Miðvikudagur, 4. nóvember 2015
Píratar, týndi takturinn og óvissan
Takturinn í samfélaginu er orðalag yfir samheldni. Eftir hrun ríkti samheldni á sumum sviðum, t.d. atvinnulífinu þar sem hóflegar kaupkröfur launþega tryggðu endurreisn efnahagskerfisins.
Á öðrum sviðum, stjórnmálum til að mynda, ríkti ekki samheldni. Kjósendur í Reykjavík kusu grínframboð og þjóðin gerði tilraun með fyrstu vinstri stjórn lýðveldisins, aðeins til að kolfella hana eftir eitt kjörtímabil.
Píratar eru í öllum meginmálum stjórnmálanna óskrifað blað, líkt og gnarr-framboðið í Reykjavík á sínum tíma. Velgengni Pírata í skoðanakönnunum sýnir að takturinn í samfélaginu er týndur.
Fylgi Pírata segir það eitt að almenningur lítur á stjórnmál sem óvissuferð.
Verkefni stjórnmálaflokka næstu misserin er hægt að lýsa í fáum orðum:
Stjórnarflokkanna er sð sýna fram á að stöðugleika og stefnufestu. Vinstriflokkanna er að gera það sem þeir kunna best; að skapa óvissu.
Ef stjórnarflokkunum heppnast verkefnið minnkar fylgi Pírata. Ef vinstriflokkarnir ná árangri styrkjast Píratar.
![]() |
Hér ganga menn ekki í takt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 4. nóvember 2015
Trú, von og Stöð 2
Prestar þjóðkirkjunnar taka upp hanskann fyrir miðil sem Stöð 2 fór um ómjúkum höndum. Líklega finna prestar til samkenndar með miðlum sakir þess að starfsvettvangur beggja er á sviði andans fremur en efnisins.
Séra Svavar Alfreð Jónsson setur málin í víðara samhengi með hnitmiðaðri greinargerð um frelsunarguðfræðinni sem móðurfélag Stöðvar 2 boðar þar sem auglýsingafé og hindurvitni haldast í hendur.
Trúin er í mörgum útgáfum.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 4. nóvember 2015
Vinstripíratismi er gjaldþrota andlýðræði
Í ráðhúsi Reykjavíkur er rekin pólitík sem byggir á lífsstíl fremur en yfirveguðu mati á kostum og göllum framkvæmda og þjónustu. Sýndarmennska og andlýðræði einkennir þessa pólitík.
Vinstripíratisminn í höfuðborginni eyðir stórfé í að eyðileggja götur, samanber Hofsvallagötu. Peningum er mokað í gervilýðræði þar sem fimm prósent þátttaka er í atkvæðagreiðslum um hvort leikvöllur skuli byggður á tilteknum stað eða ekki. Fyrirbærið er kallað íbúalýðræði en er allt í þykjustunni.
Vinstripíratisminn hatast út í samgöngur og gefur lítið fyrir lýðræði, eins og sést best á hryðjuverkum gagnvart Reykjavíkurflugvelli þar sem borgin í bandalagi við peningamenn og verktaka ætlar sér að gera flugvöllinn ónothæfan.
Vinstrimenn og Píratar stjórna Reykjavík. Reynslan í borginni vísar í eymdina sem myndi leggjast yfir landið og miðin ef sömu pólitísku öfl næðu stjórnarráðinu í sínar hendur.
![]() |
Viðvarandi halli í borginni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 3. nóvember 2015
Karlar öskra ekki - æðruleysi vanlaunaðra karla
Í síðustu viku kynnti skólastjóri Fjölbrautaskólans í Garðabæ samanburð á launum kennara m.t.t. kynja. Á daginn kom að konur eru betur launaðar en karlar, bæði hvað varðar föst mánaðarlaun og heildarlaun.
Á ári er mismunurinn í kringum 500 þús. kr. á milli kynjanna.
Konur eru fjölmennari í yfirstjórn skólans og meðal millistjórnenda.
Enginn karl öskraði að lokinni kynningu skólastjóra. Einn karl tók til máls (ykkar einlægur) og velti fyrir sér hvort hærri laun kvenna sýndu ekki að konur væru duglegri en karlar að afla sér framhaldsmenntunar, þ.e. meistara- og doktorsgráðu.
Misrétti má skýra á fleiri en eina vegu. Það má líka velja sér viðbrögð.
![]() |
Langar til að öskra á feðraveldið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þriðjudagur, 3. nóvember 2015
Fylgi Pírata þolir ekki kosningar
Píratar gera það gott í skoðanakönnun sex mánuði í röð. Þriðjungur þjóðarinnar segist ætla að kjósa Pírata yrði kosið á morgun.
Atkvæði greidd í könnun er eins og skoðun í saumaklúbbi, ætluð fáeinum á tiltekinni stund án skuldbindinga.
Atkvæði greitt á kjörstað er skuldbindandi fyrir kjörtímabil. Fólk gerir greinarmun á skoðun og skuldbindingu. Þó ekki allir.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þriðjudagur, 3. nóvember 2015
Góðærið; rétt pólitík og röng
Þökk sé traustum innviðum, skynsemi þjóðarinnar, sem kaus af sér vinstristjórn, og nokkurri aðstoð að utan er komið bullandi góðæri.
Ríkisstjórnin, einkum Framsóknarflokkurinn, getur þakkað sér stóra hluta góðærisins. Rétt stefna í afnámi hafta og traust úrvinnsla skilar okkur vaxtaskeiði sem gæti varað í þrjú til fimm ár.
Verkefni ríkisstjórnarinnar næstu misseri er að útskýra fyrir þjóðinni að hvergi nærri sé sjálfsagt að svo hafi farið sem fór. Vinstriflokkarnir voru hættulega nálægt því að svipta þjóðina sjálfsforræðinu og leiða yfir okkur varanlega eymd.
Pólitík meðalhófsins er farsælust undir núverandi kringumstæðum. Ríkisstjórnin, sérstaklega Sjálfstæðisflokkurinn, má ekki falla í þá gryfju að gefa hugmyndafræði lausan tauminn. Þjóðin fær grænar bólur þegar sjálfstæðismenn tala um einkavæðingu á þessu og hinu. Einkavæðing og græðgi leiddu til hrunsins.
Víðtækt samkomulag er um markaðshagkerfi með velferðarþjónustu. Ríkisstjórnin á að byggja á þessu samkomulagi og nota tímann fram að næstu þingkosningum að sannfæra þjóðina að miðhægristjórn sé rétta stjórnarmynstrið.
![]() |
Keypt fyrir 40 milljarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 2. nóvember 2015
Vinstriflokkarnir vildu Ísland í gjaldþrotaferli ESB
Samfylking og Vinstri grænir töldu Ísland fjárhagslega og pólitískt gjaldþrota eftir hrun og vildu land og þjóð inn í gjaldþrotaferli er lyki með aðild að Evrópusambandinu.
Sannfæring vinstriflokkanna um ónýta Ísland var meginástæðan fyrir ákefð þeirra að Íslendingar skyldu axla ábyrgðina á skuldum einkabanka, Icesave, og að stjórnarskrá lýðveldisins skyldi fargað fyrir nýtt vinstraplagg stjórnlagaráðs.
Höggið sem Ísland fékk á sig haustið 2008 gerði þjóðina vankaða. Vinstriflokkarnir nýttu sér taugaáfall þjóðarinnar og keyrðu áfram popúlistapólitík um að ESB-aðild væri töfralausn.
Strax eftir kosningasigur vinstriflokkanna vorið 2009 var hafist handa við að knésetja þjóðina með Icesave-skuldunum. Tvær þjóðaratkvæðagreiðslur, fyrir atbeina forseta, hnekktu Icesave-ánauðinni. Atlagan að stjórnarskránni hélt áfram allt kjörtímabilið og rann endanlega ekki út í sandinn fyrr en á útmánuðum 2014.
Það kom í hlut ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar að endurreisa sjálfstraust þjóðarinnar og setja stopp á gjaldþrotaferlið inn í ESB.
![]() |
Ísland lent í greiðsluþroti innan ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 2. nóvember 2015
Stefán um mistök Samfylkingar gegn Framsókn
Samfylkingin skaut sig í fótinn með því að velja Framsóknarflokkinn sem höfuðandstæðing sinn. Með árásum á Framsóknarflokkinn, sem að upplagi er hægfara miðjuflokkur, málaði Samfylkingin sig út í horn.
Flokkur í stjórnarandstöðu verður að eiga sem mesta fræðilega möguleika á landsstjórn til að skapa sér trúverðugleika. Brjálæðislegar árásir Samfylkingar á Framsóknarflokkinn útilokuðu að þessir flokkar næðu saman í fyrirsjáanlegri framtíð. Þá var hrunstjórnarmynstrið eitt eftir, Samfylking og Sjálfstæðisflokkur, sem ekki var söluvænlegt - og er raunar ekki enn.
Stefán Ólafsson orðar mistök Samfylkingarinnar á varfærinn hátt
Framsókn varð kröftugur talsmaður velferðarstefnu og bættrar afkomu heimilanna, sem hún vildi setja í forgang. Að þessu leyti hefði Framsókn átt að eiga meiri samleið með vinstri og miðju flokkunum en raun varð á.
Samfylkingin fjandskapaðist sérstaklega í garð Framsóknar og boðaði fyrst og fremst aðild að ESB, sem allsherjarlausn á öllum vanda Íslendinga. Það voru stór mistök og flokkurinn galt afhroð í kosningunum. Framsókn myndaði stjórn með Sjálfstæðisflokki...
Með Árna Pál í brúnni hjá Samfylkingu er ekki líklegt að hatrinu á Framsóknarflokknum linni í bráð. Og með hverri vikunni sem líður næst næstu þingkosningum minnka líkur að Samfylkingin verði stjórntæk.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 2. nóvember 2015
Pírati gerist frjálshyggjumaður, býst við lækkandi fylgi
Þingmaður Pírata um samhengi hlutanna í Viðskiptablaðinu:
Helgi Hrafn Gunnarsson, formaður og þingmaður Pírata, segir að frelsi einstaklingsins og sjálfsákvörðunarréttur hans sé sér mjög hugleikinn. Hann segir þingstörf byggja í veigamiklum atriðum á forgangsröðun, vegna þess að aldrei gefist tími eða tæki til að gera allt sem mann langi til að gera. Hann segir að sín persónulega skoðun sé að það sé ekki réttlætismál að jafna tekjur milli fólks í samfélaginu og að hann hafi alltaf gert ráð fyrir því að fylgi flokksins muni lækka á ný.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 2. nóvember 2015
Samfylkingarmaður: sigur Framsóknarflokksins útskýrður
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins, var eini stjórnmálamaðurinn sem sagði fyrir síðustu kosningar að Ísland væri í færum að ganga að þrotabúum föllnu bankanna til að verja stöðugleika efnahagskerfisins.
Á þessa leið skrifar Stefán Ólafsson prófessor og samverkamaður Jóhönnu Sigurðardóttur til margra ára. Stefán vísar í viðtal við Sigmund Davíð máli sínu til staðfestingar.
Framsóknarflokkurinn vann stórsigur í síðustu kosningum vegna þess að fólk treysti málflutning formannsins og taldi farsælast að veita framsóknarmönnum umboð til að fara með landsstjórnina.
Undir forsæti Framsóknarflokksins rétti Ísland úr kútnum. Skuldir heimilanna voru leiðréttar og höftin eru afnumin. Hér á landi er full atvinna og hagvöxtur; í nágrannaríkjum er atvinnuleysi og samdráttur.
Grein Stefáns leggur drög að útskýringum á sigri Framsóknarflokksins í næstu þingkosningum, vorið 2017.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)