Ódæmdir glæpamenn og atvinnulífið

Talsmaður Samtaka atvinnulífsins stekkur upp á nef sér þegar forsætisráðherra segir siðleysi að fyrirtæki komi sér undan að greiða starfsfólki umsamin laun en borgar eigendum sínum á sama tíma arð. Til skamms tíma réðu ríkjum hjá Samtökum atvinnulífsins fjármálafurstar sem komu þjóðinni á vonarvöl með svikum og prettum.

Talsmaður atvinnulífsins verður að virða forsætisráðherra og þjóðinni allri það til vorkunnar að á meðan ódæmdir glæpamenn valsa um götur og torg er þolinmæðin lítil gagnvart atvinnulífinu almennt. 

Samtök atvinnulífsins skulda þjóðinni greinargerð fyrir sínum þætti í hruninu. Á meðan engin merki iðrunar og sjálfsgagnrýni sjást hjá samtökum atvinnurekenda verða þau í skammarkróknum. Og þeir atvinnurekendur sem víkja tommu frá þröngum vegi dyggðarinnar kalla yfir sig fordæmingu.


mbl.is Atvinnurekendur reiðir Jóhönnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Baldursson

Atvinnurekendur vilja jöfnuð við samkeppni sína í ESB
Þeim væri nær að setja sig í stellingar í hina áttina. Atvinnurekendur vilja ólmir fara inn í ESB. Vilja endilega sitja við sama borð og þeirra samkeppni um aðgengi að mörkuðum.
ESB vinnuréttur
Má þá ekki krafan verða að evrópskur vinnuréttur hefji innreið sína líka ? Má þá ekki gera þá kröfu að starfsfólk sem hefur unnið 5, 10, eða 15 ár hjá sama fyrirtæki njóti almennilegs vinuréttar og fái eitthvað nær því sem kollegar þeirra í Evrópu njóta. Þar er víða ekki hægt að henda þessu góða fólki á dyr með 3. mánaða uppsagnarrétti.
Jöfnuður verði þá fyrir alla
Þetta vitanlega er vinnuveitendur eru svona áfjáðir í jöfnuð við samkeppnisaðilana.
Bægjum atvinnuleysi ESB frá okkar ströndum
Farsælla held ég þó að sé að við höldum okkur frá ESB-elliheimilinu og tryggjum sveigjanleikann á íslenskum vinnumarkaði og bægjum atvinnuleysinu frá okkar ströndum. Njótum frekar ójöfnuðarins áfram og atvinnustigsins og velsældarinnar sem við sköpum sjálf.

Haraldur Baldursson, 19.3.2009 kl. 20:24

2 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Sammála

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 19.3.2009 kl. 20:26

3 identicon

Væri ekki gott samtök atvinnulífsins segðu okkur hvort Vilhjálmur Egilsson er að tjá sig á þeirra vegum , eða er hann að gera það á vegum  sjálfstæðisflokksins ?

JR (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 20:42

4 Smámynd: Þórarinn Sigurðsson

Munum bara að ef við herðum kyrkingarólina að atvinnulífinu endum við bara á að fá meira atvinnuleysi, minni skatttekjur og minni vöxt -- við værum óbeint að kyrkja okkur sjálf.

Þórarinn Sigurðsson, 19.3.2009 kl. 21:32

5 identicon

,,Munum bara að ef við.."

 Það er alltaf gott þegar ,,einhver fullrúi vinnuveitenda"  tjáir sig,  eins og þessi Þórarinn gerir !

,,Við" ,  hverjir eru þessir ,,Við"  ?

Venjulegt vinnandi fólk hefur ekkert með að gera hvort vinnuveitendur eru með kyrkingaról. Þeir hafa komið sér í þau mál sjálfir, flestir.  Sem betur fer eru til hér fyrirtæki sem hafa verið vel rekin og eru ekki í neinni kyrkingaról !

JR (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 21:59

6 Smámynd: Þórarinn Sigurðsson

Gaman að vera allt í einu orðinn fulltrúi vinnuveitenda. Ég er háskólanemi og er kominn af venjulegu, vinnandi fólki eins og flestir. En af stjórnmálaskoðunum mínum er hins vegar augljóst að ég fæddist með silfurskeið í munninum og er undirlægja auðvaldsins, ekki satt? Ég hlýt því að vera að ljúga.

Með „við“ á ég við kjósendur, almenning, lýðinn. Ef kjörnir fulltrúar okkar herða kyrkingarólina utan um atvinnulífið í okkar umboði og með okkar samþykki, þá má réttilega segja að við séum að því. Það er rétt sem þú segir, JR, þessi fyrirtæki komu sér sjálf í vesen. Það stoðar bara ekkert að kreista þau núna, eins veikburða og þau eru. Það fjölgar bara gjaldþrotum og eykur atvinnuleysi.

Þórarinn Sigurðsson, 19.3.2009 kl. 22:07

7 identicon

Eitt í þessu.

Ef kemur harmagrátur úr þessu horni þá eru menn á réttri leið.

101 (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 00:13

8 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Prívat og persónulega held ég að hrunið sé allt hvalastofnunum að kenna. 

  Þessum ferlegu afætum, sem svamla hér um í íslenskri lögsögu eins og þær séu heima hjá sér -með tilheyrandi bægslagangi.

Þær frænkur Langreiður og Hrefna átu okku út á húsganginn, sýktu síldina og hækkuðu stýrivextina.

Burt með þær.   Þá verður allt gott aftur  -og umheimurinn fær loksins skilning á okkar málsstað.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 20.3.2009 kl. 03:41

9 identicon

þórarinn ég held að enginn telji þig fæddan með silfurskeið í munni,heldur sjái fólk þig sem svona sjálfstæðiswannabe,einn sem gæti átt leið með mesta tækisfærasinna landsins Vilhjálmi Egilssyni talsmanni samtaka atvinnulífsins sem hefur hagað sér einsog Ragnar Reykás undanfarin ár.maður sem bullaði nýlega að atvinnurekendur hefðu byggt upp lífeyrissjóðina,en gleimdi að segja frá því að það er þeirra skylda að greiða þetta,EN greiðslur þeirra eru jafnframt að fullu frádráttabærar til skatts svo raunverulega eru þeir ekki að borga neinar upphæðir

zappa (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 12:25

10 identicon

JR kom með góð rök.

EE elle (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 12:44

11 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Það hefur verið okrað á mér frá því árið 1953.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 20.3.2009 kl. 15:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband