Sunnudagur, 8. nóvember 2015
Vigdís, góða fólkið og atlögufréttir
Vigdís Hauksdóttir er skotmark góða fólksins, sem flest á heima í póstnúmeri 101 og kýs vinstriflokk. Góða fólkið er í sárum eftir kjörtímabilið 2009 til 2013 þegar til stóð að breyta Íslandi varanlega með inngöngu í ESB og nýrri stjórnarskrá.
Vigdís og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson eru andlit endurreists Framsóknarflokks sem kom í veg fyrir framtíðarsýn vinstrimanna um Ísland sem ESB-hjáleigu með kvóta fyrir háskólamenn í Brussel sem taka launin sín skattfrjálst.
Beittasta vopnið gegn Vigdísi, Sigmundi Davíð og Framsóknarflokknum er atlögufréttir sem verða til í samspil bloggara og fréttamiðla eins og RÚV. Aðferðin er að fyrst er prufukeyrð atlaga með bloggi, t.d. að klína fasistastimpli á framsóknarmenn. Ef atlagan safnar ,,lækum" og er deilt nógu oft fær hún óðara endurómum hjá fréttadeild RÚV, gjarnan með viðkomu í vefmiðlum vinstrimanna. Stundum skottast á eftir þriðja flokks vinstrifræðimenn sem hnoða saman texta með tilvitnunum úr fasistafræðum. Þar með er komin ,,fræðileg" undirstaða fyrir atlögu góða fólksins.
Atlögufréttir eru vitanlega ekki annað en áróður íklæddur fréttabúningi. Fréttastofa RÚV er sérlega gjörn á atlögufréttir í þágu góða fólksins.
![]() |
Ósýnilegur her neikvæðrar umræðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sunnudagur, 8. nóvember 2015
Krónan færir okkur jafnræði
Bankabólan á tímum útrásar jók misskiptingu á Íslandi. Eftir hrun dró úr ójafnræðinu á Íslandi. Ástæðan er krónan.
Gengislækkun krónunnar felldi eignaverð en hélt uppi atvinnu; þeir tekjulægstu nutu góðs af.
Víða erlendis, t.d. í Bandaríkjunum, Bretland, og ESB-ríkjum, er misskipting vaxandi vegna seðlaprentunar (quantitative easing) til að koma hjólum atvinnulífsins í gang. Seðlaprentun færir auðmönnum tækifæri að bæta stöðu sína, launafólk er síðast í röðinni.
Sökum þess að krónan er að jafnaði hátt skráð, full atvinna þrýstir genginu upp, er nær alltaf svigrúm til að lækka gengið þegar á bjátar í efnhagslífinu. Stórir gjaldmiðlar, dollar og evra, geta þetta ekki.
Allir sem eru með snefil af jafnræðishugsjón í sér styðja íslensku krónuna. Samfylkingin, flokkur háskólafólks sem fær dagpeninga m.v. evru-gengi, er vitanlega á móti krónunni. Samfylkingin er flokkur sérhagsmuna þess fólks sem telur sig hafið yfir almenning.
![]() |
Ríkustu 5% eiga 46% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 7. nóvember 2015
Ríkissaksóknari gegn almannahag
Með ákvörðun um að saksækja hjúkrunarfræðing fyrir manndráp af gáleysi leggur ríkissaksóknari út á hættulega braut. Mannslát vegna slysni eða mistaka eru til þessa meðhöndluð af fagfólki í heilbrigðisstétt og ekkert sem segir annað en að sá háttur sé besti kosturinn.
Glæpavæðing ríkissaksóknara á mistökum er leiða til andláts er ekki í þágu almannahagsmuna.
Ríkissaksóknari ætta að nýta takmörkuð fjárráð embættisins til að annars en að vinna tjón á heilbrigðiskerfinu.
![]() |
Þetta hefði getað verið ég |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Laugardagur, 7. nóvember 2015
Fallegasta stelpan er ekki á ballinu - um banka
Þrír aðilar geta átt banka hér á landi: einkaframtakið, ríkið og lífeyrissjóðir. Bankakerfið fram undir síðustu aldamót var tengt atvinnuvegunum; Verzlunarbanki, Útvegsbanki, Iðnaðarbanki og Búnaðarbanki. Þetta voru í meginatriðum ríkisbankar.
Í kringum aldamótin tók einkaframtakið yfir bankana og rændi þá að innan á fáum árum. Einkaframtakið og eignarhald þess á bönkum orsakaði hrunið 2008. Það er söguleg staðreynd sem aðeins bjánar afneita.
Fallegasta stelpan í flóru fjármálafyrirtækja voru sparisjóðirnir sem störfuðu um allt land og voru fjármálastofnanir fólksins. Einkaframtakið nauðgaði fallegustu stelpunni og því er hún ekki á ballinu núna, þegar ákveðið verður hverjir hljóta bankana: einkaframtakið, lífeyrissjóðir eða ríkið.
Einkaframtakið er of ábyrgðarlaust til að reka banka á eigin forsendum. Hreinir ríkisbankar eru á hinn bóginn tæplega raunhæf lausn til frambúðar fyrir allt bankakerfið. Ef ríkið er einrátt á fjármálamarkaði er hætt við stöðnun og spillingu.
Þá eru ónefndir lífeyrissjóðirnir, sem að upplagi eru félagslegar stofnanir. Kosturinn við aðkomu lífeyrissjóðanna er þeir eru fulltrúar kynslóðanna. Lífeyrissjóðirnir lána ungu fólki um leið og þeir ávaxta lífeyri hinna eldri. En það sama gildir um lífeyrissjóði og ríkið; ef þeir eiga einir bankana er hætt við stöðnun og spillingu.
Besti kosturinn við núverandi aðstæður er að bankakerfið verði hugsað þannig að allir þrír meginaðilarnir komi að málum. Einkaframtakið og lífeyrissjóðirnir kaupi Arion. Ríkið selji 70% í Íslandsbanka yfir lengri tíma en eigi Landsbankann að fullu um fyrirsjáanlega framtíð.
Það er hægt að mynda pólitíska samstöðu um fjármálakerfið á þessum nótum. Það er í hendi ríkisstjórnarinnar að mynda þá samstöðu.
![]() |
Tveir aðilar bítast um Arion banka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 6. nóvember 2015
Duglegir Íslendingar til vandræða í Noregi
Íslendingar sem gera það gott í norskum sjávarútvegi kalla yfir sig samþykkt frá deild í samtökum strandveiðimanna, Norges Kystfiskerlag.
Samkvæmt frétt Kyst og fjord fer deildin í Bö fram á að stjórn samtakanna ræði hvort ekki sé ástæða til að þrengja möguleika útlendinga (les: Íslendinga) að stunda veiðar og vinnslu í Noregi.
Í umræðu um fréttina eru Íslendingar sakaðir um að ætla að stunda rányrkju líkt og þeir hafi gert á Íslandsmiðum - en þó er kvóti í landhelgi beggja ríkjanna.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Föstudagur, 6. nóvember 2015
Jón Gnarr, freki karlinn og ljótleikinn
Jón Gnarr bjó til hugmyndina um ,,freka karlinn" og stillti sjálfum sér upp sem andstöðu; ljúflingur sem ekki má aumt sjá.
Þetta þema selur Jón Agli Helgasyni sem talar um ,,íslensku hörkuna" og fallega blómið hann Jón blessaðan Gnarr.
Til að sýnast saklaus fegurðardís málar Jón allt í kringum sig ljótleika. Í nýjustu bók hans, sem formlega heitir Útlaginn en óformlega Níðingar á Núpi, bendir flest til að Jón skáldi upp hópnauðgun á Núpi.
Ljúflingurinn svarar engu um ósanna ljótleikann. Það hæfir ekki saklausum fegurðardísum að vera staðinn að verki við menningarhryðjuverk. Öðlingurinn hann Jón þegir sem fastast.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 6. nóvember 2015
Samfylking án almennings
Í síðustu þingkosningum fékk Samfylkingin 12,9 prósent fylgi. Í mælingum undanfarna mánuði nær flokkurinn ekki kjörfygli síðustu þingkosninga.
Brattur formaðurinn segir engu að síður ,,Við berjumst fyrir almannahagsmunum og því skiptir máli að flokksmenn standi að baki okkur."
Almenningur yfirgaf Samfylkinguna fyrir löngu. Almenningur afþakkaði ESB-aðild, Icesave-skuldir og nýja vinstri stjórnarsrkrá. Allt eru þetta hjartans mál þeirrar fámennu klíku sem ræður ferðinni í Samfylkingunni.
![]() |
Samfylkingin óskar eftir styrkjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 5. nóvember 2015
Vextir eru uppeldi, refsingin er verðbólga
Vextir eru uppeldisatriði. Of lágir vextir þýða bruðl fólks og fyrirtækja sem haga sér eins og enginn sé morgundagurinn.
Ef uppeldið virkar ekki, fólk eyðir eins og peningarnir vaxi á trjánum, kemur verðbólga.
Íslenska þjóðin er ofvirk í eyðslu og framkvæmdagleði. Af þeirri ástæðu þurfa vextir að vera nokkru hærri hér en á öðru byggðu bóli. Hefur nákvæmlega ekkert með gjaldmiðilinn að gera.
![]() |
Verðbólguvæntingar markaðsaðila lækka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 5. nóvember 2015
Einkaframtakið olli hruni, ríkið reddaði okkur
Einkaframtakið rændi bankana að inna og leiddi hrunið yfir þjóðina. Ríkisvaldið bjargaði okkur þar sem helsta verkfærið var margblessuð krónan.
Allir bankar eru á ábyrgð ríkisins, enda seðlabankinn þrautalánveitandi.
Allir bankar eru samfélagsbankar, eiga að þjóna hagsmunum samfélagsins og eru með ríkisábyrgð.
Að selja ríkisbanka til einkaframtaksins núna er eins og að afhenda nýdæmdum brennuvargi bensínbrúsa og eldspýtur og vona það besta.
![]() |
Már: Sitjum á viljugum fola |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 5. nóvember 2015
Höftin eru mest ímyndun
Almenningur fann aldrei fyrir höftum. Fólk ferðaðist til útlanda, gat keypt ríflega af gjaldeyri og pressað kortin sín eftir efnum og ástæðum til að kaupa í útlöndum. Stórnotendur gjaldeyris fundu fyrir höftum.
Engin teikn eru um að höftin hafi valdið skaða í efnahagskerfinu. Ekki er hægt að rekja fasteignabóluna til hafta - hún er líka í London þar sem engin höft eru.
ESB-sinnar mögnuðu upp umræðuna um höft til að hræða okkur til fylgis við evru og ESB-aðild. Eins og oft áður er Árni Páll formaður Samfylkingar með meistaratakta í áróðrinum.
![]() |
Höftum lyft að loknu uppboði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)