Stríðið sem enginn vildi - 25 árum síðar

Í Sarajevo fyrir 25 árum voru friðartónleikar sem tugþúsundir Júgóslava sóttu. Tónleikarnir voru haldnir til að stemma stigu við ófriðarhorfum í sambandslýðveldinu sem var stofnað eftir seinna stríð til að sameina suður-slavneskar þjóðir.

Undir agavaldi Josip Broz Tito var Júgóslavía heimaland Serba, Slóvena, Króata, Bosníumanna, Albana og fleiri þjóða. Júgóslavía tilheyrði Austur-Evrópu í kalda stríðinu en var frjálsara en mörg önnur kommúnistaríki, s.s. Austur-Þýskaland, Rúmenía, Ungverjaland að ekki sé talað um sjálf Sovétríkin.

Kalda stríðinu lauk 1991 með upplausn Sovétríkjanna og endalokum Varsjárbandalagsins. Í Júgóslavíu ókyrrðust þjóðir sambandsríkisins. Þó var eitt ráðandi tungumál, serbó-króatíska, og blandaðar fjölskyldur algengar. Í nafni ríkissamheldni hafði þjóðarblöndun verið skipulagt af Tito og stjórnvöldum í Belgrad, t.d. með fólksflutningum á milli landssvæða eftir seinna stríð.

Gegn vaxandi þjóðernishyggju og stríðsæsingu voru stórtónleikarnir í Sarajevo skipulagðir. Sambærilegri tónleikar voru haldnir víða um landið. En fáeinum mánuðum síðar var skollið á stríð, það fyrsta í Evrópu frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Nánast á einni nóttu urðu vinir að óvinum og fjölskyldur splundruðust. Áður en yfir lauk dóu 100 þúsund manns í stríðsátökum og fjöldamorðum. Þúsundir flúðu land. Júgóslavía fór á öskuhauga sögunnar en þjóðríkin Serbía, Króatía, Slóvenía og fleiri urðu til.

Hvers vegna verður stríð sem enginn vill? er spurt í tilefni ef aldarfjórðungsafmæli friðartónleikana í Sarajevo. Stutta svarið er: vegna þess að nógu margir sáu stríð sem pólitíska lausn. Lengra svarið er að sambandsríki margra þjóða þarf aðhald frá sterkum leiðtogum og sögulegum kringumstæðum (Tito, kalda stríðið) til að þrífast þegar sameiginlegan sögulegan, trúarlegan og hugmyndafræðilegan grunn skortir.

Stríðsátök eru ekki sjálfsögð þegar ríki sameinast eða sundrast. Austur-Þýskaland rann inn í sambandslýðveldið Þýskaland án blóðsúthellinga. Tékkóslóvakía varð að tveim ríkjum án vopnaskaks. Jafnvel Sovétríkin liðuðust tiltölulega friðsamlega í sundur í 15 lýðveldi. En, því miður, eru dæmin fleiri um að pólitíkin vopnavæðist þegar þjóðir finna sér nýtt skipulag - líkt og í Júgóslavíu fyrir 25 árum.

Enginn getur svarað því hvort Júgóslavíustríðið hafi verið söguleg nauðsyn. En hitt er öllum augljóst: það er engin pólitísk hreyfing á Balkanskaga sem boðar endurreisn Júgóslavíu.


Dunkirk: Hitler tafði þýska skriðdreka - hvers vegna?

Kvikmyndin Dunkirk fjallar um björgun rúmlega 300 þúsund breskra og franskra hermanna í lok maí 1940. Breski og franski herinn voru innikróaðir af þýska hernum.

Hitler stöðvaði sókn þýsku skriðdrekasveitanna í tvo sólarhringa og við það fengu Bretar tíma til að bjarga meginher sínum. Enn í dag er ráðgáta hvers vegna Hitler stöðvaði sókn þýska hersins.

Þýska útgáfan Die Welt segir þrjár skýringar líklegastar. Í fyrsta lagi að Hitler óttaðist að tapa of mörgum skriðdrekum í bardögum við þá bresku. Í öðru lagi að hann vildi sýna Bretum miskunn, með það fyrir augum að semja frið. Í þriðja lagi að Hitler vildi sýna þýskum hershöfðingjum hver færi með yfirvaldið í þýska hernum.

Die Welt segir að fyrsta skýringin af þessum þrem sé ólíkleg en sú þriðja nærtæk. Leifturstríðið í Frakklandi var snemma stríðs og Hitler vildi ekki láta neinn vafa leika á að hann væri æðsti herstjóri þýska hersins - þótt hann hafi aðeins verið liðþjálfi í fyrra stríði.


Olía, trú og upplausn Arabaríkja 1973 - 2040

Bílar verða ekki knúnir bensín eða dísil eftir 2040, ef að líkum lætur. Arabaríkin náðu tangarhaldi á vesturlöndum þegar þau takmörkuðu framboð af olíu 1973 og bjuggu til olíukreppuna.

í alþjóðapólitík helst auðlegð og vald í hendur. Nú þegar hillir undir minna vægi olíu í alþjóðahagkerfinu stefnir í valdaþurrð arabaríkja. Afleiðingarnar eru þegar komnar fram. Borgarastríð í Líbýu, Sýrlandi og Írak. Ólga er í Egyptalandi og Sádí-Arabíu.

Ófriðurinn í miðausturlöndum er iðulega skýrður út frá uppgangi herskárra múslíma. Efnahagsleg hnignun er aftur baksvið vaxandi trúaröfga. Sambærilegt tímabil í Evrópusögunni er lok miðalda þegar meginútgáfur kristni, kaþólikkar og mótmælendur, efndu til trúarstríða og galdrafárs þegar lénsskipulagið var á fallandi fæti.

En ólíkt Evrópu, þar sem vaxandi borgarastétt og leysti af hólmi landeigendur sem yfirstétt, er hvergi að sjá í arabaheiminum sambærilegt afl sem getur lóðsað heimshlutan úr allsherjarupplausn. Í Evrópu var það þjóðríkið sem kom í stað lénsvelda; þróunin í miðausturlöndum er að brjóta upp þjóðríkin sem þar eru fyrir á fleti.

Eitt er víst: múslímatrú frá 7. öld verður aröbum ekki haldgóður vegvísir inn í framtíðina.

 


mbl.is Bretar fara að fordæmi Frakka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnarkreppan og Flokkur fólksins

Sjálfstæðisflokkurinn heldur sínu fylgi frá síðustu þingkosningum. Framsókn og Píratar eru á sama róli í könnunum og þegar kosið var. Samfylkingin er ekki lengur í útrýmingarhættu, bæta við sig 3-4 prósentum; svipað og nemur fylgislækkun Vinstri grænna.

Helstu breytingar frá kosningunum eru að tvíflokkurinn Björt framtíð og Viðreisn er fallinn út af þingi en Flokkur fólksins kominn inn.

Sitjandi ríkisstjórn var mynduð eftir stjórnarkreppu. Ef kosið yrði núna, og niðurstöður yrðu í samræmi við kannanir, kæmi upp úr hattinum ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Flokks fólksins og Framsóknar.


mbl.is „Súpa seyðið“ af stjórnarsamstarfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Múslímar og mismunun

,,Tæpur helmingur múslima í Bandaríkjunum hefur upplifað mismunun undanfarið ár," segir í viðtengdri frétt.

Hvert ætli sé hlutfall kristinna sem ,,upplifa mismunun" í Sádí-Arabíu, Tyrklandi, Íran og Sýrlandi?

Vitanlega þyrfti fyrst að draga þá frá sem voru drepnir eða flæmdir úr landi.


mbl.is Helmingur múslima upplifað mismunun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bandaríkin: 80 dæmi um afskipti af lýðræðislegum kosningum

Bandarísk stjórnvöld reyndu skipulega að hafa áhrif á yfir 80 lýðræðislegar kosningar víða um heim, samkvæmt nýrri rannsókn. Tímabilið sem rannsóknin nær yfir er frá lokum seinni heimsstyrjaldar.

Í þessari tölu eru ekki tilvik þar sem Bandaríkin stóðu að vopnuðum byltingum, s.s. í Íran, Chile og Guatemala. Rannsóknin sýnir að Bandaríkin hafa mun oftar afskipti af innanríkismálum annarra ríkja en Sovétríkin/Rússland.

Það kemur úr hörðustu átt þegar Bandaríkin ásaka Rússa um að reyna að hafa áhrif á bandarískar kosningar.

 


mbl.is Rússar gagnrýna yfirvofandi viðskiptabann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fimm ár frá evru-björgun

Fimm ár eru síðan Mario Draghi bankastjóri Seðlabanka Evrópu bjargaði evrunni, að sagt er, með yfirlýsingu um að gjaldmiðlinum yrði haldið lifandi ,,hvað sem það kostaði."

Fyrir fimm árum var evru-samstarfið við það að liðast í sundur. Hagkerfi Suður-Evrópu voru í uppnámi og það gríska að niðurlotum komið. Umræða var um að einhver ríki yrðu rekin úr evru-samstarfinu eða að Þýskaland, Finnland, Austurríki og Holland færu út.

Lausn Draghi var að prenta peninga, nóg af þeim, og lækka vexti, sem fóru niður í núll og allt niður í mínusvexti.

Peningar á núllvöxtum halda hagkerfum Suður-Evrópu gangandi. Die Welt segir mörg fyrirtæki verða gjaldþrota um leið og vextir hækka. Skuldastaða sumra ríkja er há þrátt fyrir ódýra peninga. Ríkiskuldir Ítalíu nema 130 prósentum af landsframleiðslu.

Verðbólga er lág á evru-svæðinu, um eitt prósent, þrátt fyrir ódýra peninga. Þegar hún tekur við sér, sem hún gerir fyrr heldur en seinna, er vaxtahækkun óhjákvæmileg. Stórskuldug Suður-Evrópa kemst þá í vandræði á ný.


Múslímar: Merkel verri en Hitler

Málgagn Erdogan Tyrklandsforseta segir Angelu Merkel kanslara Þýskalands verri en Hitler. Múslíma-Tyrkir fái ekki læknisaðstoð í Þýskalandi, þeir missa vinnuna og fá ekki húsnæði, segir dagblaðið Yeni Aki: í hatri og kúgun er Þýskaland Merkel verri en Hitlers-Þýskaland.

Sjálfur gerir Erdogan sig að málssvara múslíma og hvetur þá til að fara Jerúsalem og gera óskunda.

Til skamms tíma þótti Erdogan og Tyrkir almenn hófsamir í trúarafstöðu. Tyrkneska lýðveldið, stofnað fyrir einni öld, skyldi semja sig að vestrænum siðum og háttum.

Þegar hófsamir múslímar tileinka sér herská viðhorf og trúarlegt ofbeldi til að ná markmiðum sínum er ástæða til að staldra við og spyrja hvert stefnir.

Múslímar sitja uppi með ónýt ríki í miðausturlöndum; Líbýa, Stýrland, Írak, Jemen. Valdastoðir í öðrum ríkjum eru ótraustar: Tyrkland, Sádí-Arabía og Egyptaland.

Andspænis hruni samfélaga sinna píska leiðtogar múslíma upp trúarofstæki. Engar líkur eru á að ófriðinn lægi í nálægri framtíð.


mbl.is Hvatti alla múslima til að heimsækja og „standa vörð um Jerúsalem“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýtt stjórnmálaafl, Flokkur fólksins

Flokkur fólksins tvöfaldar fylgi sitt milli kannana, mælist með yfir 6 prósent fylgi. Flokkurinn efndi til pólitísks fundar á miðju sumri í Háskólabíói og svo gott sem fyllti salinn.

Inga Sæland formaður flokksins talar máli þeirra sem telja sig afskipta í samfélaginu og hún varar við múslímavæðingu.

Um leið og Flokkur fólksins sækir í sig veðrið gefa þeir flokkar sem kenna sig við frjálslyndi eftir; Viðreisn og Björt framtíð mælast ekki með fylgi til að halda sér á þingi.


mbl.is Stærri en BF og Viðreisn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverjir græða á hælisleitendum?

Rauði krossinn fær mörg hundruð milljónir króna árlega frá ríkinu til að kaupa þjónustu ,,talsmanna" hælisleitenda.

Þessir ,,talsmenn" veita ekki aðeins lögfræðiþjónustu heldur koma þeir fréttum af hælisleitendum á framfæri við fjölmiðla til að skapa pólitískan þrýsting um framgang hælisumsókna.

Löngu tímabært er að upplýsa hverjir það eru sem gera út á hælisleitendur, hver vinnubrögðin eru og hvað ,,talsmennirnir" fá í sinn hlut.


mbl.is Hælisleit eykur umsvifin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband