Sjálfstæðisflokkurinn missti sitt helsta skjól

Í sögulegu samhengi er Sjálfstæðisflokkurinn málssvari atvinnurekenda, en sá þjóðfélagshópur á ekki upp á pallborðið hjá kjósendum vegna hrunsins sem var í boði fyrirtækja. Sjálfstæðisflokkurinn átti þó skjól í mönnum eins og Davíð Oddssyni og Birni Bjarnasyni sem andæfðu yfirgangi auðhringa. Andóf þeirra benti til að ærlegan þráð væri að finna í flokknum.

Þegar mútumálið kemst í hámæli og forystan slær skjaldborg um mann sem hefur milligöngu um tugmilljónagjafir auðhringa til flokks og ætlar síðan að selja sömu auðhringjum opinberar eigur er fokið í flest skjól fyrir móðurflokki íslenskra stjórnmála.

Fólk segir sín á milli að atkvæði greitt Sjálfstæðisflokknum er atkvæði greitt óuppgerðri spillingu. En það er einmitt uppgjör við spillingu sem er helsta mál íslenskra stjórnmála í dag og næstu árin. 


mbl.is Samfylking stærst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiður Svanberg Guðnason

Þegar spillingarmál af þessu  tagi koma fram í  dagsljósið   er bara  ein regla,sem  fylgja  skal: Segja sannleikann, allan  sannleikann,  strax.

Svo er líka það ,að þeir sem  segja ósatt verða að vera  stálminnugir. Einhver misbrestur  hefur verið á því  sýnist manni. !

Eiður Svanberg Guðnason, 14.4.2009 kl. 17:34

2 identicon

Ef flokkarnir horfast ekki í augu við kröfu fólks um upprætingu spillingar nú, er lítil von til að þeir sjái að sér eftir kosningar.

Kolla (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 17:52

3 identicon

VIDBJÓDSLEGT ad sjá ad 22% aetla ad greida spillingarflokki atkvaedi sitt.  VIDBJÓDSLEGT!!

Jalli (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 19:06

4 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Ég tel Björn Bjarnason stórmerkan stjórnmálamann sem ekki hefur notið sannmælis. Hann er stálheiðarlegur, vinnusamur og fluggreindur en það þykir mikill löstur í stjórnmálum á íslandi, svoleiðis menn eru taldir hrokafullir og merkilegir með sig. Jón Baldvin er gott dæmi!

Benedikt Halldórsson, 14.4.2009 kl. 19:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband