Júdas J. Sigfússon

Steingrímur J. Sigfússon sagði á Alþingi í dag að ESB málið væri bæði stórt og erfitt og hefði reynst flokki sínum erfitt. VG hafi mótað þá flokkslegu stefnu að ekki þjónaði hagsmunum landsins að ganga inn í ESB. Hins vegar hafi hlutirnir þróast og að innan raða hans væru nú fleiri sem vildu láta á reyna hvað væri í boði.

Ofanritað er endursögn af orðum formanns Vinstri grænna á Alþingi Íslendinga í dag. Ætli formaðurinn verði nógu gamall til að trúa okkur fyrir því hvernig hann komst að þessari niðurstöðu?


mbl.is Erfitt mál fyrir VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Baldursson

Það stendur ekki eitt einasta kosningaloforð eftir hjá SJS. Og ef það finnst eitt slíkt, er það þá óvart ?
Steingrímur, misbýður íslenskum kjósendum svo miskunarlaust að leita þarf aftur til tíma Nerós að finna annan eins fiðluleikara.

Haraldur Baldursson, 10.7.2009 kl. 19:50

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Stjórnarandstöðuþingmaður sem kallar úlfur, úlfur, í hvert skipti sem mál er lagt fram á þingi af stjórn, er ekki líklegur að verða trúverðugur þegar hann kemst í stjórn, hvað þá í ráðherrastól. Sjaldan hefur nokkur á þingi fallið jafn hratt og sokkið jafn djúpt.

Ég sé fyrir mér Steingrím fyrir mér í höfuðstöðvunum í fagnaðarlátunum með Samfylkingunni undirrita samninginn við ESB. Þá hefur Steingrími enn snúist hugur, samninginn á ekki að leggja fyrir þjóðina, því hann sé of flókinn.

Sigurður Þorsteinsson, 10.7.2009 kl. 20:19

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Á maður að trúa þessu. Ef satt er, þá segi ég þetta:

.

Það voru sett lög af þessu Alþingi um vændi og rekstur hóruhúsa. Það er greinilegt að formaður Vinstri grænna telur þau lög ekki ná yfir hóruhúsarekstur sinn á Alþingi. Hann er hafinn yfir þann anda laganna. Hórast skal áfram því nú er það hin pólitíska gredda sem ræður ferðinni.

.

Mig langar að æla.

.

Ég hvert allar ungar sem aldnar dömur (og herra) að fylgja ekki þessu fordæmi, heldur halda fast við sín góðu lífsgildi

Gunnar Rögnvaldsson, 10.7.2009 kl. 20:27

4 Smámynd: Haraldur Baldursson

Samfylkingarfólk ætlar sér að koma okkur í ESB án nokkurra kosninga. Hvorki um aðildarviðræður ESB, né ætla þau sér ekki að láta greiða atkvæði um samningsniðurstöður þeirra.

Haraldur Baldursson, 10.7.2009 kl. 20:38

5 identicon

Það verður forvitnilegt að fylgjast með framvindunni hjá Ásmundi Daðasyni, eina VG þingmanninum sem hefur þor til að tjá sig andstætt Flokknum. Sáu þið svipinn og handahreyfingarnar hjá Steingrími (hægra megin í horninu í sæti sínu) á þinginu í dag þegar Ásmundur var að tala og segja þjóðinni frá hótunum í sinn garð - hugsið ykkur, hótunum ef hann hlýddi ekki dagskipun Flokksins? Það sagði meira en mörg orð. Mér er spurn: Kemur hann aftur á þing? Verður hann laminn til hlýðni? Hvaða breyting mun eiga sér stað í höfði þessa mæta drengs næstu daga? Hvaða afsökun finnur formaðurinn fyrir fjarveru eina VG þingmannsins með sannfæringu, sem Steingrímur leitaði að logandi ljós allan síðasta vetur en vill ekki sjá hana þegar hún loksins finnst.

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 10.7.2009 kl. 21:21

6 Smámynd: Hrafnkell S Gíslason

Við hvað eru menn hræddir? Hvers vegna má þjóðin ekki vita hvað er í boði?  Nú eru Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn á flótta á undan egin skoðunum.  Fyrir jól vildi Bjarni fara í viðræður og kjósa svo sama sagði Sigmundur fyrir kosningar.  Nú stjórnast þeir af draumnum að komast aftur í ráðherrastólana og steypa okkur endanlega í glötun. 
Ég vil fá að vita hvað er í boði og taka afstöðu til þess! 

Hrafnkell S Gíslason, 10.7.2009 kl. 21:31

7 identicon

Herra Fantatíkus Vilhjálmsson

Við hvað ertu hræddur? Afhverju má þjóðin ekki fá að vita hvað er í boði og taka síðan afstöðu í kjölfarið í lýðræðislegum kosningum?

Kv,

Sigurjón

Sigurjón (IP-tala skráð) 10.7.2009 kl. 21:48

8 identicon

Jæja, elskurnar mínar.

Er ekki annars allt í lagi heima hjá ykkur?

Fólk andar í gegn um nefið og svona?

Hjörtur B Hjartarson (IP-tala skráð) 10.7.2009 kl. 22:01

9 identicon

Tek undir með Sigurjóni hér að ofan.

Tel að einungis lýðræðismál að almenningur fái að kjósa um inngöngu í Evrópusambandið. Almenningur veit ekki hvað er í boði fyrr en niðurstöður samningaviðræðna liggja fyrir. 

Af hverju treysta þingmenn og þú ekki þjóðinni til þess að segja Já eða Nei við kosningum um niðurstöður aðildarviðræðna? Hvað hræðist þú við þá leið?

Kosningar um hvort fara eigi í aðildarviðræður myndi einfaldlega bjóða uppá innihaldslausar umræður, þar sem andstæðingar og fylgjendur ESB myndu koma saman og henda fram innihaldslausum fullyrðingum um kosti og galla. 

Samningaviðræður takk fyrir og þjóðin á síðasta orðið!!

Einar (IP-tala skráð) 10.7.2009 kl. 22:05

10 identicon

Málefnalegur að vanda!

Halldór Jónsson (IP-tala skráð) 10.7.2009 kl. 23:04

11 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Hver hefur sagt að það SÉ eitthvað í boði? Það er ekkert í boði fyrir eina ríkustu þjóð Evrópu. EKKERT nema að BORGA og BORGA !!!

.

Málið snýst um hvað Vinstri grænir og Samfylkingin ætla að bjóða ESB af auðæfum Íslands gegn því að Íslendingar borgi ESB peninga og auðæfi fyrir það eitt að fá að afhenda þau gegn tveimur skrifstofustólum niðri í Brussel handa tveim embættismönnum. Vaknið kjánar Íslands, vaknið!

.

Engin þjóð í Evrópu nema Svisslendingar og Norðmenn hafa það eins gott og Íslendingar. Engin. Þið eruð mörg hver að verða aldeilis ofdekruð og huglaus.

.

Þegar búið er að skera niður um 40% á Íslandi og þið komi upp í 10% atvinnuleysi í samfleytt 30 ár og 50-60% tekjuskatta, já, þá er hægt að segja að þið séuð komin niður á evrópskan standard. Svo verða fiskimiðin þurrkuð upp og auðlindir rændar og ruplaðar og þá loksins eruð þið orðin alveg jafnfætis okkur ESB löndunum í Evrópu. Þá verður nú glatt á hjalla í aðastöðvum Samfylkingu Vinstri grænna og engin munu fæðast börnin á Íslandi lengur. Þá verður nú hægt að spara ennþá meira til að borga fyrir elliheimilið sem þið verðið orðin. Mannfækkun og fátæktin ein bíður ykkar

.

Til hamingju Vinstri grænir. Þetta tókst hjá ykkur fámenninu þinginu! Þið eruð nefnilega þjóðin hennar Jóhönnu. Hin útvalda þjóð sem hún uppgötvaði hjá Steingrími Joð.

.

Þjóðin maður, þjóðin!

Gunnar Rögnvaldsson, 10.7.2009 kl. 23:16

12 identicon

Hvert er vandamálið hjá þessum háu herrum hjá ESB að senda upplýsingar og tilboð eins og gert er í öllum viðskiptum? 

Sérfræðingar ESB hafa fullyrt að við fáum enga sérsamninga frekar en aðrar þjóðir, svo ekkert á að koma á óvart.

 Hvað á þetta ævintýri að kosta að senda óhæfan Össur í skemmtiferðir til að blaðra sig í einhverja stórkostlega vitleysu eins og hann gerði í Hollandi með ICESAVE samninginn?  Fyrir utan er honum ekki treystandi  að passa uppá gögn eins og dæmin sanna.

Að vísu er einn ljós punktur, að þjóðin er þá væntalea að mestu laus við karl garminn meðan hann klúðrar málunum.

Guðmundur Gunnarsson (IP-tala skráð) 10.7.2009 kl. 23:41

13 Smámynd: Júlíus Björnsson

Þjóðirnar eru orðnar tvær í VG? Fjöldi þeirra sem ég þekki og segja kjósa VG hingað til telur málið alls ekki erfitt fyrir VG. Stjórnmálaferill SJ er ekki búinn innan SamFó. 

Júlíus Björnsson, 11.7.2009 kl. 02:09

14 identicon

Þetta eru makalaust fróðlegar umræður! Það mætti ætla að ESB liggi á hnjánum til að lokka eina "ríkustur?!" þjóð í Evrópu til þátttöku í sambandinu. Aðild er undir okkur komin og ESB sendir engin tilboð.

Halldór (IP-tala skráð) 11.7.2009 kl. 12:23

15 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Gunnar Rögnvaldsson er alltaf í baráttunni. Það er samt gaman að hann býr og hefur búið um áraraðir í Danmörku örugglega 20 ár eða meira. Það viriðist ekki vera svo slæmt að búa í landi sem er í ESB en hann vill ómögulega að Ísland verði þar.

Magnús Helgi Björgvinsson, 11.7.2009 kl. 23:22

16 Smámynd: Júlíus Björnsson

Fyrir um 35 árum var Ísland samanborið við  lönd Evrópu langbesta landið að búa í fyrir almenning: hvað varðaði samfélagslegt öryggi og efnisleg gæði. Tekjuskipting jöfnust. Svíþjóð næst og svo Danmörk. Hráefnin undirstaða allrar verðmætasköpunar og orka mest eins og í dag á hvernig íbúa. Hvað gerst hefur er það að tekjuskipting er orðin nálægt því sem gerist í EU og almenningur hefur glatað forskoti sínu. Ástæðan er vafalaust að meiri og meiri menningarleg og efnahagaleg áhrif frá EU. Því forsendur Íslands til að hafa það almennt best hafa aldrei breyst en sama verður ekki sagt um hugsunarhátt Íslendingsins að meðaltali. 

EU er á niðurleið, er þá rétti tíminn að festast meira? Rétt er að fara til baka um 35 ár í hugsanahætt framsóknar og metnaðar og byggja Ísland upp með tilliti til breyttra aðstæðna í Alþjóðamálum: á auðlinda forsendunum sem eru þær sömu. 

Við gengumst inn á að taka upp fjármála og hagstjórnar kerfi EU að fullu um 1994 og komumst nú að því að við keyptum köttinn í sekknum: við fengum lánað fyrir að leggja niður þá litlu fullvinnslu  [lægri virðisaukin í prósentum en sá hærri í evrum talið] sem var hér og auka fullvinnslu innflutning frá EU. Launaleiðréttingar vegna tekjuskerðingar miðað við evru voru bættar með lágvörubúðum og endingar litum varningi. Ef heildaskuldin sem EU sendir okkur nú er dreginn frá kaupmáttarfölsuninni frá 1994 þá er hægt að reikna út að meðaltekjurnar á tíma regluverksins, almennt séð, hafa ekki verið miklar. Elítan á meginlandinu [EU] kunni að reikna og gera 30 ára áætlanir.

Það að búa í Danmörku er ekki fyrir hvern sem er og svo gildir um sérhvert meðlimaríki EU. Því ríkari sem manneskja er að reiðufé eða meira framúrskarandi skiptir búsetan minna máli: Björk. T.d. hafa allar Elítur EU svipuð lífskjör hefði og siði nokkuð sem hefur ekki breyst í aldanna rás. Almenningur hefur aldrei blandast almennt mjög vel í öðum ríkum en sínu eigin. Samanber Íslendinga félög, Tyrkjahverfi og fleira í þeim dúr.

Það er ekki slæmt að vera í neinu landi fyrir þann sem hefur aðlögunar hæfileika. Við getum sagt, er reiðubúinn að falli í kramið í því samfélagi sem hann er í á hverjum tíma. Sumir eru fæddir leikarar að eðlisfari. Aðrir sem alast upp við kröpp kjör eiga auðvalda með að sætta sig við að færa fórnir fyrir að hafa það aðeins betra svo nútíma vergangsfólk í alþjóða hagkerfum samtímans.

Ísland tilheyrir áfram eyjum Atlandhafsins [séð frá EU] þótt við afsölum okkur frumburðarrétti okkar til að ráðstafa náttúruauðlindum okkar og réttinum til að skipta um grunn hagstjórnar og fjármála. 

Byggja einn sem tekur mið af arðbærisjónarmiðum almenns Íslendings: sem meginlands remburnar gefa lítið fyrir.   

Setja fram eitt sjónarmið til ályktunar er þröngsýni ef talið viðunandi. Þrjár hliðar eru til minnst á öllum málum.  Rökin með, Rökin, á móti og niðurstaðan. 

Júlíus Björnsson, 12.7.2009 kl. 06:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband