Össur vill opið umboð án skilyrða

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra skrifar þingsályktunartillögu um umsókn Íslands að ESB þannig að hann fær opið umboð til samninga án skilyrða af hálfu þingsins. Ráðherra fær vald til að velja samninganefnd, setja samninganefnd markmið og velja samráðsaðila eftir eigin mati.

Alþingi getur ekki falið ráðherra það sem vald þingsályktunin kveður á um. Ef það yrði gert væri búið að skipta út þingræði fyrir ráðherraræði.

Þar fyrir utan getur alþingi ekki falið ráðherra að sækja um aðild að Evrópusambandinu  án þess að spyrja þjóðina fyrst.

Ríkisvaldið og alþingi fór illa með þjóðina á útrásarárunum þegar sértækir hagsmunir auðmanna réðu á kostnað almennings. Það er ekki leið til sátta þings og þjóðar ef farið verður í leiðangur til Brussel sem felur í sér víðtækt fullveldisframsal þjóðarinnar.


mbl.is ESB-tillagan birt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Þar fyrir utan getur alþingi ekki falið ráðherra að sækja um aðild að Evrópusambandinu  án þess að spyrja þjóðina fyrst." 

Á hverju byggir þú þessa fullyrðingu - ákvæðum stjórnarskrár eða annarra laga, eða er þetta þín prívat skoðun?

Reinhard Reynisson (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 18:32

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Reinhard, ég byggi þessa fullyrðingu á þeirri staðreynd að alþingi hefur ekki umboð þjóðarinnar til að sækja um inngöngu. Einn stjórnmálaflokkur hafði inngöngu á stefnuskrá sinni og hann fékk innan við 30% atkvæða.

Páll Vilhjálmsson, 14.5.2009 kl. 18:43

3 Smámynd: Páll Blöndal

Nafni,
Þú endurtekur bara þessa fullyrðingu á þeim grundvelli að Alþingi hafi ekki umboð...
Hvernig væri að svara með einhverju bitastæðara en bara "af því bara" ???
Hvað hefurðu fyrir þér?

Páll Blöndal, 14.5.2009 kl. 19:52

4 identicon

Sama þvælan í Páli og venjulega, þ.e. Vilhjálmssyni, og fullkomlega fyrirséð. Hann var líklega búinn að skrifa þessa færslu fyrirfram og engu hefði skipt hvernig tillaga stjórnarinnar er (sem er bara býsna málefnaleg og allir geta skrifað uppá, jafnvel VG).

Auðvitað getur Alþingi falið ríkisstjórninni að sækja um aðild að ESB. Páll reyndar les greinargerðina ekki betur en svo, að hann heldur að það hafi staðið til að veita Össuri einum einhverjar heimildir, en þarna er skýrt talað um ríkisstjórn. Líklega mun forsætisráðherra senda umsóknina og vafalaust munu ríkisstjórnarflokkarnir standa jafnt þegar kemur að því að skipa faglega nefnd.

En burtséð frá þessari yfirsjón Páls, þá getur Alþingi að sjálfsögðu falið ríkisstjórninni þetta verkefni. Með þessari leið - að láta þingið taka fyrsta skrefið - er einmitt verið að styrkja þingræðið, en ekki öfugt. Alþingi hefur valdið í þessu máli, það er ekki ráðherraræði.

Og það verður örugglega góður meirihluti fyrir þessu á Alþingi, ekki aðeins 30% einsog Pál dreymir um.

Evreka (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 20:29

5 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Hvernig sem menn reyna að hagræða staðreyndum þá liggur fyrir að úrslit kosninganna segja að eini flokkurinn sem hafði inngöngu á stefnuskrá sinni fékk innan við 30% atkvæða.

Í okkar stjórnmálahefð er gert ráð fyrir að samhengi sé á milli þess sem sagt er í kosningabaráttu og hins sem framkvæmt er eftir kosningar. Ef breitt bil verður þarna á milli er staðfest gjá á milli þings og þjóðar. Og það er einmitt það sem gerist ef þjóðin verður ekki spurð hvort hún vilji sækja um inngöngu í ESB.

Páll Vilhjálmsson, 14.5.2009 kl. 21:10

6 identicon

Það verður líklega aukinn meirihluti þar sem misvægi landsbyggðarinnar veldur því að það hallar á aðildarsinna.

Elvar (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 21:12

7 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sama hvað hverjum finnst þá verður þjóðin að kjósa um þetta mál málanna og gott að það dregst ekki meir. Hef ekki stórar áhyggjur af því að aðild verði samþykkt því íslendingar vilja ekki vera í hernaðarbandalagi þegar á reynir. það er varla neinn sem trúir því að hernaður sé hættur fyrir fullt og allt í evrópu.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 14.5.2009 kl. 21:37

8 identicon

Vandinn, Anna, er að ef þjóðin kýs vitlaust þá gildir það bara þangað til næst.

Í Evrópulýðræðinu er eina gilda lokasvarið "já".

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 22:11

9 Smámynd: GH

Úps, við viljum ekki vera í hernaðarbandalagi -- ég hélt að umræðan snerist um ESB en ekki NATÓ. Sem sagt, Ísland úr NATÓ, en herinn er víst farinn burt.

GH, 15.5.2009 kl. 11:37

10 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Framsókn talaða lítið um Evrópusambandið í kosningabaráttunni, hafði meira í frammi efnahagsúrræði kennd við 20 prósentin. Flokkurinn samþykkti Evrópustefnu þar sem ströng skilyrði voru sett fyrir inngöngu. Það er í meira lagi hæpið að skrifa allan þingflokk Framsóknar sem aðildarsinna og enn síður kjósendur flokksins.

Borgarahreyfingin var ekki með ESB-aðild á stefnuskrá sinni, amk ekki þeirri sem flokksmenn dreifðu niðrí bæ. Í ritlingum frá framboðinu var áherslan öll á að uppræta spillingu og berjast fyrir réttlæti - hvergi var minnst á ESB.

Sjálstæðisflokkurinn fór í ítarlega umræðu um ESB og komst að þeirri niðurstöðu að Íslandi væri betur borgið utan Sambandsins.

Eftir stendur að Samfylkingin einn flokka vill inngöngu.

Páll Vilhjálmsson, 16.5.2009 kl. 09:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband