypis.


mbl.is „Meira fyrir meira“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband