Leiftursóknin misheppnaðist

Leiftursókn skrifstofu forsætisráðherra á föstudag misheppnaðist vegna þess að í herstjórnarlistina skorti veigamesta atriðið; trúverðugleika. Vopnin í leifturstríðinu voru skýrslur tvær, önnur úr viðskiptaráðuneyti og hin frá Seðlabanka. Valkvæð túlkun á efni þeirra leyfði spunafólki forsætisráðherra að selja það fréttasjónarhorn að Ísland væri ekki byggilegt nema við samþykktum Icesave-samninginn án fyrirvara.

Sumir keyptu þvættinginn, t.d. fréttastofa Útvarps sem er orðin að smurðri áróðursvél Samfylkingarinnar. 

Steingrímur J. kom af fjöllum þegar hann frétti af einleik skrifstofu forsætisráðherra og Seðlabankastjóra var ekki skemmt.

Leiftursókn föstudagsins rann endanlega út í sandinn á laugardag þegar skrifstofu forsætisráðherra tókst ekki að leggja fram bréfasamskipti Jóhönnu og Stoltenbergs hins norska. 

Almenningur trúir undirferli upp á forsætisráðherra og spunaliðsins á skrifstofunni í gamla fangelsinu. Þegar svo er komið flækjast menn í eigin spuna.


mbl.is Jóhanna beitti sér gegn láninu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Páll.

Hvað ert þú að gera hér með þessum skrifum þínum ?

Jú, spinna eitthvað sem þú vinir þínir í sjálfstæðisflokknum kunnið manna best !

Það þerkilegasta við fjölmiðlafólk eins og þig, þið virðist halda að allir ,,spinni" endalausa vitleysu !

Þetta sannar hvað þið fjölmiðlafólk eru ,,merkilegir pappírar" !

JR (IP-tala skráð) 11.10.2009 kl. 01:35

2 identicon

var ekki sagt að til að traust og trúnaður ríkji þurfi allt að vera gegnsætt og upp á borðinu,ég veit að það þekkist ekki hjá glæpasamtökum einsog sjálfstæðisflokknum en hún Jóhanna er bara í öðrum flokk og reynir sitt besta kerlinga greyið...svo hvað er að,hvað hefðir þú skrifað ef komið hefði í ljós að hún hefði stungið þessum skýrslum undir stól,þá hefðir þú sjálfsagt brjálast vegna þess,ekki satt,svo hugsaðu aðeins áður en þú skrifar maður.

zappa (IP-tala skráð) 11.10.2009 kl. 02:03

3 identicon

Ég hef nú þekkt Páll í svona 20 ár eða svo og hef aldrei vitað til þess að hann sé hallur undir Sjálfstæðisflokkinn, ef eitthvað hefur hann haft meirri vinstri slagsíðu en kannski þykkir gott .

Þótt hann hafi verið umkringdur Sjálfstæðisfólki hefur hann ekki staðið á skoðunum sínum svo í guðana bænum hættið að tala um alla ádeilu á Ríkistjórnina sem Sjálfstæðis þvaður!

Hannes Þórisson (IP-tala skráð) 11.10.2009 kl. 02:51

4 identicon

Og tek undir með Hannesi Þórissyni.   Hvað vakir fyrir fólki sem sakar alla andófsmenn ríkisstjórnarinnar um að vera Sjálfstæðismenn?  

ElleE (IP-tala skráð) 11.10.2009 kl. 18:31

5 identicon

Helvíti er þá Sjálfstæðisflokkurinn orðinn öflugur.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 11.10.2009 kl. 21:17

6 identicon

Já, akkúrat.

ElleE (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 09:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband