Magma er REI í felulitum

Sjálfstæðisflokkurinn er treggáfaður söfnuður. Orkuútrásarþvættingur Villa borgarstjóra felldi meirihlutann og gerði Guðlaug Þór Þórðarson að mútuþega í REI-málinu. Þegar veruleikinn slær einu sinni á puttana á kjörnum fulltrúum mætti ætla að þeir láti segjast og reyni að haga sér af viti.

Ekki ef maður er sjálfstæðismaður staðráðinn í að sólunda orkuauðlindum landsins í þágu einkaframtaksins.

Kúlulánaprinsinn á Suðurnesjum, Árni Sigfússon, og borgarstjórinn í Reykjavík, Hanna Birna Kristjánsdóttir, eiga fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins að mæta kjósendum í vor. Ef vetrarvinnan verður fólgin í því að afsala auðlindum þjóðarinnar í hendur sænsks skúffufyrirtækis kanadísks auðmanns sem hagnaðist á spákaupmennsku með silfur verður ekki beinlínis sagt Sjálfstæðisflokkurinn starfi í þágu lands og þjóðar.

Hversu lítill þarf Sjálfstæðisflokkurinn að verða til að fatta að stjórnmál eiga að vera í þágu almennings en ekki útvaldra?


mbl.is OR segir sölu á HS Orku í samræmi við lög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

 Er ekki Steingrímur J í felulitum að afhenda kröfuhöfum restina af HS Orku það skyldi þó ekki vera að V.G selji þann stóra draum sinn innlenda orkuvyrirtæki til útlendinga.

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 14.9.2009 kl. 22:20

2 identicon

Þetta er hverju orði sannara hjá þér Páll.Það má ekki gleyma einum þeim versta og hættulegasta borgarfulltrúanum og tækisfærissinnanum Óskari Bergssyni.Sá maður minnir mig sífellt á Finn Ingólfsson.

Númi (IP-tala skráð) 14.9.2009 kl. 22:20

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Er það ekki rétt, sem fram í fréttum í dag, að ef fer eins og ríkisstjórnin vonast eftir, þá eignast erlendir kröfuhafar meirihluta í HS orku, í gegnum það að eignast meirihluta í tilteknum banka, sem ríkið vonast eftir að þeir samþykki að yfirtaka?

Svo, þó svo sala OR væri stöðvuð, þá myndi HS orka samt komast í eigu útlendinga, ef það fer þannig sem ríkisstjórnin vonast eftir, að kröfuhafar samþykkja að yfirtaka bankana 2.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 14.9.2009 kl. 22:42

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Trúi þessu vel.

Ásdís Sigurðardóttir, 14.9.2009 kl. 23:03

5 Smámynd: Björn Emilsson

Mér sýndist ég sjá einhverstaðar að þessir erlendu ´kröfuhafar í bankana tvo´, vera kunnuglegir. Vert væri kannske að líta frekar á hverjir þessir kröfuhafar eru í raun og veru.

Björn Emilsson, 15.9.2009 kl. 04:29

6 identicon

http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item298316/

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 05:53

7 identicon

Magma Energy Sweden AB
Kungsgatan 42
PO Box 2259
SE-403 14 Göteborg
Sweden

Swedish register number 556783-6209


Finn það ekki í simaskránni (www.eniro.se)

"Din sökning gav tyvärr ingen träff." 

Skúffufyrirtæki?!

Jónsi (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 06:50

8 identicon

Sjálfstæðismenn fatta þetta aldrei. Þeir hugsa um sig og sitt rassgat og hvernig þeir geta sölsað undir sig peninga.

spritti (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 09:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband