Sauðafrétt um Steingrím J.

Reuters nefnir sauði álíka oft og fjármálaráðherra í þessari frétt. Líkleg skýring er eftirfarandi tilvitnun

"They want a legally binding guarantee that we will pay it back," said Sigfusson, who grew up on a large sheep farm in the northeastern part of the island. "We are bound by the law. Either the final outcome has to be in full compliance of the law or the law has to be amended."  

Allir aðrir en fjármálaráðherra vita að þriðja leiðin er sú eina skynsamlega: Nýr samningur.

En áður en hægt er að gera nýjan samning þarf ríkisstjórnin að kannast við ábyrgð sína á ónýtum Icesave-samningi og segja af sér. Ætli sú vitneskja geri Steingrím J. að sauði?


mbl.is Vonast eftir Icesave niðurstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Það er nú kannski óþarfi, Páll, að gera þá sjálfkrafa að sauðum sem alast um til sveita, frekar en það verði allir þorskar á því einu að alast upp við sjóinn.  Og hafi verið kýr á búin við Þistilfjörðinn má allt eins færa fyrir því rök að maðurinn sé kýrskýr.....!

Ómar Bjarki Smárason, 28.9.2009 kl. 22:43

2 identicon

Maðurinn er sauðheimskur.

Árni Karl Ellertsson (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 22:51

3 identicon

Hann er alla vega alveg sauðþrár.

Tja, svona í sumum málum alla vega. Það var eins og hann breyttist svolítið mikið fyrst. Varð fylgjandi flestu sem hann hafði verið á móti...

Það mætti halda að hann gæti tekið sönsum.  En hann langar greinilega mikið til að auka aðeins álögurnar á homo sapiens islandicus. 

jon a skeri (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 23:09

4 Smámynd: Eiður Svanberg Guðnason

 Mikið rosaleg er þetta málefnalegt!

Eiður Svanberg Guðnason, 29.9.2009 kl. 13:15

5 identicon

Hvort em okkur líkar betrur eða ver, þá var það Steingrímur sem samþykkti Icesave nauðungarsamninginn, en ekki einhver blók eins og Svavar.  Steingrímur einn er ábyrgur.

Allur sirkúsinn í kringum fjárlaganefndina að reyna að klambra saman fyrirvörum eru gerðir í óþökk hans og ríkisstjórnarinnar, og meðan slík vinnubrögð og óheilindi eru stunduð á æðstu stöðum stjórnkerfisins er málið löngu dauðadæmt. 

Gott dæmi er að Indriði G. Þorláksson aðstoðamaður Steingríms, er ennþá aðalsamsksiptaaðli og samningamaður þjóðarinn við þessa ofbeldisrukkara, sjálfur blár og marinn með brotið nef, eftir átök sín við þjóð og þingheim.

Steingrímur J. hefur kosið að taka sér stöðu með ofbeldisöflum Breta og Hollendinga, sem láta einskis ófreistað að knésetja íslensku þjóðina.  Þetta gerir hann að slíkum ákafa og grimmd að hann hikar ekki við að styðja mál sitt við hálfsannleika beinum uppspuna og hreinum lygum.

Að ráðherra og formaður stjórnmálaflokks vogi sér að koma svona fram við þjóðina (þas. 3/4 hennar sem hafnar Icesave samningnum alfarið) sem hefur þá æðstu starfsskyldu að gæta hagsmuni Íslands, er með slíkum eindæmum og hlýtur að varða við Stjórnarskrárbrot.  

Icesave ofbeldisverk stjórnvalda hljóta að verða til þess að þjóðin stöðvar inntgöngutilraunir Samfylkingarinnar í ESB um leið og ný stjórn verður að veruleika, enda öllum örugglega orið vel ljóst að bein tenging er þar á milli.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 13:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband