Stjórnvöld of upptekin af ESB, skellt á aðra

Allt stjórnkerfið er gírað inn á að þjösna Íslandi inn í Evrópusambandið, þótt þjóðin vilji það ekki. Þegar Japanir koma og vilja stunda viðskipti passar það ekki inn í höfuðverkefni stjórnsýslunnar. Ef rétt er farið með, að Japanir hafi ítrekað ósk um viðræður en ekki verið svarað, er augljóst að hrista þarf upp í stjórnsýslunni og vekja stjórnarráðið til meðvitundar að útskagi Evrasísku sléttunnar, þar sem ESB á heima, er ekki nema lítill heimshluti. Byrja þarf á því að rifja upp barnaskólalandafræði um hvar Ísland er á jarðarkringlunni.
mbl.is Vilja fjárfesta fyrir milljarð dala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já þetta ESB verkefni er draumur íslenska embættismannakerfisins. Eins og í mörgum öðrum Evrópulöndum þá er Íslandi stjórnað af embættismannakerfinu en ekki stjórnmálamönnum. Núna geta þeir íslensku stækkað sitt kerfi, aukið völd sín og gert stjórnmálamenn nánast valdlausa.

Þegar maður fær draumaverkefnið sitt inn á borð þá er engin ástæða lengur til að vinna í leiðinlegu verkefnunum.

Ef þetta hefði verið evrópskt fyrirtæki en ekki japanskt þá væri þetta verkefni ekki gleymt. Ég man bara ekki eftir mörgum fyrirtækjum í EU sem hafa fjárfest á Íslandi undanfarna áratugi, flest eru þau utan EU.

Svíinn (IP-tala skráð) 9.9.2009 kl. 20:11

2 identicon

Missti ég af einhverju? Sendu Japanir ekki beiðnina í nóvember? ESB umsóknin hefur þá komið fyrr fram en bæði ég og Páll ætluðum.

Ómar Harðarson (IP-tala skráð) 9.9.2009 kl. 20:50

3 identicon

Fjármálaráðherra yppir öxlum og segir að mögulegt að innspýting upp á 120 MILLJARÐA króna hafi trúlega "lent milli skips og bryggju". Fréttamenn setja þar punktinn eins og svarið sé bara eðlilegt og sinnuleysið sjálfsagt. Þetta hljómar eins og mamma hans hafi sent hann með tíkall útí búð og hann finni ekki peninginn í buxnavasanum sínum þegar til á að taka.

Er þessari þjóðarnefnu viðbjargandi?

Fimmta valdið (IP-tala skráð) 9.9.2009 kl. 21:11

4 identicon

Fyrirspurn og ítrekaðar áminningar Japanana hafa augljóslega "lent á milli skips og bryggju" alls skipaflotans.

Steingrímur J fer á kostum eins og venjulega þegar hann er staðinn að því að stinga óþægilegum málefnum undir stól.

Eitthvað er kallinn og útgerðin á honum, farinn að minna illilega á bílapartasala og rassvasabókhaldið sem slíkum fylgir gjarnan, með fullri virðingu fyrir þeim.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 9.9.2009 kl. 21:47

5 identicon

Nú skal spurt, af hverju bara Alcoa, Rio Tinto  og Century Aluminum?

Þeir sem trúa á álver segja, hvað er þetta annað sem "fjallagrasaliðið" er alltaf að tala um. Það verður að segjast að erfitt er að átta sig hvað um ræðir ef stjórnvöld hafa engan áhuga á öðrum. Er ekki mál til komið að opna þetta Pandóru box? Það er hvort eð er búið að leka um lokið í áratugi. Nei Páll, þetta hefur ekkert að gera með ESB, heldur sérhagsmuni íslenskra fyrirtækja sem búin eru að hengja sig á "ákveðna" aðila. Aðskotahlutir eru ekki velkomnir.

Jóhann F Kristjánsson (IP-tala skráð) 9.9.2009 kl. 22:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband