Pólitísk fjárkúgun Samfylkingar

Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri grænir samþykktu á landsfundum sínum stjórnmálaályktanir um að hagsmunum Íslands væri best borgið utan Evrópusambandsins. Landsfundir stjórnmálaflokka eru lýðræðislegur vettvangur þar sem almennir flokksmenn koma saman og ráða ráðum sínum.

Samfylkingin gefur ekki mikið fyrir lýðræðislega starfshætti. Forystumenn hennar segjast ekki ætla í ríkisstjórn nema samstarfsflokkurinn afneiti nýsamþykktri ályktun landsfundar.

Frekjuleg afstaða Samfylkingar til lýðræðislegra starfshátta er í andstöðu við viðteknar hugmyndir um siðað samfélag.

 


mbl.is Evrópustefnan verði á hreinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Tvennt Ægir: a) Samfylkingunni hafa ekki verið settir úrslitakostir.

b) Ef ekki er meirihluti fyrir því á alþingi að sækja um aðild er ólýðræðislegt að krefjast þess.

Páll Vilhjálmsson, 20.4.2009 kl. 22:35

2 identicon

Vika er oft löng í pólitík. Er Skallagrímur að tosa skattaflokk sinn upp fyrir Jógu flugfreyju ?  Þá gæti nú verið að hennar biðist á sunnudag annað starf í framtíðinni en hún hélt. Spennan magnast. Vinsamlegast látið aðra vita ef Skjaldborg Jógu finnst, hún hefur verið týnd í tvo mánuði. 

Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 22:40

3 identicon

Páll.

Ef það hentar þér ekki, þá er það ,,ekki lýðræðislegir starfshættir" !

Samfylkingin ætlar að hafa það sem sín skilaboð, ESB er málið !

Ef enginn vill vera með, þá er það þannig !

Fróðlegt að sjá hvað VG gerir, og líka sjálfstæðisflokkurinn !

JR (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 22:45

4 identicon

Þarna hljóp Björgvin heldur betur á sig - og Árni Páll líka - þetta kætir suma af áköfum aðildarsinnum - og jafnvel hlakkar í einhverjum andstæðingum - en líklegra hefði verið skynsamlegra fyrir þessa pilta að fara sér aðeins hægar. Þeir eru að mála sinn flokk út í horn.

Smári (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 23:24

5 Smámynd: Róbert Viðar Bjarnason

Ég er með opin huga fyrir samingaviðræðum en það er allt of mikið gert úr því að Ísland fái einhverja sérmeðferð í samningum við ESB, sem engar aðrar þjóðir fá. Við vitum nú þegar hvað ESB innganga er um, með því að lesa Nice, Lisbon, Maastricht og aðra samninga. Hræðilegt skrum að halda því fram að án þess að ganga til saminga þá séu okkar inngönguskilyrði bara hvítt blað! ESB mundi aldrei halda saman ef hver þjóð væri með sérsamning...

Róbert Viðar Bjarnason, 20.4.2009 kl. 23:43

6 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Ægir: Í lýðræðisríki eru stjórnmálaflokkar fjöldahreyfingar þar sem flokksmenn koma sér saman um helstu stefnumál. Staðreyndin er sú að Sjálfstæðisflokkur og Vinstri grænir eru með skýra stefnu um að Ísland sæki ekki um inngöngu. Á þeim grunni ganga þeir til kosninga. Þetta hefur ekkert með flokksaga að gera heldur heiðarleika og orðheldni. Samfylkingin krefst þess að væntanlegir þingmenn samstarfsflokks gangi á bak orða sinna.

Páll Vilhjálmsson, 20.4.2009 kl. 23:49

7 identicon

Páll hvatti á dögunum alþjóð til að kjósa VG, því þeir einir standa vörð um land og þjóð. Í litlum flokki eins og VG er auðvelt að vera með þvergirðingshátt að hætti afskekktra bænda. 10-15% er ekki stórt dæmi að halda utan um. Nú ber svo við að VG mælist tvöfalt stærri en þeir eru vanir. Hvað verður þá um þvergirðingsháttinn? Hvernig fer prúði bóndasonurinn að austan að því að girða um skoðanir þegar þær rúma ekki innan túnsins? Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf verið stór og innan hans voru margar skoðanir; og vitanlega ekki alltaf auðvelt að girða fyrir þær. Sjálfsagt á það sama um Samfylkinguna þó ég taki hana ekki alvarlega. Hún er breiðfylkingin utan um þá sem vilja hvorki vera sjálfstæðis né grænir. Hún er í raun fylking skoðunarlausra systkina; lausn allra mála er stóri pytturinn í borg að nafni Brussel. Hitt er annað, Páll, það geta ekki allir fellt sig við þvergirðingshátt VG, sem kemur í veg fyrir atvinnumöguleika. Nýráðinn og núverandi sjávarútvegsráðherra neyddist, þvert gegn vilja sínum, að leyfa atvinnu tengda hvalveiðum - í miðju atvinnuleysi. Hvað gerir maðurinn þegar hann hefur ráðherraborðið einn fyrir sjálfan sig? Við lifum ekki bara á grænku og hundasúrum.

Helgi (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 00:02

8 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Það er svo merkilegt að Sandfylkingin kemst upp með það að segja að enginn hafi skýra stefnu í Evrópumálum nema þeir hafi sömu skoðun og fylkingin.  Þvílíkt endemis rugl.  Skýr stefna þeirra sem ekki vilja inn í ESB er að við viljum ekki þangað inn, punktur og basta.  Það er skoðunarkúgun Sandfylkingarinnar sem er að kollríða öllu hér á landi, yfirgangur og frekja sem engu tali tekur.

Í Sandfylkingunni er lýðræði ekki sama og lýðræði.  Jóhanna og co. tala fjálglega um lýðræði, en það eru innantóm orð og lýðskrum af verstu gerð.

Góðar stundir, utan ESB,

Tómas Ibsen Halldórsson, 21.4.2009 kl. 00:34

9 identicon

Þetta var flott hjá Björgvin og Árna Páli! - einmitt það sem þurfti nú á síðustu metrunum. - Að vísu hafa þeir sagt þetta oft áður, en það er einsog fólk hafi ekki hlustað og því halda fréttamenn að þetta séu einhver tíðindi...

Engan veginn frekt eða ólýðræðislegt af Samfylkingunni. Þvert á móti er hún að skerpa á sinni stefnu. Er það ekki það sem fólk vill? - skýra valkosti? Hvernig getur þú látið það fara svona í taugarnar á þér??

Eftir kosningar verður svo örugglega meirihluti á Alþingi fyrir því að sækja um aðild að ESB: allur þingflokkur Samfylkingar, ca. 40% VG, ca. 30% Sjálfsæðismanna, allir Framsóknarmenn (sem varla verða þó margir...) og XO, ef þeir komast á þing.

Er þá ekki lýðræðislegt að láta nýtt Alþingi taka á þessu?

Munið það, eina leiðin til að stuðla að umsókn í ESB er að kjósa Samfylkingu!! - öll önnur atkvæði eru gegn því.

Evreka (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 00:36

10 identicon

Páll og Tómas:

Sjálfstæðisflokkur hefur enga stefnu í Evrópumálum. Og það sem verra er, enga stefnu í gjaldmiðlamálum heldur - allra síst eftir hið misheppnaða útspil um að taka upp evru í samstarfi við IMF, sem hefur nú verið gert að aðhlátursefni (sjáum varla fleiri heilsíðuauglýsingar um það...)

Sjálfstæðisflokkurinn er klofinn í amk. tvennt, ef ekki fleiri parta í þessum málum. Jafnvel Árni Sigfússon, formaður Evrópunefndar FLokksins, viðurkenndi það í viðtali á landsfundi; sagði enga niðurstöðu hafa fengist og báðir armar væru jafn ósáttir.

Sem sagt, með því að kjósa Sjálfstæðisflokkinn, þá veistu ekkert hvað þú færð. Nema náttúrlega, aðgerðarleysi, því þeir geta ekki komið sér saman um málin...

Evreka (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 00:41

11 Smámynd: Sigurður Haukur Gíslason

Þú skrifar um landsfundi. Var það ákveðið á landsfundi Sjálfstæðisflokksins að taka upp evru í samstarfi við AGS eins og Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir þessa dagana?

Sigurður Haukur Gíslason, 21.4.2009 kl. 01:00

12 identicon

Ef VG ætla að taka það frá þjóðinni að fá að ákveða hvort hún vill fara í EB eða ekki, þeir eru að gera stór mistök. Ég skora á alla sem vilja fara í ESB að kjósa Samfylkinguna, það er ekkert sem heitir annað en hreinn meirihluti. Þjóðin hefur ekki efni á því að fara eftir skussunum sem með ákvörðunum sínum eru að setja þjóðina í þá stöðu að geta orðið fyrir hruni nr. 2.

Skoðið þetta myndband og sannfærist, þeir sem ekki eru vissir=> http://vimeo.com/4189836

Valsól (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 01:01

13 identicon

Evreka - eða á ég að segja Júrópa sem hrópar til himins á eitthvað sem svarar þér aldrei? Satt að segja er aðgerðarleysi (sem þú kallar svo) Sjálfstæðisflokksins betra en eymdarleysi Samfylkingarinnar, sem felst í endalegri uppgjöf þjóðarinnar til alvalds ESB. Ertu búinn að hugsa þetta til enda? Hvert ferð þú með þín mál þegar þér dettur í hug að eitthvað sé að í óflekkaðri paradís? Ferðu til þingmanns og ráðherra? Nei, þú ferð til skósveins í Brussel sem þú finnur aldrei. Líf á litla Íslandi mun aldrei verða virt í botnlausu Brussel. Hefur þú aldrei lesið mannkynssöguna? Hefur þú aldrei lesið stafkrók í sögu Íslands? Hvers konar fáfræði er þetta maður? Hvers virði voru Íslendingar Dönum á fyrri öldum? Lúsarvirði meðan við sáum þeim fyrir fiski og lýsi. Lúsarvirði. Hvað er það sem ESB sér svona mikið varið í okkur núna? Girnist það skuldir okkar og bankahrun? Opnið augun Samfylkingarfólk og aðrir blindir! Opnið augun og lokið trantinum!

Helgiq (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 01:09

14 identicon

Aðeins einn skýr kostur fyrir þá sem vilja ESB aðild. Þeir sem vilja ekki aðild geta þá kosið annað.

Af hverju er ólýðræðislegt að gefa kjósendum skýr skilaboð um að barist verði af krafti fyrir einu af stærstu kosningamálunum, sérstaklega þar sem Samfylkingin ein flokka hefur þetta á stefnuskrá. Rökleysan er algjör í þínum málflutningi.

En þetta er reyndar mjög algengt viðhorf á Íslandi; þeir sem ekki eru sammála mér eru valdníðingar og fantar, eða skoðanalausar druslur, eða kotbændur. Allt eftir hvaða stjórnmálaflokki menn eru að níða skóinn af.

HelgiQ- Að ganga í yfirþjóðlegt bandalag á jafningjagrundvelli er ekki það sama og að vera hersetinn og undir konungsveldi eins og dæmin sem þú ert að vísa í. Bara engann veginn. Heldurðu virkilega að þú sért eini maðurinn sem ert búinn að hugsa um málið? Okkur hefur staðið til boða að ganga í ESB í 15 ár eða meira, og allann tímann hefur okkur, þjóðinni verið sagt að það sé ekki "á dagskrá" af sama fólkinu og kom á kvótakerfinu og einkavæddi bankana. Auðvitað vilja þeir ekki ganga í bandalag siðaðra þjóða, það myndi þýða að litið yrði yfir farinn veg hjá þeim. Gjafakvótinn yrði endurskoðaður og farið í saumana á einkavæðingarferlum.... í stuttu máli væri gamanið búið hjá Sjálfstæðismönnum og þeirra skjólstæðingum. Kvótagreifum og fjárglæframönnum.

bogi (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 01:55

15 identicon

jæja bogi - ekki allt gott? okkur sem hefur staðið til boða að ganga í esb, en eini vandinn er vesenis valdaklíkan í sjálfstæðisklíkunni og útgerðargenunum. Jepp, hef heyrt þetta áður. Þú ert sennilega sjómaður sem neitar ekki að taka á móti hátekjum þínum. Sjómenn hafa grætt mest á síðustu árum. Fáir þeirra hafa mótmælt velsæld síðustu ára, ekk einu sinni Björn Valur skipstjóri sem er á lista VG í Norðri. Eða ertu kannski frú einhhvers? Alla gósenistíðina var fullt af fólki sem tók á móti heljarinnar launum - var ekki á móti því þá - en allt í einu núna er vesen - eins ekkert hafi í skorist. Hvers vegna mótmælti enginn þá, þegar allt var í gúddí?

Helgiq (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 02:20

16 identicon

Og minn kæri bogi, hvað færðu út úr því? Mismurinn á því sem þú sagðir og því sem ég sagði? Var hann svo óskaplega mikill? Hér eftir ætla ég að svara eins og hestur útí í túni, kind á beit, með kynlegum hreyfingum eins og VG eru vanir: það er mitt svar. Klárt og kvitt.

Helgiq (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 02:56

17 identicon

Sjálfstæðisflokkurinn er með mjög óskýra stefnu ( er nánast stefnulaus ) í Evrópumálum og atvinnumálum. Því ætti fólk að kjósa slíkan hentistefnuflokk ?

Stefán (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 11:37

18 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

"Páll minn, þetta er með því betra sem ég hef heyrt lengi. Er Sjálfstæðisflokkurinn með skýra stefnu í Evrópumálum? Flokkurinn er klofinn í herðar niður í þessum málum. Þingmenn og bæjarfulltrúar flokksins hafa skrifað undir Sammala.is."

Ægir var greinilega ekki á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Þar var ég hins vegar og varð vitni að þeirri gríðarlegu og afgerandi andstöðu við inngöngu í Evrópusambandið sem þar kom fram. Það var nánast enginn að tala fyrir inngöngu. Þá sem fóru í pontu og töluðu fyrir því mátti telja á fingrum annarar handar. Hinir komu á færibandi.

Sjálfstæðisflokkurinn er með mjög skýra stefnu í Evrópumálum og hefur verið lengi, innganga er ekki fýsileg. En það er víst ekki stefna að mati Evrópusambandssinna ef hún er ekki að ganga eigi í Evrópusambandið. Svona eins og að það er ekki niðurstaða í þjóðaratkvæði innan sambandsins að mati ráðamanna í Brussel ef einhverjum samrunaskrefum er hafnað. Þá þarf að kjósa aftur svo fólk geti komizt að niðurstöðu

Hjörtur J. Guðmundsson, 21.4.2009 kl. 12:03

19 identicon

Ég held það sé nú fulllangt gengið að kalla skilyrði flokka fyrir stjórnarsamstarfi pólitíska fjárkúgun. Öðrum flokkum er í sjálfsvald sett (og það vald er náttúrlega hjá kjörnum þingmönnum sem eiga það við samvisku sína en ekki landsfund hvað þeir gera) hvort þeir ganga til stjórnarsamstarfs.

bor (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 17:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband