Mikilvægi Morgunblaðsins - og Davíðs

Morgunblaðið getur vel við unað athygli fjölmiðla, bloggara og kjaftaskúma síðustu daga. Umræðan um hver sest í ritstjórastól blaðsins skyggir á fréttir af þjóðníðingum úr röðum útrásarmanna, útlensku eignarhaldi á fjármálastofnunum, Icesave og ríkisstjórn.

Umræðan staðfestir að Morgunblaðið er einstakur fjölmiðill í huga fólks. Þrátt fyrir að öllum sé ljóst að staða útgáfunnar sé svo erfið að samdráttur er óhjákvæmilegur lætur fólk sig varða hver stýrir skútunni.

Eftir að nafn Davíðs Oddssonar var kynnt til sögunnar sem ritstjóraefnis á Hádegismóum margfaldaðist áhugi samfélagsins á málinu. Fyrrum forsætisráðherra er slíkt hreyfiafl þjóðarsálarinnar að viðlíka hefur ekki sést síðan á dögum Ólafs Thors og Einars Olgeirssonar.

Úr því sem komið er yrði það alvarlegt áfall fyrir þjóðina ef Davíð Oddsson verður ekki ritstjóri Morgunblaðsins. 

 


mbl.is Ritstjóramálum lokið á næstu dögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hahahahahahahahahahahahaha

Þvílíkur brandari.

Er Baggalútur búinn að yfirtaka þessa síðu ?

Dude (IP-tala skráð) 22.9.2009 kl. 23:02

2 identicon

Já Páll þetta áttu til,,að grínast.Við þurfum ekki að vita meir af stríðsglæpamanninum Davíð Oddsyni.Í haust þarf hann og aðrir Olígarkar að flýja ættjörðina,ég spái algjörri byltingu framundan og kemur það ekki á óvart.

Númi (IP-tala skráð) 22.9.2009 kl. 23:07

3 identicon

Ef Davíð verður ritstjóri Morgunblaðsins þá fækkar áskrifendum og lesendum um einn.

Jóhannes (IP-tala skráð) 22.9.2009 kl. 23:14

4 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Davíð ætti frekar að taka að sér forystuhlutverk í stjórnmálunum. Það vantar leiðtoga til að leiða þessa þjóð út úr ógöngunum. Þessi vanhæfa ríkisstjórn virðist sökkva okkur meir niður í kviksyndið eftir því sem hún hreyfir sig meira. Gefum henni frí ásamt Icesave og ESB umsókninni. LANGT frí.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 22.9.2009 kl. 23:24

5 Smámynd: Rauða Ljónið

Nú er bara að fara að drífa sig að kaupa Moggann skora á alla að gera hið saman

Gegnsæi byrjar aftur og frjáls skoðanaskipti..

Áfallið verður hrikalegt fyrir Baugsmiðla og RÚV, Samfylkinguna og VG -, verði Davíð ráðinn og ritskoðun afnumin í Íslenskum fjölmiðlum.

Rauða Ljónið, 22.9.2009 kl. 23:30

6 identicon

Númi & Dude, hljómar eins og Gög & Gokke. Það er ekki stórmannlegt að koma með einhver svona komment. Það eru allir stjórnmálafræðingar sammála um að Davíð Oddsson sé þegar kominn á bekk með Jónasi Jónssyni, Ólafi Thors og öðrum leiðtogum, ekki stjornendum eins og t.d. Jóhönnu Sigurðardóttur, heldur leiðtogum. þar er mikill munur á.

Satt að segja bjóst maður frekar við að Davíð færi beint aftur í stjórnmálin heldur en í ritstjórastarf. En kannski er erfitt fyrir menn að koma inn einhvers staðar þar sem þeir hafa hætt? Jón Baldvin reyndi í fyrra, árangurinn var nú ekki glæsilegur hjá honum.

Sá á Eyjunni að það eru komin um 400 komment í kringum fréttina í gærkvöldi um hugsanlega aðkomu Davíðs að Morgunblaðinu. Það er líklega met. sitt sýnist hverjum. Maðurinn er umdeildur. Yfirleitt eru það einkenni þeirra sem láta hlutina gerast. Þeir sem láta hlutina ekki gerast eru sjaldan nefndir. þeir fá núll komment.

Spái því að Morgunblaðið verði tekið í gegn taki Davíð við. hugsanlega verði skorin niður kostnaður svo útgjöld verði ekki hærri en tekjur. Ritstjórnarstefnunni verður án vafa eitthvað breytt. Hugsanlega beinskeyttari.

Morgunblaðið á stóran sess í huga margra Íslendinga. Eldri kynslóðin segir ekki upp áskrift að mogganum. Spurningin er bara hvort náist að fá yngri kynslóðina til að gerast áskrifendur. það hlýtur að verða helsta markmið eigendanna. Annars deyr grundvöllur blaðsins með hækkandi aldri áskrifenda. Það segir sig sjálft.

joi (IP-tala skráð) 22.9.2009 kl. 23:31

7 identicon

Það er morgunljóst að útspil gærdagsins er mesta og besta PR útspil síðan Jón Baldvin lét ríkið kaupa brennivínið í afmælið sitt. Allir þekktir og óþekktir óvinir Davíðs Oddssonar komu út úr grenum (sumir segja kannski grenjum) sínum og skutu hátt og lágt eins og þeirra er háttur. Sumir þjóðþekktir einstaklingar urðu þar sér til skammar einu sinni enn. En verður Davíð ritstjóri? Er það fyrir víst? Ég hef það ekki staðfest? Miðað við viðbrögðin væri það ágætt á þjóðþekktu fíflin að hann hefði aldrei komið til tals, bara orðrómur eins og bloggið er í raun, sigg og sagg og aðallega nagg. Hitt er annað að helvíti væri það gott á landslýð að fá Davíð sem ritstjóra. Segi það og skrifa.

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 22.9.2009 kl. 23:59

8 identicon

Hvernig er það annars með netheima - er ekkert jákvætt - t.a.m. umfjöllun Elínar Hirst um bandaríska lækninn sem kom með græjurnar til að hjálpa íslensku stúlkunni með sjúkdóm sem ég hef aldrei áður heyrt um? Er það ekki fréttnæmt, er það ekki efni í smá blogg hjá ykkur nöldurseggjum, neikvæðu núllurum? Óska eftir sérbloggi frá bloggstjóra um málið, hvíld frá ömurlegri ískaldri ríkisstjórn, svona eins og eitt jákvætt málefni sem hlýtur að komast á blað, þó læknirinn sé frá Bandaríkjunum.

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 00:13

9 identicon

Og, skv. heilögu Jóhönnu sem flaug áður fyrr en fer nú með veggjum, liggur lausnin á öllum heimsins vandamálum að fara að ráði AGS, loka sjúkrahúsum og skólum, draga úr öllum framkvæmdum, hækka skatta og almennt gera alla geðveika og óhamingjusama, þar til þjóðin er svo sárþjáð að hún kann ekkert annað en að gráta og stynja: ó samfylking, ó evrópa, ó fram í rauðan dauðann. Lengi lifi dauða Ísland. Var Hitler kannski á undan þeim? Eða var það Stalín? Er ekki alveg viss. En þeirra nöfn ríma vel við AGS. Sporin hræða.

Íslendingur (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 00:26

10 identicon

joi ip tala skráð..þú ritar þarna um Gög og Gokka,hver er þá þessi Davíð,hvaða fígúru líkist hann.?Þú nefnir þarna einmitt að eldri kynslóðin muni ekki segja upp áskriftinni,,,þú ert nú meiri kjánin,en það er það sem mun gerast.Ég er búinn að vera áskrifandi í rúm 36,ár og mun hiklaust segja upp áskriftinni ef þessi hryðjuverkamaður og stríðsglæpamaður Davíð þessi Oddsson verður ritstjóri Moggans.....og hana nú......

Númi (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 00:29

11 Smámynd: Björn Birgisson

DO nennir ekki í þennan stól. Búinn að tryggja sér þægileg eftirlaun. Hann er búinn á því. Hans tími er liðinn. Komi hann að Mogganum, verður tími Moggans liðinn fljótlega. Bláa höndin er hönd dauðans í íslensku þjóðlífi.

Björn Birgisson, 23.9.2009 kl. 00:37

12 Smámynd: Theódór Norðkvist

Páll hvað segirðu um úttekt DV á nánum tengslum Morgunblaðsins við FLokkinn og að Hollendingur, sem var tilbúinn að borga ALLAR skuldir blaðsins? Tilboði hans var hafnað. Varðmenn FLokksins vildu frekar að skuldirnar lentu á skattgreiðendum.

Theódór Norðkvist, 23.9.2009 kl. 00:48

13 Smámynd: Theódór Norðkvist

Hollendingur sem gerði tilboð í blaðið var tilbúinn að borga allar skuldir...

átti það að vera.

Theódór Norðkvist, 23.9.2009 kl. 00:49

14 identicon

Verða jákvæðir, Björn Birgis og Númi, hvar er íslenska jákvæðnin sem getur dregið heimskustu naut úr básnum? Ekki gleyma sér í samfylkingu íslenskrar neikvæðni. Það gerir ekkert gagn. Eins og dæmin sanna.

Íslendingur (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 00:50

15 Smámynd: Björn Birgisson

Já, (felu) Íslendingur, sporin hræða. Svo sannarlega. Fáum almennilegan mann að Mogganum. Nefni Pál Skúlason, eða aðra sambærilega heimspekinga eða siðfræðinga. Engar íhaldsbullur. 4000 þúsund milljónir tók alþýða þessa lands á sig fyrir snepilinn. Hún á skilið góðan ritstjóra. Mogginn er að deyja. Lífsvon hans felst í því að skera endanlega á tengslin við Bláherinn. 

Björn Birgisson, 23.9.2009 kl. 01:02

16 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Birgir og Theódór. Hafið þið séð lánalínur Glitnis ? Ég hef einmitt heyrt að þær skuldir sem voru afskrifaðar á Árvakri hafið verið afskrifað af erlendum lánardrottnum, en ekki skattgreiðendum. Síðan var Árvakur seldur í gagnsæju ferli til hæstbjóðanda.

Einhver munur en geislaBAUGSmiðlarnir sem bankakerfið er búið að tapa núorðið einhverjum tugum þúsunda milljóna á og sér ekki fyrir endann á.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 23.9.2009 kl. 01:36

17 identicon

Ég óska eftir því að þessar lánalínur sem Prédikarinn talar um verði sýnilegar. Takk fyrir. Hann hefur heyrt um þær. Ég vil sjá þær. Áður en ég böðla út skoðunum mínum yfir aðra.

Íslendingur (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 02:07

18 Smámynd: Theódór Norðkvist

Predikari, það stenst ekki að erlendir kröfuhafar hafi afskrifað skuldir hjá Árvakri. Árvakur skuldaði íslensku bönkunum beint og því aðeins þeir sem geta afskrifað skuldir Árvakurs. Hinsvegar kann að vera rétt að íslensku bankarnir hafi fengið afskriftir hjá SÍNUM lánardrottnum erlendis.

Theódór Norðkvist, 23.9.2009 kl. 02:13

19 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sammála.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 23.9.2009 kl. 02:25

20 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Theodór. Það er hárrétt athugað hjá þér. Svo að öllu sé haldið til haga þá er leiðin einmitt sú sem þú nefnir. Þegar Glitnir lánaði var tekið lán á móti erlendis. Þau lán voru afskrifuð upp að vissu marki. Þannig var afskrifað af láni sem tekið var til að endurlána Árvakri.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 23.9.2009 kl. 02:52

21 Smámynd: Haukur Nikulásson

Hvað er predikarinn að rugla? Nánast allt fé sem íslensku bankarnir lánuðu var fengið að láni erlendis og hefur verið afskrifað að stærstum hluta.

Árvakur fékk sérmeðferð í kerfinu. Það er öllum ljóst nema þeim sem standa í afneitun fyrir Moggann og íhaldið.

Haukur Nikulásson, 23.9.2009 kl. 06:13

22 identicon

Rosalega væri það flott ef Davíð yrði ritstjóri Moggans. Þá ætla ég að kaupa aðra áskrift til að styðja við bakið á blaðinu...

blm (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 11:14

23 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Haukur. Þetta er nákvæmlega það sem ég var að segja, bara með öðrum hætti. Ekki meira rugl en það.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 23.9.2009 kl. 11:59

24 identicon

Svo er það spurning hvort að Samspillingarflokkarnir hafa ekki skellt þessu inn sem risa smjörklípu á meðan þeir eru endanlega að ganga frá þjóðinni í hendur erlendra ofbeldisþjóða með Icesave og ESB landráðinu bak við tjöldin?

 En augljóslega er maðurinn sá eini rétti miðað við gólið og vælið í Samspillingarskrílnum og glæpalýð auðróna, sem eru endanlega farnir á hjörunum vegna þessara hugleiðinga, vitandi að enginn annar er jafn líklegur til að fletta ofanaf myrkraverkum flokka og stjórnmálamanna á mútum, og um leið að þeir þurfi að reyna að svara fyrir sig með árásum á kallinn og Sjálfstæðisflokkinn.

Hið besta mál, mikið fjör og litlir möguleikar þöggunar og spillingarafla þá að fara í orlof næstu misserin.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 12:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband