Eyfirsk fyndni

Eyfirðingarnir lögðu á sig fyrirhöfn til að ljúga að fólki, hræða og stofna til útgjalda hjá yfirvöldum. Þetta kalla eyfirskir oddfellowar fyndni.

Hvernig væri að viðkomandi gæfu út yfirlýsingu: Afsakið, en við erum bjánar.


mbl.is Ísbjörninn blekking
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Víðir Benediktsson

Ef þetta væri nú alvarlegasta lygi sem Mogginn hefur birt væri ekki mikið að.

Víðir Benediktsson, 9.5.2009 kl. 20:19

2 identicon

Þetta var nú bara smá djókur. slakið nú aðeins á hérna

óli (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 20:25

3 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Dæmi eru um að ísbirnir gangi á land. Vitað er að þeir geta verið hættulegir mönnum. Hrekkur af þessu tagi er til þess fallinn að draga úr viðbúnaði, vegna þess að þegar næsta tilkynning kemur um ísbjörn verður efast um sannleiksgildið.

Þessi fíflagangur fullorðinna manna var alls ekkert fyndinn.

Páll Vilhjálmsson, 9.5.2009 kl. 20:38

4 Smámynd: Víðir Benediktsson

Hvernig væri að löggan bankaði upp á hjá mönnunum sem lugu þjóðina á hausinn?

Víðir Benediktsson, 9.5.2009 kl. 21:00

5 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það var reyndar augljóst að þetta stóðst ekki vegna þess að svo langt er í allan hafís.

Sigurður Þór Guðjónsson, 10.5.2009 kl. 00:30

6 identicon

það eru ekki til neinar sögur um að ísbirnir hafi gert mönnum mein nema þá í sjálfsvörn (seinustu 200-500 árin) í sjálfsvörn geta dýr verið stórhættuleg en
menn eru ekki almenn fæða ísbjarna heldur eru það selir, fiskar og eitthvað í þá áttina..
Þess vegna fara engin dýr á mannaveiðar, þau aðeins verja sig af mikilli hörku ef að þeim er þrengt.
þannig að ef að það kæmi ísbjörn þá þyrftu íslendingar ekki að hafa neinar áhyggjur umað ísbjörninn myndi borða sig!
birnirnir sem komu í fyrra til íslands voru að drepast úr hungri en voru samt ekki að elta fólkið sem var að forvitnast nálægt þeim.. þeir voru að forðast þegar menn voru orðnir of nærgönglir
síðan hefði mbl.is líka að fá staðfestingu hjá lögreglu áður en að þeir settu þessa frétt á netið..
og
síðan kostaði þetta ekkert fyrir ríkið þar sem sigurður tók á sig alla skuldina!
sem gæti verið allt upp í 300 þúsund..
og þeim sem finnst ekkert fyndið við þetta eru greinilega húmorlausir!!

Jóhanna (IP-tala skráð) 16.5.2009 kl. 12:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband