Skotfærin búin hjá stjórninni

Ríkisstjórnin er skotfæralaus í umræðunni um Icesave-frumvarpið. Þau skotfæri sem berast á vígvöllinn þar sem barist er um fjárhagslega framtíð þjóðarinnar falla öll í skaut stjórnarandstöðunnar. Við lok þriðju umræðu fréttist af nýjum gögnum sem þingmenn hafa ekki fengið að sjá og lúta m.a. að undanskoti upplýsinga aðalsamningamanns Íslands gagnvart utanríkisráðherra.

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra tóku umræðuna fyrir hönd stjórnarinnar í gærkvöldi. Þegar leið á umræðuna lét Össur sig hverfa og Steingrímur J. stóð einni í brúnni. 

Vörn Steingríms J. var til að byrja með að öll nauðsynleg gögn hefðu þegar komið fram í málinu. En hann lenti fljótlega í mótsögn við sjálfan sig þegar hann viðurkenndi að æskilegt væri að upplýsa hvort kynningarfundur í London í vor hafi verið haldinn fyrir utanríkisráðherra til að greina frá valkostum í deilunni við Breta og Hollendinga. Össur segist ekki hafa sótt fundinn en samkvæmt gögnum lögmanna Michon de Reya sat Össur fundinn. Í gögnum lögmannsstofunnar kemur jafnframt fram að Svavar Gestsson aðalsamningamaður Íslands hafi farið fram á að utanríkisráðherra fengi ekki að sjá tiltekin gögn er vörðuðu málið.

Sanngirniskrafa er að skjölin verði kynnt og þingmenn fái tækifæri að meta þau. Enfremur að Svavar Gestsson yrði kallaður á þingnefndarfund til að upplýsa undirlegheitin. Í fyrstu ætlaði ríkisstjórnarmeirihlutinnn ekki að verða við þessum óskum en verð að lokum að lúta í lægra haldi.

Skotfæri stjórnarinnar í Icesave-umræðunni eru á þrotum og málefnastaðan gjörtöpuð. Icesave-frumvarpið bíður eftir náðarhögginu.  


mbl.is Icesave-umræðu frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alltaf virðist eitthvað nýtt dúkka upp úr djúpinu. Hvernig geta alþingismenn samþykkt svona álögur á íslenska þjóð þegar öll kurl virðast ekki komin til grafar?

soffía (IP-tala skráð) 30.12.2009 kl. 01:04

2 identicon

Já, margt hefur verið þröngvað ofan í djúpin og reynt að drekkja hjá þessari ógagnsæu stjórn, en að lokum neyðast kafbátarnir alltaf til að sækja sér súrefni.  Efast um að þeir geti troðið marvaðann mikið lengur.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 30.12.2009 kl. 01:16

3 identicon

Er þetta ekki skýrslan sem Össur kannast ekki við:

http://maggib.blog.is/blog/maggib/entry/997908/

Það er oft betra að vera allsgáður á fundum.

þór (IP-tala skráð) 30.12.2009 kl. 01:38

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Myndrænt er málið hjá Pétri Erni um dramatíska atburði ...

Jón Valur Jensson, 30.12.2009 kl. 01:48

5 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Mætum á austurvöll þetta er búið!

Sigurður Haraldsson, 30.12.2009 kl. 01:55

6 identicon

Að reyna að "púlla Denna" á síðustu og verstu er náttúrulega verk fáráðlinga!

Óskar (IP-tala skráð) 30.12.2009 kl. 02:31

7 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Myndræna samlíkingin er skotbardagi. En bardaginn er algjör sýndarmennska. Þeir sem að eru bæði gerendur í forsögu málsins, að einkavæða bankana, leyfa þeim að þenjast út án þess að tryggja bakland í tryggingasjóði og síðan sömu aðilar (Árni, Geir og Davíð) og síðan að undirrita samningsdrög þar sem lýst er yfir að íslenska ríkið ætli að bera ábyrgða á hinum tóma tryggingasjóði.

Eftir það eða frá miðjum nóvember á síðasta ári hætti Icesave að vera pólitískt mál. Íslensk stjórnvöld höfðu kveðið upp úr um að það yrði borgað það sem bretar og hollendingar voru búnir að leggja út vegna lágmarkstryggingar á Icesave reikningum. Eftir það varð málið einfalt innheimtumál. Eingöngu eftir að ræða greiðslutilhögun.

Nú hefur umræða um tilhögun á greiðslunni staðið í ár. Eftir að hafa tapað völdum hefur Sjálfstæðisflokkurinn ekki kannast við króann. Ekki kannast við að hafa hitt dömuna (einkavæðinguna til útvalinna) á ballinu, ekki kannast við að hafa viðurkennt afkvæmið og ásetning um meðlagsgreiðslur. Dagskipunin er bara búum til hávaða og ágreining út af öllu því það er óbærilegt að tveggja flokka ríkisstjórn hafi tekið við völdum í landinu.

En á endanum þegar skotbardaga Flokksins líkur á morgun, þá sést að þeir hafa bara skotið sig í fótinn. Og það verður lengi í minnum haft hversu ótrúverðug slík hagsmunana himpigimpi eru í pólitík.

Gunnlaugur B Ólafsson, 30.12.2009 kl. 02:50

8 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

ATH.   ...tveggja flokka vinstri ríkisstjórn ...

Gunnlaugur B Ólafsson, 30.12.2009 kl. 02:53

9 Smámynd: Baldur Hermannsson

Enn eru til menn sem bera í bætifláka fyrir lygara og landeyður. Er þessi Gunnlaugur á launum við svona aulaskrif - rétt eins og Karl Th. Birgisson?

Baldur Hermannsson, 30.12.2009 kl. 04:30

10 identicon

Ekki skamma Gunnlaug B.  Það hlýtur að vera sárt að horfa upp á átrúnaðargoð sín verða uppvís að því margsinnis að ætla að fela gögn og fótum troða lýðræðið.

Honum er vorkunn.

Ólafur I Hrólfsson (IP-tala skráð) 30.12.2009 kl. 08:09

11 identicon

Hversu langt ætlar þessi ríkisstjórn að teygja sig í linku og aumingaskap gagnvart erlendri þjóð? Hversu langt ætlar þessi ríkisstjórn að ganga í álögum á eigin þegna, álögum sem þegnarnir bera ekki ábyrgð á? Hversu djúpt ætlar þessi ríkisstjórn að sökkva með sig og sína þjóð?

Er allt leyfilegt til þess eins að halda völdum?

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 30.12.2009 kl. 13:02

12 Smámynd: Elle_

Enn eru til menn sem bera í bætifláka fyrir lygara og landeyður.

Já, það er merkilegt hvað fólk kemur og ver ótrúlegar lygar og ósvífni og rangfærslur ICESAVE STJÓRNAR Jóhönnu Sig.  

Elle_, 31.12.2009 kl. 20:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband