Biden hjálpar Pútín, leggur efnahag Úkraínu í rúst

Forseti Úkraínu, Volody­myr Zelen­sky, bað vesturlönd fyrir tveim vikum að láta af hræðsluáróðri. Áróður vesturlanda ylli efnahagslegum hörmungum í Úkraínu. Biden forseti Bandaríkjanna gerir illt verra fyrir Úkraínu og boðar rússneska innrás n.k. miðvikudag, segja bæði Telegraph og Welt.

Útlendingar flýja Úkraínu unnvörpum. Flugfélög hætta áætlunarflugi. Engum dettur í hug að fjárfesta í landinu á meðan innrás vofir yfir. Áður hafa Bandaríkin og önnur vesturlönd lýst yfir að þau muni ekki fórna einum einasta hermanni fyrir fullveldi Úkraínu. Vestræn ríki hafa þvegið hendur sínar af örlögum nágranna rússneska bjarnarins.

Skynsamlegasta í stöðunni fyrir Pútín er að bíða með hermenn sína Rússlandsmegin landamæranna og láta Úkraínu blæða út efnahagslega. Fyrr heldur en síðar biður stjórnin i Kænugarði um samninga. Sem yrðu á forsendum Rússa.

Á hinn bóginn. Bandaríkin virðast telja sig vita að innrás verði gerð í næstu viku. Gangi það eftir yrði maður að taka hatt sinn ofan fyrir CIA og velta fyrir sér skammhlaupi í heilakvörn Pútín. 

En ætti maður að velja hvor sé meira út á þekju, Biden eða Pútín, hlýtur sá bandaríski að taka gullið.

Tilfallandi spákort frá 29. janúar sl. gildir enn um Úkraínu. Pútin sigrar án innrásar. En skjótt skipast veður í lofti. Gildir bæði um íslenskt veðurfar og Úkraínudeiluna.


mbl.is Bandaríkin búin undir „aðrar sviðsmyndir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Forleikur þessarar leiksýningar var þegar Biden gaf grænir ljós á Nord Stream gasleidsluna og bannaði alla gas og olíuvinnslu í eigin landi. Við það tapaði Úkraína valdastöðu sinni og um leið fylltust peningakistur Putins.

Þetta elliær hró er slíkur skaðvaldur að það hálfa væri nóg. 

Ragnhildur Kolka, 13.2.2022 kl. 13:55

2 Smámynd: Hörður Þormar

Líklega er Pútín bara að láta drauma sína rætast frá því að hann var, sem strákur, að leika sér með tindátana sínalaughing.

Hörður Þormar, 13.2.2022 kl. 17:30

3 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Þetta endar með pólitísku hruni innanfrá og eftir það sækir Úkraína um endur-inngöngu í CIS og CSTO.

Guðjón E. Hreinberg, 13.2.2022 kl. 17:54

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Vont er .eirra ranglæti en verra er þeirra réttlæti

Halldór Jónsson, 14.2.2022 kl. 11:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband