RÚV-tilræði gegn Morgunblaðinu

Fréttamaður RÚV, Sigríður Dögg Auðunsdóttir, beið ekki boðanna þegar hún hlaut kjör sem formaður Blaðamannafélags Íslands. Fyrsta verk nýkjörins formanns var að vega að lífsafkomu blaðamanna Morgunblaðsins vegna þess að blaðið birti auglýsingu frá Samherja.

RÚV, vitanlega, slær málinu upp.

Krafa Sigríðar Daggar, og þar með Blaðamannafélagsins, er að fjölmiðlar birti ekki auglýsingar sem eru í andstöðu við hagsmunahópinn á Efstaleiti.

RÚV er ríkisrekinn fjölmiðill og vill enga samkeppni, hvorki í ritstjórnarefni né á auglýsingamarkaði. Einn fjölmiðill, einn auglýsingamarkaður - og enginn má gagnrýna Helgan Seljan Sannleika.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur Baldvin Ólafsson

Ég hlusta/horfi sjaldan á RUV. Vil eki eitra hugann með því. Í mínum eyrum hljómar RUV oft eins og Íslandsdeild  áróðursmálaráðuneytis fjórða ríkisins (ESB arftaka þriðja ríkisins). Þó horfði ég á einhverja fótboltaleiki í heimsmeistarakeppni í Brasilíu að mig minnir, þátt um og með Ragnari Bjarnasyni og viðtal við Vladimir  Vlaadimirovich frá einhverri þýskri sjónvarpsstöð. Það sem slökkti endanlega á mínu áhorfi var eineltið gegn Ólafi F.Magnússyni fv. borgarstjóra, sem bloggarinn Jens Guð kallaði upphafið að pólitískri skrílmenningu á Íslandi. Algerlega sammála honum þar.  Þar var öllu tjaldað til: frétta-og fréttaskýringarþáttum. spaugstotunni og jafnvel áramótaskaupinu (oftast nefnt Samfylkingarskaupið). Þráhyggjueineltið gegn Samherja slær þó öllu út fyrir okkur Akureyringa sem þekkjum fyrirtækið og stjórnendur þess að góðu einu. 

Gunnlaugur Baldvin Ólafsson, 3.5.2021 kl. 14:28

2 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Yfirlætið og hrokinn á RÚV er óþolandi. Einn af þeim fáu sem ekki fyrirlítur alla sem ekki eru í sama liði er Egill Helgason. Hann ásamt Sigmundi Erni á Hringbraut eru ekki bara góðir spyrlar, þeir eru mannvinir eins og fólkið á N4. 

Benedikt Halldórsson, 3.5.2021 kl. 18:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband