Guðni forseti hreifst með Stígamótum - biðst afsökunar

Stígamót og öfgafemínistar notuðu Kolbeinsmálið til að gera alla knattspyrnumenn grunaða kynferðisbrotamenn.

Guðrún á Stígamótum orðaði óhugnaðinn með þessum orðum: íslensku landsliðsmennirnir ,,þurfa að játa það að þeir geti með engu móti fullyrt að allir séu þeir með hreinan skjöld." 

Menn áttu að sanna sig saklausa af ásökunum Stígamóta að vera kynferðisglæpamenn.

Guðni Th. forseti tók undir Stígamótaviðbjóðinn með því að viðhafa orðið ,,fáviti" þegar hann mætti á landsleik.

Nú sér forsetinn að sér og biðst afsökunar að hafa lagst á árarnar með öfgahreyfingu Stígamóta.

Það er vel.

 


mbl.is Guðni biðst afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Ætli Gísli Martinn níði ekki af Guðna skóinn
svo sjáist í litríka sokkana
í næsta þætti á RUV

Grímur Kjartansson, 13.9.2021 kl. 14:37

2 Smámynd: Helga Dögg Sverrisdóttir

Grunnskólinn leyfir fræðslu sem inniheldur orðið fáviti. Enginn hefur hugsað sér að biðja nemendur sem kallaðir eru slíku nafni af fullorðnum afsökunar afsökunar. Kennarar eiga að vera gagnrýnni á fræðslu sem kemur inn í grunnskólann. Sólborg Guðbrandsdóttir ásamt fleirum hafa viðhaft þetta orð um hóp manna. Afsökun á leiðinni?

Helga Dögg Sverrisdóttir, 13.9.2021 kl. 15:07

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Sagnfræðingar þurfa að kunna að lesa, en þeir þurfa ekki að vera djúpir. Það aftur á móti ætti að vera frumskilyrði fyrir forseta. 

Ragnhildur Kolka, 13.9.2021 kl. 16:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband