Bandaríkin töpuðu fyrir Assad og Pútín

Bandaríkin fundu enga trúverðuga bandamenn´i Sýrlandi til að styðja gegn Assad forseta. Eftir að Rússar ákváðu að veita Assad hernaðarstuðning var staða Bandaríkjanna töpuð.

Kúrdar, sem reyndust Bandaríkjunum haukur í horni, ætluðu sér aldrei að steypa Assad og yfirtaka landsstjórnina. Kúrdar vilja þjóðríki, Kúrdistan, þar sem núna eru landamærahéruð Sýrlands, Tyrklands og Írak.

Deilur í Bandaríkjunum um brotthvarf síðustu bandarísku hermannanna úr norðurhluta Sýrlands eru uppgjör á milli tveggja fylkinga í Washington. Þeirra sem styðja lögregluhlutverk Bandaríkjanna í fjarlægum heimshlutum annars vegar og hins vegar fylkingar sem telur Bandaríkin ekki eiga að standa fyrir stjórnarbyltingum og stríðsátökum þegar ekki eru undir verulegir hagsmunir.

Bandaríkjunum mistókst í Sýrlandi eins og í Írak. Mannslífum og fjármunum er ekki vel varið í tilgangslaus stríðsátök.


mbl.is Myndin sem skiptir Washington í tvær fylkingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

11 ára og skrifar grein um loftslagshamfarir

11 ára drengur er skráður höfundur greinar í Morgunblaði dagsins um rammpólitískt mál, loftslagsmál og hvort heimurinn sé að farast.

Orðfæri drengsins er það fullorðinslegt að nánast er útilokað að hann sé höfundur textans.

Það er ábyrgðarmál af foreldrum að hleypa börnum í pólitíska umræðu. 


Bandaríkin veikjast, Rússland styrkist, ESB er núll

Áhrif Rússa vaxa í miðausturlöndum en Bandaríkin veikjast. Stefna Bandaríkjanna, sem mótuð var um aldamótin, og gekk út á innrásir (Írak) og stjórnarbyltingar (Sýrland og Líbía) var stórkostleg mistök.

Evrópusambandið var taglhnýtingur Bandaríkjanna í misheppnaðri tilraun að gera miðausturlönd vestræn með vopnavaldi.

Trump var kjörinn forseti 2016 með þá stefnu að afturkalla herlið Bandaríkjanna frá miðausturlöndum og eyða hvorki mannslífum né fjármunum í hernaðarævintýri þegar brýnir hagsmunir voru ekki í húfi.

Miðausturlönd eru við bæjardyr Evrópu og Rússlands, Bandaríkin eru heimsálfu í burtu. Þegar kurlin koma öll til grafar eru það Evrópa og Rússland sem eiga mest í húfi við Miðjarðahaf.

Evrópa býr ekki að herstyrk sem skiptir máli, en það gerir Rússland. Líkur eru á að ESB og Rússland nái saman um að halda óreiðunni í skefjum með rússneskum her og evrópsku fjármagni.

Rússar fá tvöfaldan sigur.Þeir fá viðurkenningu sem stórveldi, sem tekin var af þeim við fall Sovétríkjanna, og þeir létta á Nató-væðingunni við vesturlandamæri sín. Evrópa þarf á Rússum að halda í miðausturlöndum og mun ekki vera samtímis með leiðindi í Úkraínu.

Og Bandaríkin? Þau þurfa tíma að sleikja sárin eftir aldamótamistökin.    


mbl.is Bandaríkjaþing fordæmir ákvörðun forsetans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Örorka sem menningarsjúkdómur: ungir karlar, eldri konur

Konur eldri en fimmtugt og ungir karlar eru helstu skýringarnar á fjölgun öryrkja.

Vinstrimenn vilja skýra þessa staðreynd vegna álags af umönnun.

Ef það er rétt, að eldri konur verði öryrkjar af því að annast skerta ungkarla, er einboðið að aukin örorka stafar af menningarlegum ástæðum, ekki líffræðilegum eða starfstengdum.

Ungu karlarnir fóta sig einfaldlega ekki í femínískri veröld og konurnar þola ekki álagið.


XD á milli Samfó og Miðflokks

Sjálfstæðisflokkurinn festir sig í sessi sem stærsti smáflokkurinn, mælist ítrekað undir 20 prósent fylgi eftir orkupakkafíaskóið.

Síðustu tvær kannanir, er sýna Miðflokkinn annars vegar og hins vegar Samfylkinguna, sem næst stærsta flokkinn, leggja línurnar fyrir næstu ríkisstjórnarmyndun.

Sjálfstæðisflokkurinn þarf að velja á milli þess að halla sér í átt borgaralegra stjórnmála Miðflokksins eða sósíalisma Samfylkingar.

Stórir smáflokkar eiga fleiri valkosti en litlir smáflokkar.

 


mbl.is Samfylkingin mælist næststærsti flokkurinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bandaríkin eða Kína, spyr Baldur

Varaþingmaður Samfylkingar spyr hvort Ísland ætti fremur að halla sér að Bandaríkjunum eða Kína.

Það þarf samfylkingarhugsunarhátt til að láta sér detta í hug slíka spurningu.

Líklega er Baldur dáldið sorrí yfir því að honum og félögunum í Samfó tókst ekki að gera Ísland að ESB-ríki. Alþjóðasamstarf er sjaldnast annað hvort eða heldur bæði og.


mbl.is Alþjóðavæðingin á krossgötum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pólverjaandúð á Eyjunni

Eyjan segir í fyrirsögn um kosningahegðun Pólverja á Íslandi í nýafstöðnu þingkosningum í heimalandi þeirra:

25% Pólverja á Íslandi kusu öfgahægriflokk sem á rætur í nýnasisma

Efnislega er fyrirsögnin röng. Í fréttinni sjálfri segir að aðeins um 12 prósent Pólverja hér á landi hafi greitt atkvæði.

Texti fréttarinnar gengur út á að gera Pólverja á Íslandi að fasistum. Þar segir m.a.

Á Íslandi kusu næstflestir bandalag öfga hægriflokka, Bandalag um frelsi og sjálfstæði. Hann er samansafn minni flokka sem sumir eiga rætur í nýnasisma...

Það er óviðkunnanlegt, svo ekki sé meira sagt, að skrifa svona um fólk sem býr og starfar hér á landi í sátt við guð og menn. 

Eyjan hlýtur að biðjast afsökunar á fréttinni.


Gulli ruglar saman orsök og afleiðingu Ríkis íslams

Ríki íslams náði sér á strik í Írak og Sýrlandi eftir að vestræn ríki eyðilögðu stjórnkerfi landanna tveggja. Veraldlelgir harðstjórar, Hussein og Assad, komu í veg fyrir framgang Ríkis íslam. Eftir afsetningu Hussein 2003 og áhlaups á Assad áratug síðar varð fjandinn laus.

Gulli utanríkis er blindaður af áróðri vestrænna stríðsæsingamanna þegar hann segir að bandalag Kúrda og Assad muni leysa í læðingi íslamista. Staðkunnugir segja yfirráð Assad yfir öllu sýrlensku landi kæfa í fæðingu valdeflingu íslamista.

Verkefnið ,,gerum Írak og Sýrland að frjálslyndum vestrænum ríkjum", sem kenna má við forsetana Bush og Obama, ól af sér Ríki íslams. Verkefnið var byggt á fölskum forsendum, að vestræn stjórnskipun sé útflutningsvara.

Staðreyndirnar tala sínu máli. Án misráðinna hernaðarævintýra vesturlanda í miðausturlöndum væri ekki uppgangur íslamskra öfgahreyfinga. Múslímar verða sjálfir að ráða fram úr sínum málum. 

 


mbl.is Raunveruleg hætta á uppgangi ISIS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Herskár Logi, biður um meira stríð

Bandaríkin undir forsetunum Bush og Obama efndi til stríðsátaka víða í miðausturlöndum, t.d. Írak, Líbíu og Sýrlandi. Loga formanni Samfylkingar finnst ekki nóg um stríð í heimi araba og biður Bandaríkin að herja svolítið meira.

Annað er ,,loðmullulegt og aulalegt" að áliti formannsins.

Ef Logi væri friðarsinni myndi hann þakka Trump fyrir að leiðrétta mistök fyrirrennara sinna.


mbl.is „Loðmulluleg og aulaleg“ viðbrögð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nató er deyjandi félagsskapur

Nató-ríkið Tyrkland herjar á Kúrda, sem vestræn ríki hafa samúð með. Nokkur Nató-ríki hafa lýst vopnasölubanni gagnvart Tyrklandi og Bandaríkin hóta viðskiptaþvingunum.

Nató er sem hernaðarbandalag á fallandi fæti. Aldrei var það sterkt á sviði diplómatíu. Ófriður Tyrkja á hendur Kúrdum mun flýta hnignun Nató.

Hernaðarbandalagið var stofnað í upphafi kalda stríðsins og gekk ljómandi vel á meðan óvinurinn var Sovétríkin og heimskommúnisminn. Eftir fall Berlínarmúrsins reynir Nató að umskapa sig sem verktaki hjá Bandaríkjunum í miðausturlöndum annars vegar og hins vegar ESB í Austur-Evrópu. Nató-ríkjum fjölgaði úr 12 í 29. Um leið verður hernaðarbandalagið sjálfu sér sundurþykkara, samanber háttsemi Tyrkja.

Gjaldfall Nató sést á aukinni umræðu um Evrópuher og áherslu Bandaríkjanna á tvíhliða hernaðarsamstarf, t.d. við Íslendinga.

Íslendingar þurfa að venjast þeirri tilhugsun að landið er á áhrifasvæði Bandaríkjanna en ekki Evrópu. Fíkjublaðið Nató duldi lengi vel þessa staðreynd en það fýkur með haustlægðinni.


mbl.is Bandaríkjaher yfirgefur Sýrland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband