Vinstrimenn töpuðu - og fjölmiðlar þeirra

Siðbótarflokkurinn Björt framtíð hvarf af þingi. Vinstri grænir bæta við sig einu prósenti. Samfylking jafnar næst lélegustu útkomu sína frá stofnun, 13 prósent. Píratar tapa helmingnum af þingmönnum sínum.

Af hálfu vinstriflokkana áttu þessar kosningar að snúast um spillingu. Fjölmiðlar eins og RÚV, Stundin og Kjarninn framleiddu falsfréttir í akkorði til að telja fólki trú um að menn eins og Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð væru óalandi og óferjandi.

En 35 prósent þjóðarinnar kaus flokka Bjarna og Sigmundar. Þjóðin keypti ekki falsfréttirnar og áróðurinn.

 


mbl.is Vinstri vængurinn að styrkjast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hægribylgja - fullveldið sigrar ESB-flokka

Niðurstaða kosninganna er að hægriflokkar bera sigur út býtum. Sjálfstæðisflokkur vinnur varnarsigur, Miðflokkurinn stórsigur og Framsóknarflokkurinn sigraði kannanir.

Vinstri grænir eru á sömu slóðum og síðustu kosningar og Samfylking fær fylgi Bjartrar framtíðar.

Á eftir Miðflokknum er Flokkur fólksins sigurvegari kosninganna.

ESB-flokkurinn á hægri vængnum, Viðreisn, tapar.

Íslendingar eru skynsöm þjóð, þótt stundum megi efast um það.


mbl.is Sjálfstæðisflokkur með 23,2%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kosningasaga mín frá hruni: Vinstri grænir til Sjálfstæðisflokks

Fyrstu þingkosningarnar eftir hrun, 25. apríl 2009, kaus ég Vinstri græna. Með þeim rökum að Vinstri grænir myndu forða okkur frá Evrópuófriði Samfylkingar. Það reyndist tálsýn, Vinstri grænir sviku stórt 16. júlí 2009.

Næstu kosningar, vorið 2013, kaus ég Framsóknarflokk Sigmundar Davíðs. Því atkvæði var vel varið. Ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks stöðvaði ESB-ferlið, gerði glæsilega upp við þrotabú föllnu bankanna og stóð fyrir vel heppnaðri skuldaleiðréttingu heimilanna (sem ég reyndar studdi ekki og tók ekki þátt í - ég fæ enn að heyra hnjóðsyrði frá eiginkonunni fyrir vikið).

Haustkosningarnar 2016 fékk Sjálfstæðisflokkurinn atkvæði mitt. Almennt mat mitt er að við þurfum kjölfestu í stjórnmálin og Sjálfstæðisflokkurinn er eina stjórnmálaaflið sem kemur þar til greina.

Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn, með sömu rökum og fyrir ári. Eina raunhæfa leiðin til að stjórnmálin verði eðlileg á ný er að Sjálfstæðisflokkurinn verði ráðandi afl.

 


mbl.is Stefnir í spennandi kosningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinstrimenn skaða ímynd Íslands

Vinstrimenn stunda þann ógeðfellda málflutning að bera fram ósannindi um íslensk stjórnmál til erlendra blaðamanna. Píratinn Smári McCarty reið á vaðið með tísti á ensku um að stjórnmálastéttin hér væri á kafi í íslenskri útgáfu breska barnaníðingsins Jimmy Savile.

Erlendir blaðamenn kunna ekki íslensku og reiða sig á heimildamenn hér á landi. Vinstrimenn eru duglegir að baktala land og þjóð í þeirri von að geta flutt inn ósómann og kallað fréttir.

Stjórnmálabarátta af þessu tagi er fyrir neðan allar hellur.

 


Vænt fólk í sjónvarpssal - framför frá fyrra ári

Flokksformenn þökkuðu fyrir sig samkvæmt hefð í sjónvarpssal daginn fyrir kjördag. Allt var það vænt fólk og velmeinandi. Áhorfendur gátu mátað sig við persónur og málefni og kannski sátu einhverjir fyrir framan skjáinn til að finna atriði að gera upp hug sinn á morgun.

Á sunnudag þurfa formennirnir að eiga samtal sín á milli um hvernig skuli hátta landsstjórninni næsta kjörtímabil, sem gæti orðið nokkrir mánuðir en allt upp í fjögur ár.

Í kosningunum í fyrra bar á því að tilteknir flokkar útilokuðu aðra fyrirfram. Lítið var um útilokanir í kvöld, sem hlýtur að teljast framför.

Kosningarnar í fyrra voru róttækari, valkostir stórkarlalegri. Í ár getum við róleg kosið flokkinn okkar án þess að óttast að allt fari til andskotans, gangi ítrustu óskir okkar ekki fram.

 


mbl.is „Geturðu aðeins haldið þér rólegum?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinstrimenn yfirgefa Vinstri græna fyrir Samfylkingu

Vinstrimenn eru staðráðnir að refsa Bjartri framtíð þessar kosningar, líkt og þeir fórnuðu Samfylkingu síðustu kosningar. Önnur þróun síðustu daga er að kjósendur færa sig frá Vinstri grænum til Samfylkingar.

Líkleg ástæða er að Samfylkingin er þjálli í stjórnarmyndunarviðræðum en Vinstri grænir. Eftir síðustu kosningar voru Vinstri grænir með harðlífi gagnvart ábyrgð á landsstjórninni.

Fyrr í vikunni gáfu álitsgjafar á vinstri vængnum það út að draumurinn um vinstristjórn væri  úti. Til að eiga von um aðkomu að ríkisstjórn veðja vinstrikjósendur á Samfylkingu fremur en Vinstri græna.


mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinstri skattastjórn í kortunum

4 flokka vinstristjórn mælist í könnunum. Vinstri grænir, Samfylking, Píratar ásamt einu viðhengi gætu myndað ríkisstjórn eftir kosningar.

Kannanir og kosningar eru þó sitthvað.

Enn er hægt að forðast hrollvekjuna og kjósa af viti.


mbl.is Ekki marktækur munur á D og V
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mótmælakosningar

Þjóðin er þess albúin að efna mótmæla í kosningunum á morgun. Mótmælin eru helst þessi:

- gegn stöðugleika

- gegn góðum lífskjörum

- gegn lágri verðbólgu

- gegn lágum sköttum

- gegn samfélagsfriði

Vinstristjórn að loknum kosningum gerir mótmælin að veruleika.

 


mbl.is Stefnir í viðræður til vinstri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frá hruni til stjórnleysis

Líkur eru á að sjö flokkar taki sæti á alþingi eftir þingkosningar á laugardag. Enginn flokkur fær meira en 30 prósent fylgi og allir, nema einn eða tveir, verða undir 15 prósentum.

Hvers vegna eru valkostirnir ekki skýrari?

Hrunið felldi ekki aðeins fjármálakerfið heldur einnig viðtekin stjórnmál. Fram að hruni voru viðtekin stjórnmál að Sjálfstæðisflokkurinn valdi sér samstarfsflokk í ríkisstjórn. Í tæp 20 ár, 1991 - 2009, starfaði móðurflokkurinn með tveim (þrem) öðrum: Alþýðuflokki, Framsóknarflokki og nýja Alþýðuflokknum (Samfylkingu).

Við hrunið riðluðust viðtekin stjórnmál. Kjölfestan losnaði og þjóðarskútan varð að rekaldi. Hásetarnir (Samfylkingin) gerðu uppreisn, ráku skipstjórann, Geir H. Haarde, og stefndu honum fyrir landsdóm eftir kosningasigur 2009. Til fylgilags fékk Samfylkingin flokkinn sem var stofnaður til að verða eilífur mótmælandi og óstjórntækur eftir því - Vg.

Sjálfstæðisflokkurinn riðaði til falls. Ættarskömm helstu fjölskyldu móðurflokksins stökk fram á sviðið og efndi til flokksnefnu með það eitt hlutverk að liggja undir Samfylkingu.

Kemur þá til sögunnar bjargvættur borgaralegra stjórnmála, Sigmundur Davíð. Kosningasigur hans 2013 tryggði tveggja flokka stjórn bæjaríhaldsins og framsóknarsveitarinnar.

En Adam var ekki lengi í Paradís. Góða fólkið í vinstrinu komst í feitt þegar upplýst var að eiginkona Sigmundar Davíðs átti peninga á útlenskum bankareikningi fyrir hrun. Í boði RÚV var bjargvætturinn krossfestur. Sveitavargurinn, sérstaklega sporgöngumenn Haukdæla og Gissurar jarls, bætti um betur og felldi bjargvættinn af formannsstóli á meðan hann var negldur á RÚV-krossinum. En þrátt fyrir mótlætið brotnar hann ekki og er mættur til leiks á ný.

Eftir fall Sigmundar Davíðs-stjórnarinnar tók við stjórnarkreppa sem enn stendur. Kosningar 2016 og aftur á laugardag.

Í umróti stjórnleysis er að finna skrautlega fugla. Ættarskömmin, sem vill veðsetja fjölskyldusilfrið til Brussel; sniffandi stelpuglennu sem leikur sjóræningja; upploginn stærðfræðing með perraáráttu; hassreykjandi ráðherra; mannorðsmorðingi að norðan; sauðdrukkinn kverúlant úr Skagafirði og kúlulánadrottning úr Hafnarfirði.

Stjórnmál án kjölfestu eru óreiða. Eftir tvo daga getum við aukið á óreiðuna eða dregið úr henni. Valið er okkar. En aðeins í einn dag.

 


Samfélagsmiðlablaðamennska

Í Hlíðamálinu óð á súðum fjölmiðla orðfæri og tilfinningahiti sem jafnan er kenndur við samfélagsmiðla. Fjölmiðlar tóku þátt í skyndiréttarhöldum þar sem æra manna var troðin í svaðið.

Hlíðamálið er náskylt geðshræringunni vegna hundsins Lúkasar sem þjóðsaga spannst um að væri hart leikinn af nafngreindum manni. En Lúkas sem sagt skrapp á fjall.

Samfélagsblaðamennska fjölmiðla keyrir reglulega um þverbak, samanber Sjanghæ-mál RÚV og dulúð á Efstaleiti.

Er ekki mál að linni?


mbl.is Fréttamenn dæmdir til að greiða bætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband