Þriðjudagur, 3. mars 2015
Kastljós, kukl og sala á sjónvarpstíma
Kastljós varpaði ljósi á sölumenn sem selja kukl til að lækna ólæknandi sjúkdóma. Umfjöllun Kastljóss er unnin í samvinnu við formann MND-félagsins.
Umfjöllunin hófst í gær með ítarlegri frásögn af nokkrum þeim sem glíma við sjúkdóminn. Rauði þráðurinn í þeirri umfjöllun var að stórbæta þurfi þjónustuna við MND-sjúklinga og kaupa nýrri og betri tæki handa þeim.
Í Kastljósþætti kvöldsins kom fram að undirbúningur að þessari umfjöllun hafi byrjað í desember síðast liðnum. Þátturinn i kvöld var annars helgaður sölumönnum kuklsins og þeir afhjúpaðir með aðstoð falinna myndavéla.
Viðskiptamódel Kastljóss er þetta: Kastljós gerir samning við forsvarsmenn MND-félagsins um að afhjúpa kuklara - enda er það gott sjónvarpsefni - en á móti fá MND-sjúklingar sjónvarpstíma til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri.
Ef Kastljós fær verðlaun fyrir þessa frammistöðu er álitamál hvort þau ættu að koma frá Blaðamannafélaginu eða Félagi almannatengla.
![]() |
Lögbannskröfunum hafnað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 3. mars 2015
Vélbyssu-Helgi Hrafn og tölvuleikirnir
Þingmaður Pírata segir dómstólana ekki veita almenningi vörn þegar lögreglan þarf á dómsúrskurði að halda. Sami þingmaður, Helgi Hrafn Gunnarsson, sagði á alþingi þegar til umræðu var vélbyssueign lögreglunnar
Ég hef spilað nógu marga tölvuleiki um ævina til að þekkja þetta vopn. Þetta er drápstæki, sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Úr hvaða tölvuleikjum ætli Helgi Hrafn hafi vitneskju sína um réttarfarið á Íslandi?
![]() |
Sagði enga vernd í dómstólum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 3. mars 2015
Stórflótti vinstrimanna frá ESB
Jón Baldvin Hannibalsson segir það; Stefán Ólafsson einnig og Katrín Jakobsdóttir fetar sömu slóð: Ísland er ekki á leið í Evrópusambandið í fyrirsjáanlegri framtíð.
Íslenskri vinstrimenn eru ekki einir um að yfirgefa Evópusambandið. Þingmaður Syriza í Grikklandi skrifar í Guardian að eini möguleikinn á mannsæmandi lífi er utan evrunnar.
ESB-sinnar á Íslandi geta ekki leitað til hægri eftir stuðningi. Leiðari Viðskiptablaðsins tók af öll tvímæli um staðfesta óbeit á evrunni.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 3. mars 2015
Píratar fá fokk-fylgið
Á hverjum tíma er í samfélaginu hópur fólks sem finnst allt í fokki og staða sín sérstaklega. Þetta fólk veitir óánægju sinni útrás með því að velja fyrir okkur hin ókræsilegasta kostinn sem í boði er hverju sinni.
Óánægjufylgið gerir sjaldnast út um kosningar, þó það komi fyrir, sbr. kosningasigur Jóns Gnarr á sínum tíma, en mælist iðulega í skoðanakönnunum. Útlátalaust er að segja hvurn fjandann sem vera skal lendi maður í úrtaki.
Fokk-fylgið mun ekki endast Pírötum fram að næstu kosningum.
![]() |
Píratar í stórsókn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 2. mars 2015
7% lýðræði vinstrimanna með spillingarviðbiti
Göturnar í Reykjavík eru ónýtar vegna hirðuleysis og fatlaðir fá ömurlega þjónustu; en borgarstjórnarmeirihluti vinstrimanna splæsir í lýðræðiskosningar um gæluverkefni eins og leikvelli og gangstíga.
Til að kóróna lýðræðisfáránleikann, sem aðeins 7% kjósenda sinnir, þá sjá embættismenn um að ota sínum tillögutota fram til atkvæða.
Spillingarviðbitið bætir ekki yfirbragð lýðræðisfláttskapar vinstrimanna.
![]() |
Spilling í Betri hverfum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Mánudagur, 2. mars 2015
Lögmenn selja sig ómálefnalega
Lögmenn eiga að heita sérfræðingar í lögum og réttarfari. Þeir fá heimild frá hinu opinbera til málflutnings í héraðsdómi og Hæstarétti. Alvarlegt er þegar lögmenn selja sig skjólstæðingum sínum með hugarfari þess sem falsar og prettar.
Sævar Þór Jónsson lögfræðingur skrifar hugvekju um miður heppilega þróun meðal lögmanna.
Almannavaldið hlýtur að grípa í taumana og beita sektum og réttindamissi gagnvart þeim lögmönnum sem kunna ekki með réttindi sín að fara.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 2. mars 2015
Stefán Ólafs: Framsókn þjóðernissinnaður velferðarflokkur
Stefán Ólafsson prófessor hafnar ESB-Samfylkingu og telur að Framsóknarflokkurinn gegni lykilhlutverki á miðvinstrivæng stjórnmálanna. Stefán er talinn helsti hugmyndafræðingur vinstriarms Samfylkingarinnar.
Stefán skilgreinir Framsóknarflokkinn sem þjóðernissinnaðan velferðarflokk og telur henn afl breytinga í íslenskum stjórnmálum. Hann skrifar
Flokkar sem kallaðir er hægri popúlistaflokkar (sem í raun eru þó meira þjóðlegir velferðarflokkar) gera sig gildandi svo um munar. Taka mikið fylgi úr lægri og milli stéttum, frá bæði vinstri og hægri flokkum, þar á meðal klassískt fylgi jafnaðarmannaflokka á Norðurlöndum. Þetta virðist ætla að verða mikil breyting á landslagi stjórnmálanna víða.
Afgerandi afneitun Stefáns á ESB-áráttu forystu Samfylkingar, sem skilaði flokknum 12,9% fylgi í síðustu kosningum, er til marks um að helsta stefnumál flokksins er orðið dragbítur á þróun hans. Enginn mælir fyrir ESB-stefnunni í flokknum en flestir láta hana afskiptalausa. Á meðan svo háttar veldur ESB-málið pólitískri lömunarveiki í flokknum. Öll pólitísk vötn Samfylkingar falla til Brussel en almenningur fúlsar við.
Stuðningur Stefáns við Framsóknarflokkinn slær vopnin úr höndum þeirra samfylkingarmanna sem reyna að útmála Framsókn sem rasískan flokk, óalandi og óferjandi.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 1. mars 2015
S-greining Styrmis og misheppnaðasta stéttin
Styrmir Gunnarsson skrifar pólitíska greiningu í helgarblaðinu um stöðuna á Íslandi og beinir einkum sjónum sínum að S-flokkunum, Sjálfstæðisflokki og Samfylkingu. Kjarninn í greiningunni er þessi
Að nokkru leyti má segja að vandi flokkanna sé áþekkur. Hvorugur flokkanna höfðar beint til »hins þögla meirihluta« meðal íslenzkra kjósenda. Sjálfstæðisflokkurinn er enn hallur undir sjónarmið sérhagsmunahópa innan atvinnulífsins. Sú var tíðin fyrir mörgum áratugum að sjávarútvegur og verzlun tókust á innan flokks en þá var þar öflugur hópur verkalýðsmanna, sem skapaði ákveðið jafnvægi á milli. Nú sést of lítið til síðastnefnda hópsins en auðvitað fór þetta svo allt úr böndum í byrjun nýrrar aldar, þegar peningarnir tóku völdin í íslenzku þjóðfélagi.
Samfylkingin hefur aldrei náð að mynda tengsl við rætur þeirra flokka, sem stóðu að myndun hennar, þ.e. við verkalýðshreyfinguna, þótt einstaka forystumenn í þeirri hreyfingu hafi verið hallir undir hana. Hún hefur í þess staðið orðið flokkur þeirrar pólitísku yfirstéttar, sem hefur búið um sig í háskólasamfélaginu.
Stéttin sem átti að taka við þegar útgerð og verslun sigldu sig í kaf með Sjálfstæðisflokknum er stétt háskólamanna með lögheimili í Samfylkingunni og varnarþing í Vinstri grænum.
Stétt háskólamannanna, sem hefði átt að taka völdin til langs tíma á Íslandi eftir kosningarnar 2009, sýndi sig vera misheppnaðasta valdastétt Íslandssögunnar sem fokkaði svo kirfilega upp sínum málum að hún ber ekki sitt barr næstu áratugi.
Tvenn stærstu mistök háskólamannanna var yfirgengilega bernsk pólitík um að Ísland ætti heima í Evrópusambandinu annars vegar og hins vegar algert hugleysi gagnvart erlendum kröfuhöfum í Icesae-málinu.
Þegar stjórnmálaafl sýnir sig hvorttveggja heimskt og huglaust eru dagar þess taldir. Eins og kom á daginn í kosningunum vorið 2013 þegar Samfylkingin fékk 12,9 prósent fylgi og Vg 10,9 prósent.
Til samans höfðu þessir flokkar meirihluta á alþingi kjörtímabilið 2009 til 2013. Þetta var stærsta tap stjórnarflokka í gervallri sögu Evrópu frá miðri síðustu öld og má fremur líkja við náttúruhamfarir en stjórnmál. Enda ganga háskólamenn með hauspoka síðan og spyrja sig hvers vegna þeir séu of huglausir að taka þátt í umræðunni. Svarið blasir við; háskólafólkið fékk tækifæri en klúðraði því á Richter-skala.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 1. mars 2015
Veðurpólitík og veðursaga Íslands
Gríðarlegir hagsmunir, bæði mældir í peningum og orðspori vísindamanna, eru í húfi í umræðunni um loftslagsbreytingar - og hvort þær séu af völdum manna.
Loftslagsbreytingar eru verulegar löngu áður en maðurinn bjó yfir tækni til að breyta nokkru um veðurfar. Úr íslenskri sögu er til hugtakið ,,litla ísöld" sem nær yfir veðurbreytingar frá um 1100 og fram undir 19.öld. Trausti Jónsson veðurfræðingur tekur saman rannsóknir á þessum tímabili og segir
Aðalatriðin eru þó hin sömu, hlýtt er fram yfir aldamótin 1100, síðan tekur heldur kaldari tími við fram um 1450, en kuldakastið um 1350 er veigaminna hjá Moberg. Þar koma köldustu kaflarnir á 16. öld en 17. öldin er líka mjög köld. Nítjánda öldin virðist svipuð eða ívið hlýrri en sú 18. og báðar síðasttöldu aldirnar virðast greinilega hlýrri en hin 17.
Litla ísöldin skilur á milli gullaldar Íslandssögunnar og endurreisnarinnar sem hófst á 19.öld; litla ísöld var tími eymdar á Íslandi.
![]() |
Snjóbolti útilokar hlýnun jarðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Laugardagur, 28. febrúar 2015
Ríkissaksóknari bruðlar með almannafé
Hentistefna sitjandi ríkissaksóknara, t.d. að lögsækja vegna mistaka hjúkrunarfólks, og pólitískir leiðangrar eins og í lekamálinu sýna ótvírætt að ríkissaksóknari kann ekki að fara með opinbert fé.
Það síðasta sem við eigum að gera er að verðlauna embættismenn sem ekki kunna sér hóf.
Frekar en að auka fé til embættis ríkissaksóknara ætti að draga úr fjárveitingum til embættisins.
![]() |
Nær ekki í skottið á málahalanum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)