Lögreglan leitar transhatara, finnur sálfrćđing

Arnar Sverrisson sálfrćđingur skrifađi grein í Vísi fyrir tveim árum um kynröskun stúlkna og sagđi m.a.

Fram ađ ţessu hafa drengir og karlar ađallega ţjáđst af kynröskun – jafnvel sex til níu sinnum oftar. En nú virđist hafa brotist út faraldur međal unglingsstúlkna – jafnvel snemma á gelgjuskeiđi - sem eru ónógar sjálfum sér, angistarfullar og daprar í bragđi. Faraldurinn er í eđli sínu svipađur öđrum sálsýkisfaraldri, t.d. sjálfsmeiđingum og lystarstoli. Ţróunin er uggvćnleg.

Arnar skrifar yfirvegađan texta og vísar í heimildir. Hann vekur máls á lýđheilsuvanda. Hćgt er ađ vera sammála eđa ósammála. Kynna sér efniđ og hafa skođun. Eđa leiđa máliđ hjá sér. En hvađ gerist?

Jú, Fréttin segir frá ţví ađ Arnar sé bođađur í skýrslutöku hjá lögreglu fyrir hatursorđrćđu gegn transfólki. Einhver móđgast og kćrir hatur. Einhver ţolir ekki umrćđu og sigar lögreglunni á mann međ skođun.

Frumrannsókn sýndi engan glćp og málinu var vísađ frá. En ţá kom pólitíkin til skjalanna. Lögreglunni var skipađ ađ endurvekja máliđ; ţađ vantar ađ fylla upp í ákćrukvótann fyrir hatursorđrćđu.

Pólitískur rétttrúnađur er kominn á ţađ stig ađ skotleyfi er á menn međ rangar skođanir. Búiđ er ađ ákveđa fyrirfram ađ hatur sé ţarna úti í samfélaginu. Finna ţarf blóraböggul til ađ rannsaka og ákćra. Sálfrćđingur vekur athygli á lýđheilsuvanda og er bođađur í yfirheyrslu lögreglunnar. Rétttrúnađurinn ţarf sinn bikar af blóđi.

Menningarmarxismi, eins og efnishyggjuútgáfan, ţarf sitt KGB. Sovét-Ísland 2022.


Finnland og Níkaragva, Bandaríkin og Rússland

Finnland ćtlar ađ ganga í Nató ásamt Svíţjóđ. Vestrćn afstađa er ađ fullvalda ríki eigi rétt ađ ganga í hernađarbandalag og vista í sínu landi erlenda heri, kjarnorkuvopn ef ţví er ađ skipta.

Daníel Ortega forseti Níkaragva tekur fagnandi vestrćnum bođskap og rétt fullvalda ríkja. Samkvćmt Washington Post býđur Ortega Rússum ađ senda til sín herliđ og vopn.

Síđast ţegar ţjóđríki í Suđur-Ameríku bauđ til sín rússnesku herliđi lá viđ kjarnorkustyrjöld. Í sögubókum heitir atvikiđ Kúbúdeilan og er sextug í ár.

Bandaríkin telja Suđur-Ameríku bakgarđ sinn og leyfa engu erlendu stórveldi afskipti ţar um slóđir. Stefnan er kölluđ Monroe-yfirlýsingin og er 200 ára gömul.

Ef Suđur-Ameríka er bakgarđur Bandaríkjanna er Finnland kálgarđur Rússa. Og verđur nú spurningin sérlega athyglisverđ um rétt fullvalda ríkja til ađ velja sér hernađarbandalag.


mbl.is Finnar ganga ekki í NATO án Svía
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Biden: Selenskí tapađi Úkraínustríđinu

Vesturlönd vita ađ Úkraína tapar stríđinu viđ Rússa. Biden Bandaríkjaforseti leggur grunn ađ frásögninni ađ tapiđ sé Selenskí forseta Úkraínu ađ kenna.

Selenskí er í raun leiksoppur tveggja ađila, vesturlanda annars vegar og hins vegar úkraínskra olígarka. Hann lék forseta í sápuóperu. Ţótt leika af innlifun og var gerđur ađ forseta. 

Eftir innrás Rússa 24. febrúar varđ Selenskí alţjóđleg stórstjarna. Hann var á beinu streymi á ráđstefnum og ţjóđţingum um víđa veröld, einnig á alţingi Íslendinga. Ţetta var á fyrstu vikum stríđsins ţegar Úkraína átti ađ sigra Rússa međ vestrćnum vopnum. Selenskí var Davíđ sem sigrađi pútínískan Golíat.

Stöđugar fréttir vestrćnna fjölmiđla um stórsigra Úkraínuhers á innrásarliđinu, ásamt breiđsíđum um fjöldamorđ Pútínhersins á saklausum borgurum sannfćrđu marga um ađ réttlátur Davíđ hefđi betur gegn ranglátum Pútín.

Leiktjöldin voru trúverđug en á bakviđ ţau var Úkraínuher á undanhaldi. Rússar sóttu fram og lögđu undir sig lönd. Vesturlönd áttuđu sig á ekki síđar en í apríl ađ Úkraína myndi tapa stríđinu. Ţađ ţurfti ađ hanna frásögn til ađ útskýra fyrir alţjóđ niđurlćginguna. Finna blóraböggul. 

Drög ađ nýju handriti eru ađ Selenskí sé ekki Davíđ gegn Golíat heldur breysk hetja, er glímir viđ veruleikafirringu. Á nćstum dögum fáum viđ fréttir um ađ Selenskí beri ábyrgđ á slćmri herstjórn og gífurlegu mannfalli. 

Samhliđa nýrri frásögn lćtur vestriđ eins og ţađ vilji bjarga Úkraínu. Úrsúla von der Leyen forseti framkvćmdastjórnar heimsótti Kćnugarđ. Úkraínuforseti sagđi ađ á sléttum Garđaríkis réđist framtíđ hins vestrćna heims. Úrsúla klappađi forsetanum á bakiđ og sagđi Úkraínu bráđum í ESB. En Úkraína fer aldrei inn í ESB án ţess ađ hafa viđurkennd landamćri. Stórir hlutar landsins eru undir hernámi Rússa.

Fréttir herma ađ forseti Frakklands, forsćtisráđherra Ítalíu og kanslari Ţýskalands heimsćki Kćnugarđ innan skamms. Stórfrétt, ef satt reynist. Mögulega ćtlar ţríeykiđ ađ bjóđa Selenskí afarkosti. Ađ hann semji strax viđ Rússa, gefi frá sér ţađ land sem ţarf til ađ kaupa friđ. Eđa ađ vestriđ yfirgefi Úkraínu og kenni Selenskí um ađ tapa stríđinu.

Vesturlönd hafa ekki lengur efni á stríđinu í Garđaríki. Efnahagskerfi ţeirra eru í uppnámi, hrávöruskortur vegna viđskiptaţvingana gerir illt verra.  


mbl.is Segir Selenskí hafa hundsađ viđvaranir
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Elko, N1, Krónan og skilabođ eigenda

Eggert Ţór Kristófersson forstjóra Festar, sem á Elko, N1 og Krónuna, var rekinn fyrir ađ hlusta á unga konu, Vítalíu Lazarevu, sem sagđi farir sínar ekki sléttar í samskiptum viđ Ţórđ Má Jóhannesson stjórnarformann Festar. Eggert Ţór hefur ađ öllum líndum kynnt stjórn Festar sjónarmiđ sem ekki sýndu sparihliđina á Ţórđi Má stjórnarformanni.

Vítalía lagđi fram kćru vegna framkomu Ţórđar Más og tveggja annarra frammámanna í viđskiptalífinu, Ara Edwald og Hreggviđ Jónsson. Ţórđur Már sagđi af sér stjórnarformennsku í kjölfar ásakana ungu konunnar. Hinir tveir fóru sömu leiđ, undir ţrýstingi eigenda og almenningsálits. 

Ţótt kurlin séu ekki öll komin til grafar um samskipti Vitalíu og ţremenningana virđist augljóst ađ ţau uppfylltu ekki eđlileg viđmiđ í siđuđu samfélagi.

Mótsagnakenndar yfirlýsingar eigenda Festar um ástćđur uppsagnar Eggerts eru ótrúverđugar. Engar líkur eru ađ fimm manna stjórn Festar hafi nokkrum vikum eftir skyndilegt brotthvarf stjórnarformanns komist ađ málefnalegri niđurstöđu um ađ félagiđ ţyrfti nýjan forstjóra. Annađ býr ađ baki. Nćrtćkasta skýringin er ađ Ţórđur Már sé skuggastjórnandi Festar og ráđi ferđinni á bakviđ tjöldin.

Vitalía segir ađ Eggert hafi reynst sér vel. Ţađ er líklegasta skýringin á óvćntri uppsögn forstjórans. Hefnd fyrir ađ taka ekki ţátt í yfirhylmingu.

Festi er almenningshlutafélag og lífeyrissjóđir eiga ţar stóran hlut. Ţórđur Már er hluthafi og fékk stuđning annarra hluthafa til stjórnarformennsku. Hann brást trausti, sýndi af sér framkomu sem er óbođleg stjórnarformanni almenningshlutafélags. 

Í stađ ţess ađ vinna í sínum málum og bíđa niđurstöđu kćrunnar gengur Ţórđur fram undir formerkjunum ,,ég á ţetta, ég má ţetta."

Ţetta 2007-viđhorf auđmanna á ekki ađ líđast. Rík skylda hvílir á međeigendum Ţórđar Más, ekki síst lífeyrissjóđum, ađ skera upp herör gegn ósómanum.

Gangi ţađ fram ađ skuggastjórnandi međ stórskađađ orđspor komist upp međ ađ reka ţá sem ekki hylma yfir siđleysiđ, ađ ekki sé talađ um meint afbrot, eru kolröng skilabođ send til atvinnulífsins og út í samfélagiđ.


mbl.is Stjórn Festi stađfestir brottrekstur Eggerts
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Reynir Trausta, fréttaslúđur og RSK-miđlar

Fréttir eru eitt en slúđur annađ. Fréttir byggja á heimildum en slúđur orđasveimur, undir hćlinn lagt hvort flugufótur sé fyrir eđa hreinn skáldskapur. Reynir Traustason vinnur međ fréttaslúđur, gerir ekki greinarmun á ţví sem er og ímyndun.

Reynir á ađ baki langa sögu í fréttaslúđri. Fyrir 19 árum skrifađi hann alrćmda frétt um ađ Davíđ Oddsson hafi sigađ lögreglunni á Baug. Sigurgeir B. Kristgeirsson framkvćmastjóri Vinnslustöđvarinnar skrifar grein ţar sem rekur nýleg afrek Reynis í fréttaslúđri.

Til ađ fréttaslúđriđ nái flugi, fái útbreiđslu, ţarf ađ koma ţví sem víđast á framfćri. Ásamt Mannlífi rekur Reynir Kvennablađiđ ţar sem hann endurbirtir valiđ slúđur. Lesendur halda ađ um tvo sjálfstćđa miđla sé ađ rćđa, ţannig fćr slúđriđ trúverđugleika. Ţá skipta vina- og fjölskyldutengsl máli. Ţađ eru til fjölmiđlafjölskyldur, eins og Sigurgeir vekur athygli á. 

RúV, Stundin og Kjarninn, RSK-miđlar, stunda skipulega sama leikinn og Reynir. Einn ríđur á vađiđ međ fréttaslúđur og hinir fylgja í humátt á eftir međ sinn vinkil á sama efni. Fjölskyldu- og vinatengsl ákveđa hvađa slúđri skuli gert hátt undir höfđi. 

Ţegar mikiđ liggur viđ eru tveir miđlar látnir birta samtímis fréttaslúđriđ. Ađalsteinn Kjartansson á Stundinni og Ţórđur Snćr á Kjarnanum störfuđu eftir nákvćmri tímaáćtlun viđ undirbúning umfjöllunar um ,,skćruliđadeild" Samherja. Ţeir t.a.m. hringdu í Pál skipstjóra međ tíu mínútna millibili daginn fyrir birtingu.

Hvorki Reynir né RSK-miđlar láta sig nokkru varđa almannahagsmuni, sem eru ađ fá fréttir byggđar á heimildum. Ţađ eru ýmist hagsmunir auđmanna, pólitískir hagsmunir eđa persónulegir dyntir sem ráđa ferđinni. Tök RSK-miđla á blađamannastéttinni eru slík ađ ţeir fá verđlaun fyrir fréttaslúđur sem fengiđ er međ glćpum.

Samrćmdar ađgerđir fjölmiđla gera slúđur ađ sannleika. 

 


mbl.is Reynir braut siđareglur međ umfjöllun um Róbert
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Helgi Seljan namibískur blađamađur

Dagblađiđ Namibian, gefiđ út í samnefndu landi, er komiđ međ íslenska blađamenn í sína ţjónustu, ţá Helga Seljan og Inga Frey Vilhjálmsson.

Helgi og Ingi Freyr eru blađamenn á Stundinni. En ţeir eru jafnframt skráđir fyrir frétt i Namibian um ... haldiđ ykkur ... Namibíumáliđ.

Máliđ verđur enn kostulegra ţegar fréttin er lesin. Helsta heimildin fyrir fréttinni í Namibian er ... haldiđ ykkur ... Stundin.

Nú vantar bara ađ hinir tveir hlutar RSK-miđla, RÚV og Kjarninn, birti fréttir sem byrja svona: ,,samkvćmt namibísku dagblađi...".

Endurnýting frétta verđur vart skilvirkari.

Fréttin í Namibían gćtir ţess vandlega ađ nefna ekki höfuđpaurinn í málinu og stjörnuvitni, Jóhannes Stefánsson sem neitar ađ mćta í yfirheyrslu í Namibíu - líkt og fjórmenningar á RSK-miđlum á Íslandi.

Hvernig vćri nú, fyrst blađamenn eru sjálfir ađalheimildir frétta, ađ Helgi Seljan tćki viđtal viđ Ţóru á RÚV og Ţórđ Snć á Kjarnanum um stöđu ţeirra sem sakborninga í sakamáli ţar sem byrlun og gagnastuldur koma viđ sögu? 

 


mbl.is Fundađ međ namibískum rannsakendum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Helgi S. og RÚV taka Namibíusnúning

Helgi Seljan, sem hraktist af RÚV vegna rannsóknar lögreglu á byrlun og stuldi, freistar ţess ađ blása lífi í Namibíumáliđ svokallađa međ frétt á Stundinni. Félagarnir á RÚV endurbirta

Namibíumáliđ gengur út á ásakanir eins manns, Jóhannesar Stefánssonar, um ađ Samherji hafi stundađ stórfelldar mútugreiđslur og framiđ önnur afbrot á međan útgerđin stundađi veiđar ţar syđra. Jóhannes var Samherji í Namibíu, ćđstráđandi til sjós og lands í útgerđinni ţar.

Snúningur Helga og RÚV ađ ţessu sinni er ađ láta ađ ţví liggja ađ íslensk stjórnvöld komi í veg fyrir ađ réttađ verđi yfir ţremur íslenskum mönnum í Namibíu.

En ţađ er einfaldlega ekki rétt.

Ađalástćđan fyrir ţví ađ saksóknari í Namibíu kemst hvorki lönd né strönd er ađ stjörnuvitniđ, Jóhannes Stefánsson, harđneitar ađ mćta í skýrslutöku hjá lögreglunni í Namibíu og í framhaldi koma fyrir dómstóla.

Fćri Jóhannes til Namibíu yrđi sennilega ađeins einn Íslendingar ákćrđur fyrir misferli og glćpi.

Ţađ lá fyrir í október sl. ađ engir Samherjamenn yrđu ákćrđir í Namibíu. Meint gögn i málinu eru öll ţví marki brennd ađ hafa fariđ um hendur Jóhannesar Stefánssonar. Hann er ekki trúverđug heimild, frómt frá sagt.

Hvorki Helgi né RÚV vekja athygli á ađ máliđ stendur og fellur međ Jóhannesi. Í lok fréttar RÚV kemur neyđarleg játning:

Dómsmálaráđuneyti Namibíu hefur ađ sama skapi ekki enn sent formlega beiđni til Íslands um framsal mannanna.

,,Mennirnir" sem vísađ er til eru ţrír starfsmenn Samherja. Ástćđan fyrir ţví ađ dómsmálaráđuneyti Namibíu fer ekki fram á framsal ţeirra er ađ namibískur dómstóll telur engar forsendur fyrir ákćru.

Og hvers vegna er ţađ?

Jú, ástćđan er ađ Jóhannes Stefánsson neitar ađ fara til Namibíu.

Síđasti Namibíusnúningur Helga Seljan og RÚV er eins og ţeir fyrri: bara reykur. Ţađ er enginn eldur. En ţess meira af lygum og ţvćttingi sem dómgreindar- og samviskulausir RSK-miđlar lepja upp. 

Í stađ ţess ađ taka enn einn snúninginn á Namibíumálinu ćttu Helgi og RÚV ađ segja fréttir af sakamálarannsókn á Íslandi. Almenningi ţyrstir í fréttir af fjórum sakborningum sem eiga ađild ađ byrlun og gagnastuldi. Fjórmenningarnir eru blađamenn á RSK-miđlum. En ţađ ríkir dauđaţögn um fréttamál sem á brýnt erindi viđ alţjóđ.


Ég er ópólitískur, kýs Framsókn

Fyrir skemmstu var óhugsandi ađ framsóknarmađur yrđi borgarstjóri. Flokkurinn var í útrýmingarhćttu á höfuđborgarsvćđinu. En nú verđur frammari borgarstjóri, ađ vísu eftir tvö ár.

Einu sinni var Sjálfstćđisflokkurinn í ţeirri stöđu ađ ópólitískir kusu flokkinn. Framsókn er óđum ađ nálgast ţađ ţćgilega fylgispólitíska umhverfi. Ţingkosningar, kosningar til sveitarstjóra og kannanir segja ţá sögu. Framsókn er viđ 17 prósent fylgi. XD hefur enn 3-5 prósentustiga forskot sem fer minnkandi.

Framsókn er ekki hugmyndaflokkur, var ţađ síđast á dögum Jónasar frá Hriflu fyrir miđja síđustu öld. (Valdatíđ Sigmundar Davíđs undantekning). Flokkurinn er samkvćmt hefđ tilbúinn ađ vinna til hćgri og vinstri. Ópólitíska miđjan.

,,Er ekki best ađ kjósa Framsókn?" er risminna en ,,stétt međ stétt". En viđ lifum ekki rismikla tíma. Velmegun og óánćgja haldast í hendur. Almenningur er feitur ţjónn í leit ađ ţćgilegum húsbónda.  

Sjálfstćđisflokkurinn hefur ekki fundiđ fjölina sína frá hruni. Víst er hann enn stćrstur flokka, en nú má ekki miklu muna. Framsókn nartar í hćlana.

Sjálfstćđisflokkurinn var síđast hugmyndaflokkur ţegar Davíđ Oddsson var í forsvari. Hćgriflokkur međ víđa skírskotun. Á seinni árum eru tilburđir flokksins ađ koma til móts viđ andstćđinga sína og apa eftir frjálslyndri vinstritísku. Ekki hefur dregiđ úr ţeirri viđleitni í ríkisstjórnarsamstarfi međ Vinstri grćnum.

Á ţeim tíma ţegar ópólitískir kusu Sjálfstćđisflokkinn mátti ganga ađ vísri borgaralegri hugmyndafrćđi, bćđi í efnahagsmálum og menningu. Í dag er allt heldur ógreinilegra.

Flokknum til afsökunar voru skýrari línur á milli hćgri og vinstri um aldamótin, ađ ekki sé talađ um tímabiliđ kennt viđ kalda stríđiđ. Evrópskir hćgriflokkar eru ekki í mikiđ betri stöđu. Breski Íhaldsflokkurinn, til dćmis, tók upp Grétufrćđi í loftslagsmálum til ađ ţóknast vinstritísku. Hugsunin virđist vera ađ betra sé ađ veifa röngu tré en öngvu.

Framsókn iđkar hagnýt stjórnmál, stendur á gömlum merg, elstur starfandi flokka. Kjósendur telja sig ekki taka áhćttu ađ greiđa Framsókn atkvćđi sitt.

Aukiđ vćgi Framsóknar má túlka ţannig ađ í hugmyndabaráttunni sé runninn upp úrvinnslutími. Hvađ virkar? er spurt. Kannski virkar Framsókn. Kannski ekki.  

 


mbl.is Dagur og Einar skipta međ sér borgarstjórastólnum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Rússneskt jafntefli

Efnahagslegur stormur er i ađsigi, segir Jamie Dimon forstjóri JP Morgan. Stormurinn er ţríţćttur: óhófleg peningaprentun frá 2008, verđbólga/vaxtahćkkun/lánsfjárţurrđ - og Úkraínustríđiđ.

Sameiginlegt ţáttunum ţremur er ađ engin söguleg fordćmi eru fyrir ţeim. Á tćknimáli heitir peningaprentun QE. Andstćđan, QT, sem Dimon segir blasa viđ, er peningalegt ađhald, minna fjármagn í umferđ. Stórstríđ í Evrópu er fordćmalaust frá lokum seinni heimsstyrjaldar.

Vesturlönd eru háđari skilvirkum fjármálamörkuđum en ađrir heimshlutar. Stríđiđ í Úkraínu eykur verđbólguţrýsting, einkum á hrávöru eins og olíu og korni, og gerir illt verra efnahagslega. Ađ ekki sé talađ um mannlegar hörmungar og hćttu á stigmögnun, jafnvel upp í kjarnorkustríđ. Samstađa er um ađ sumariđ skilji á milli feigs og ófeigs. Í haust er um seinan ađ redda sér fyrir horn.

Úkraínustríđiđ er óvissuţáttur sem hćgt er ađ ná tökum á međ tiltölulega skömmum fyrirvara. Hinir tveir ţćttirnir eru óáţreifanlegri en ekki mannskćđir. Hćtta á stigmögnun er bundin viđ félagslega og pólitíska ókyrrđ - en ekki manndráp í stórum stíl.

Ţrenn úrslit eru hugsanleg í Úkraínustríđinu. Jafntefli međ friđarsamningum, úkraínskur sigur og rússneskur sigur. Á skrifandi stundu er rússneskur sigur líklegastur.

Sigur Rússa ţýđir vestrćn niđurlćging. Rússar hefđu öll ráđ Evrópu í hendi sér. Sigursćlasti herinn vćri ţeirra og í kaupbćti sitja Rússar á gasi, olíu og korni sem Evrópu sárvantar. Ekki svo ađ skilja ađ Rússar séu líklegir ađ ásćlast aukna landvinninga eftir Úkraínu. En ţeir munu ekki leggja sig fram um ađ bjarga Vestur-Evrópu frá efnahagskreppu og fyrirsjáanlegum félagslegum og pólitískum óstöđugleika.

Óstađfestar fréttir á jađarmiđlum segja ađ í stórum Evrópuríkjum s.s. Frakklandi, Ítalíu, Ţýskalandi og Bretlandi séu valkostir viđ rússneskan sigur ítarlega greindir og metnir. Úkraínskur sigur er nćr óhugsandi. Útfćrsla á jafntefli er eini raunhćfi möguleikinn.

Í fáum orđum: Vestur-Evrópa, međ samţykki Bandaríkjanna, skipar stjórninni í Kćnugarđi ađ semja viđ Rússa og láta af hendi ţađ land sem ţarf til ađ kaupa friđ. Selenskí forseti og stjórn hans er fjármögnuđ af vesturlöndum. Kćnugarđur verđur ađ hlýđa ákveđi Vestur-Evrópa ađ komiđ sé nóg af stríđsbrölti. Einu rökin sem ráđandi öfl í vestrinu myndu hlusta á eru sigrar Úkraínuhers á vígvellinum. Ţar er fátt um fína drćtti upp á síđkastiđ.

Ţađ mćtti kalla slíka friđarsamningana jafntefli. Rússneskt jafntefli.

 


mbl.is „Ekki niđurlćgja Rússland“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Fúkyrđi, sjálfsálit og sannfćring

Ţjóđmálaumrćđan einkennist af ćsingi, upphrópunum og fúkyrđa­flaumi, skrifar Kolbrún Bergţórsdóttir í Fréttablađiđ.

Peter Hitchens, sem einu sinni var vinstrimađur, segir ástćđuna fyrir heift vinstrimanna ţá ađ ţeir séu sannfćrđir um eigiđ ágćti annars vegar og hins vegar réttmćti málstađarins.

Vinstristefna, hvort heldur kratismi eđa sósíalismi, taldi sig kunna uppskriftina ađ framtíđinni. Ţađan kemur sannfćringin, ađ vita hvernig heimurinn á ađ vera. Ef uppskriftinni verđur ekki fylgt, segja vinstrimenn, blasir viđ heimsendir. Ragnarök kapítalismans hét ţađ fyrrum. Ţegar sá heimsendir lét bíđa á eftir sér fundu vinstrimenn nýja ógn, manngert veđurfar.

Vinstrimenn eru löngum flinkir í orđrćđunni. Ţeir setja saman tákn og texta međ bođskapnum. Lítiđ dćmi er nýtt meint listaverk í fjörukantinum vestur í bć, skammt frá JL-húsinu. í texta međ verkinu er fjasađ um súrnun sjávar. Dómsdagur er í nánd. Grétufrćđi gerđ listrćn. Á kostnađ skattborgaranna, auđvitađ.

Vinstrimenn eru gjarnan sérfrćđingar á sviđum ţar sem ţekking er af skornum skammt. Ţróun efnahagskerfa ţóttust ţeir sjá fyrir á 19. öld og á 21. öld hvernig veđriđ verđur eftir 50 ár. Samt ţora ekki einu sinni veđurfrćđingar ađ spá veđri nema nokkra daga fram í tímann. Litla ţekkingu bćta vinstrimenn upp međ sjálfsáliti og sannfćringu. Sé ţeim andmćlt er stutt í fúkyrđaflauminn.

Eins og dćmin sýna.

 

 

 

 


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband