Ólíkir hagsmunir við stjórnarmyndun

Vinstri grænir og Samfylking vilja starfsstjórn sem yrði vísir að þróttmikilli ríkisstjórn eftir næstu kosningar. Framsóknarflokkurinn vill stuðla að starfsstjórn með sem lægstum samnefnara. Fram eftir viku virtist sem ný ríkisstjórn gæti hafið störf í góðum meðbyr. Fyrirvarar Framsóknarflokksins og tafir á myndum ríkisstjórnar eru ekki veganestið sem stóri-valkosturinn-við-Sjálfstæðisflokkinn óskaði sér.

Til að gera málið snúnara er prófkjörsbarátta þingmannsefna hafin. Starfandi þingmenn og vonarstjörnur utan þings munu freista þess að skapa sér sérstöðu með áherslum í andstöðu við stefnu nýrrar ríkisstjórnar.

Í stað þess að búa til samsteypustjórn tveggja flokka með hlutleysi hins þriðja hefði verið nær að láta einum stjórnmálaflokki um að mynda starfsstjórn. Sá vagn er farinn og flokkarnir þrír sitja uppi með vandamál sem skaðar þá alla.

Vandræðin við myndun starfsstjórnar gefa ekki góð fyrirheit um þriggja flokka stjórn eftir kosningar.


mbl.is Hlé gert til að ræða málin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Láta á það reyna.

Ólafur Sveinsson (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 17:44

2 identicon

En þetta framferði Framsóknar, frá því að nýji formaðurinn gaf yfirlýsingu um að verja VG og Samf. falli verður þeim ekki til framdráttar, í komandi kosningum.

Greinilegt að nýi foringinn hefur verið tekinn á teppið, af flokkseigendum.

Af Ólafs Ó, klíkunni.

Þeir eru óalandi.

Ólafur Sveinsson (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 17:53

3 Smámynd: Villi Asgeirsson

Framsókn var deyjandi. Framsókn hóstaði og allir héldu að nú væri komið líf í hana, en hún er ennþá deyjandi. Megi hún andast hratt og örugglega.

Villi Asgeirsson, 31.1.2009 kl. 20:58

4 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Framsókn er í ríkistjórninni án ráðherra þið virðist ekki skilja það hvernig getur stjórn starfað sem ekki hefur þingmeirihluta? þeir koma engum álum í gegn nema með samningum og hrossakaupum.ef Framsóknarflokkurinn á bara að verja þá vantraust þá greiða þeir bara atkvæði með þeim ef vantraust er borið í ríkistjórnina.

Þess vegna þurftu mengin málin að vera á verkefnalistanum vel tilgreind svo ekki þyrfti að byrja á að þvarga um framkvæmdina í þinsölum, Framsóknarmenn ætla að styðja mál sem eru á listanum eins og þau eru þar sett fram koma önnur mál fram þarf að semja um þau.

Það er ljóst að ef ekki er gengið í upphafi frá málum þá tæki allan tímann að koma málum í þann búning að allir væru sáttir. það er allt of tímafrekt og enginn tími til að vinna þannig.

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 31.1.2009 kl. 22:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband