Samfylkingin skuldar afsökunarbeiðni

Samfylkingin skuldar þjóðinni afsökunarbeiðni. Vegna ESB-fíflagangs Samfylkingarinnar fara 1,5 milljarður króna í umsóknarvinnu í félagsskap sem þjóðin hefur engan áhuga á. Íslendingar munu ekki í nálægri framtíð samþykkja aðild að Evrópusambandinu.

Aldrei var raunhæfur möguleiki á að þjóðinni snerist hugur enda byggir afstaða þjóðarinnar á langri reynslu fullveldisafsals og afleiðingum þess. Fullvalda þjóð getur tekið ágjöf og hrist af sér óreiðumenn. Þjóð án fullveldis er varanlega á hnjánum.

Ef flokkurinn dregur umsóknina strax tilbaka og biður okkur afsökunar er kannski von til að ESB-sneypa Samfylkingarinnar verði flokknum ekki að fjörtjóni.


mbl.is 29% vilja ganga í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér þykir þú aldeilis bjartur, þessar bullur draga okkur niður í þessa ESB-ormagryfju hvað sem allar skoðanakannanir eða kostningar segja.

Anna Grétarsdóttir (IP-tala skráð) 5.11.2009 kl. 20:46

2 identicon

Er ekki óhætt að bæta ólögvörðum Icesave ofbeldisreikningnum við 1.5 miljarðinn?

 Þetta ætlar að verða asskoti dýrt bjölluat.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 5.11.2009 kl. 20:46

3 identicon

Um þetta veist þú ekkert, fremur en við rakkarnir. En endilega haltu áfram að bulla, það hækkar tölurnar þínar!

Snati (IP-tala skráð) 5.11.2009 kl. 20:48

4 identicon

Páll.

ESB er alvöru mál !

Þetta virðist vera eina von okkar til að hér verði gert eitthvað af viti !

Auðvitað viltu ekki gera neitt af viti, þú tilheyrir einni klíkunni !

JR (IP-tala skráð) 5.11.2009 kl. 21:07

5 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

JR, ég tilheyri þjóðarklíkunni.

Páll Vilhjálmsson, 5.11.2009 kl. 21:12

6 identicon

Páll, það hefur löngum verið vitað að þú tilheyrir Davíðs arminum svokallaða í sjálfstæðisflokknum. Þú veist, þessum sem er á móti ESB og setti Ísland á hausinn árið 2008 eftir margra ára valdasetu á Íslandi.

Það er ennfremur ljóst að engin alvöru umræða hefur átt sér stað um ESB á Íslandi undanfarna mánuði, enda er ekki einu byrjað að semja við ESB og Ísland er ekki orðið opinbert umsóknarríki hjá ESB.

Andstaðan við ESB ríður núna á toppi útlendingahaturs, ásamt þeim áróðri sem kom til vegna Icesave málsins á sínum tíma. Það er vel þekkt staðreynd að andstæðingar ESB notuðu það mál sér til framdráttar, sem verður þó eingöngu tímabundinn þar sem myndin mun verða skýrari þegar rykið fer að setjast. Það er einnig hugsanlegt að gildstaka Lisbon sáttmálans hafi aukið andstöðuna við ESB á Íslandi. Það liggur þó fyrir að þetta mun ganga til baka næsta árið, og á næstu tveimur árum. Sveiflunar munu auðvitað alltaf verða til staðar. Það er hinsvegar ljóst að framsýni íslendinga mun kjósa með aðild að ESB þegar þar að kemur.

Ofan á þetta Páll. Þá hefur engin staðhæfing þín um ESB staðist til dagsins í dag, og ólíklegt er að þær muni gera það í framtíðinni.

Jón Frímann (IP-tala skráð) 5.11.2009 kl. 21:41

7 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Þetta eru gleðileg tíðindi. Einungis 29% þjóðarinnar sjá ekki ígegnum áróðurinn sem haldið hefur verið uppi.  Kreppan skerpir á hugsuninni.

Eggert Guðmundsson, 5.11.2009 kl. 21:57

8 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Aumingja Jón Frímann.

Jóhannes Ragnarsson, 5.11.2009 kl. 22:10

9 Smámynd: Eyjólfur Sturlaugsson

Þú skrifaðir: "Fullvalda þjóð getur tekið ágjöf og hrist af sér óreiðumenn. Þjóð án fullveldis er varanlega á hnjánum"  Ertu ekki með þessu að segja að allar ESB þjóðirnar séu þá á hnjánum ?  Að ESB þjóðir geti ekki tekið ágjöf...

Sjálfsagt að ræða kosti og galla....en það er ekki heil brú í þessu hjá þér.

Eyjólfur Sturlaugsson, 5.11.2009 kl. 22:41

10 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Eyjólfur.

Lestu og hlustaðu á fréttir í Evrópu. Allar þjóðir ESB eru komnar á hnén. Önnur bankakrísa fer að ríða yfir ESB löndin og/eða allar þjóðir Evrópu sem viðkomandi seðlabankar og ríki studdu fall banka sinna þegna.

Mundu þessa athugasemd.

Eggert Guðmundsson, 5.11.2009 kl. 22:51

11 identicon

Hefur ekki fullyrðing Páls og fleiri staðist 100% að mikill meirihluti þjóðarinnar hafnar alfarið að ganga á vit draums Hitlers, ESB samfélagsins "stórkostlega"?

Hvað ætla Jón Fríman, Eyjólfur,JR og hinir beturvitarnir í miklum minnihlutanum að gera í því?

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 6.11.2009 kl. 00:03

12 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Jón Frímann er snilld, það er leitun að öðru eins sambandsleysi við raunveruleikann :D

Hjörtur J. Guðmundsson, 6.11.2009 kl. 08:08

13 Smámynd: Egill M. Friðriksson

Þá býst ég við að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn skuldi okkur afsökunarbeiðni fyrir að hafa ekki sótt um aðild í stjórnartíð sinni. En skoðanakannanir frá 1997-2004 sýndu að það var nánast alltaf meirihluti sem vildi INNGÖNGU í ESB (sjá hér: http://www.si.is/malaflokkar/althjodlegt-samstarf/frettir-og-greinar-um-althjodamal/nr/1642).

Egill M. Friðriksson, 6.11.2009 kl. 20:10

14 Smámynd: Anna Grétarsdóttir

Ég vil þá frekar þakka Sjálfstæðisflokki og Framsókn fyrir að hafa ekki látið glepjast

Veit annars einhver út af hvaða stofnun Jón Frímann slapp...eða strauk ?? 

Anna Grétarsdóttir, 6.11.2009 kl. 21:10

15 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Andstæða við Esb er útaf útlendingahatri? Eru esbsinnanir svona uppiskropa með rök að þið þurfið að nota ad hominem árasir

Alexander Kristófer Gústafsson, 6.11.2009 kl. 21:23

16 Smámynd: Egill M. Friðriksson

"Ég vil þá frekar þakka Sjálfstæðisflokki og Framsókn fyrir að hafa ekki látið glepjast"

Já einmitt, glepjast við því sem meirihlutinn vildi. Það meikar auðvitað fullkomið sense.

"Eru esbsinnanir svona uppiskropa með rök að þið þurfið að nota ad hominem árasir"

Ekki að eitt rangt geri annað réttara - en hvaða rök hafa verið færð í þessari færslu?

Egill M. Friðriksson, 6.11.2009 kl. 22:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband