Ríkisstjórnin í hernaði gegn þjóðinni

Þjóðin vill verjast óbilgjörnum kröfum ríkisstjórna Breta og Hollendinga um ábyrgð almennings á skuldum einkafyrirtækis í skjóli gallaðra reglna Evrópusambandsins. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur er löngu búinn að gefast upp á öllu öðru en því að hanga á ráðherrastólunum. Leiksýningin um samningaviðræður síðustu daga er vonandi lokaþáttur harmleiksins.

Jóhanna og Steingrímur J. eru ekki þarna fyrir flokkana sína og flokksgæðinga heldur fyrir þjóðina. Og þegar margbúið er að sýna fram á að ríkisstjórnin brýtur í bága við vilja almennings hlýtur að vakna spurning hvort byrgjablindan sé algjör á ríkisstjórnarheimilinu. 

Byrgjablinda er, sem kunnugt, heilkenni þeirra sem liggja lengi í skotgröfum og tapa áttum; vita ekki fyrir hvað þeir eru að berjast og greina ekki á milli vina og óvina.

Það er ábyrgðarhlutur þeirra sem sitja í ríkisstjórnarflokkunum, og geta enn hugsað heila hugsun, að halda lífi í ríkisstjórn sem herjar á þjóð sína.


mbl.is Óviðunandi niðurstaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Nú blotnaði púðrið, Páll, og botninn datt úr færslunni. Mannstu hvað Cromvell sagði við sína hermenn?

Björn Birgisson, 19.10.2009 kl. 01:56

2 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ummæli leiðtoga stjórnarandstöðunnar segja alla söguna.

Bjarni Benediktsson: „Ég er mjög ósáttur við að við gefum frá okkur réttinn til að láta reyna á réttarstöðu okkar á sama tíma og við föllumst á allar kröfur Breta og Hollendinga. Mér finnst augljóst að þetta er óviðunandi niðurstaða."

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson: "Ég sé ekki  fyrir mér, að nýtt frumvarp um ríkisábyrgð verði samþykkt á Alþingi miðað við allan aðdraganda málsins."

Útilokað er, að Alþingi samþykki nýj lög um ábyrgðir á Icesave-samningnum. Þetta brölt Icesave-stjórnarinnar er enn einn minnisvarðinn um vanhæfni Sossanna til að fást við flókin mál. Þeir eru ágætir í að spangóla í kór eins og aðrir hundar, en þeir ættu að sniðganga stjórnmál.

Loftur Altice Þorsteinsson, 19.10.2009 kl. 10:09

3 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Þetta á eftir að renna í gegnum Alþingi. Hrunaflokkarnir verða að hætta sínum kjánalega dansi og axla ábyrgð ekki síst miðað við forsögu og aðdraganda málsins. http://gbo.blog.is/blog/gbo/entry/967063/

Gunnlaugur B Ólafsson, 19.10.2009 kl. 10:55

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

"EN þeir ættu að sniðganga stjórnmál!" Þetta má nú eiginlega kalla orðheppni og hana kann ég afar vel að meta. Nær hefði verið fyrir Sossana að setja ofan í hirðina í ESB fyrir að klúðra einni af sínum mikilvægustu reglugerðum.

Árni Gunnarsson, 19.10.2009 kl. 10:59

5 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Mér finnst Samspilling í raun aldrei hafa tekið slagin við UK & Holland, þannig að verkstjórn Jóhönnu gat því miður aldrei fært þjóðinni réttlæti í þessu Icesave klúðri.  Þegar þetta mál er frá, þá skín í gegn aumingjaháttur & gunguskapur okkar stjórnmálamanna - sorglegt klúður þetta mál - jafnt hjá fyrri ríkisstjórn & núverandi, enda er Samspillingin því miður ennþá með puttanna í þessu máli.  Ég tek heilshugar undir ALLA þá gagnrýni sem Sigurður Kári alþingismaður XD setur fram á sinni blogsíðu.  Sjaldan hefur verið leikið jafn illa á alþingi eins og í meðferð þessa máls.  Ef Jóhanna & Össur væru að vinna hjá einkafyrirtæki þá væri auðvitað fyrir löngu búið að reka þau, það sjá allir, svona verkstjórn & vinnubrögð ganga ekki upp, því fór sem fór...!

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson, 19.10.2009 kl. 11:42

6 Smámynd: Axel Pétur Axelsson

Ég er sammála þér Páll, þessi ríkisÓstjórn Samspillingar og Vinstri SnúSnú er fullkomlega blind á þjóð sína.

Ísland er á barmi Garðáhaldabyltingar og litlu krakkavitleysingarnir okkar á Alþingi ætla að halda áfram að segja það var hann, nei hún, ekki ég, eða tassvasssú.

Þegar teknar eru upp kartöflur eftir frostskemdir er ekki verið að spyrja hver er hvað og hvur er hvurs, það er öllu draslinu skóflað upp og hent beint á ruslahaugana.

Axel Pétur Axelsson, 19.10.2009 kl. 12:08

7 identicon

Alveg makalaus smáborgaraháttur er hér opinberaður Gunlaugur Ólafsson: 

Þegar það er verið að dæma Íslensku þjóðinna til dauða efnahagslega að hálfu Breta og Hollendinga þá kallar þú það kjánalegan dans að reyna að standa í lappirnar og berjast fyrir hagsmunum Íslands, láta ekki kúga sig og beygja gagnvart órétti.

Ætlar þú að td. að rengja orð Bjarna Benidiktssonar hér að framan:  

"Ég er mjög ósáttur við að við gefum frá okkur réttinn til að láta reyna á réttarstöðu okkar á sama tíma og við föllumst á allar kröfur Breta og Hollendinga. Mér finnst augljóst að þetta er óviðunandi niðurstaða."

Hinsvegar er það rétt að ábyrgð hina meintu "hrunflokka" á því sem komið er er þung. Þetta má hinsvegar ekki valda því að samstaða náist ekki um að berjast gegn kúgunum og þvingunum gangvart Íslenskri þjóð. Það að ná endurreisn hér er eitthvað sem nær langt fyrir ofan hefðbundna flokkapólitík.

Alveg makalaust er viðhorfið að Sjálfstæðisflokkurinn sérstaklega eigi nú að samþykkja allar kröfur Breta og Hollendinga í Icsave málinu vegna þess að þá axla þéir ábyrgð á sínum gjörðum!  Reyndar er sá galli á þessu að leiðinni er samþykktur ókleyfur óréttmætur skuldabaggi handa öllum almenningi á Íslandi og efnahagslegu sjáfstæði Íslands stefnt í voða.

Er ekki kominn tími til að sameinast um að berjast fyir réttilega sameiginlegum  hagsmunum Íslands?   

Bjarni Hafsteinsson (IP-tala skráð) 19.10.2009 kl. 12:13

8 Smámynd: Haraldur Baldursson

Þetta rifjar up heimsókn Michael Hudson hagfræðings, sem sagði sagði okkur að láta ekki plata okkur í að semja um að borga eitthvað sem við getum ekki borgað.
Gunnar Tómasson kemur líka ágætlega inn á þetta í grein sinni :
http://www.vald.org/greinar/091018.html

Haraldur Baldursson, 19.10.2009 kl. 14:30

9 identicon

Þetta er hneyksli, og það verður hreinlega að fara dómstólaleiðina með þetta mál, og það strax !

baldvin berndsen (IP-tala skráð) 19.10.2009 kl. 15:45

10 identicon

Gunnlaugur.

Það er að standa í lappirnar og axla ábyrgð að reyna að stöðva stærstu pólitísku mistök allra tíma, og þá er ég ekki að tala aðeins um Ísland.

Afturámóti er tilgangslaust að eyða tíma í rökræða við mann eins og þig sem hefur nákvæmlega ekki neina þekkingu á út á hvað málið gengur sem er lögfræðilg hlið þess.  Þú ert bara að dansa í lýðskrumi og pólitísku ábyrgðarleysis og vinstri froðu.

Reyndu að vinna heimavinnuna áður en þú leggur á stað í för sem þessa, sem er feigðarför fáfræðinnar.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 20.10.2009 kl. 16:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband