Mín samsæriskenning og þín

Við tvennar aðstæður verða samsæriskenningar vinsælar. Í fyrsta lagi þegar yfirvald þykist vita meira og betur en almenningur, án þess að hafa órækar sannanir. Í öðru lagi þegar ráðandi hugmyndafræði lætur undan síga en ný er enn í mótun.

Í kófinu skortir aðrar sannanir en að Kínaveiran er smitandi og getur drepið. Hvernig best er að stemma stigu við útbreiðslu er meira byggt á líkum og almennri skynsemi, sem raunar ekki ýkja almenn, þegar að er gáð, fremur en órækum sönnunum. Skiljanlega. Kínaveiran er ný af nálinni og þekking verður til jafnt og þétt, eftir því sem faraldrinum vindur fram.

Alþjóðahyggjan er sem hugmyndafræði að hrynja, nánast í þessum töluðu orðum. Alþjóðasamvinna var til skamms tíma kennisetning alls þorra stjórnmálamanna á vesturlöndum. Hugmyndafræðin varð til eftir seinna stríð, fékk fjörkipp eftir kalda stríðið en er núna í andarslitrunum. Með kjöri Trump og Brexit, hvorttveggja árið 2016, var fótunum kippt undan alþjóðahyggjunni en ekkert nýtt heildstætt er komið  í staðinn. Til marks um örvæntinguna er að elliært aflóga hross er gert að forseta Bandaríkjanna og það talið marka tímamót í endurreisn alþjóðahyggju. Neibb, sagan fer ekki í bakkgír.

Í andrúmslofti efa, tortryggni og óvissu grassera samsæriskenningar. En höfum í huga að einu sinni var samsæriskenningasmiður frá Nazaret sem fékk uppreist æru eftir sinni dag og lagði grunn að þúsund ára tímabili sögunnar sem kallast kristnar miðaldir.

Samsæriskenning í dag verður að viðteknum sannindum á morgun. Spurningin er aðeins hvaða kenning. Í millitíðinni er orðið frjálst. 


mbl.is Segir samsæriskenningar ekki mega grassera
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Aldursfordómar hjá höfundi ? Et tu ?

Sigfús Ómar Höskuldsson, 6.12.2020 kl. 22:12

2 Smámynd: Grímur Kjartansson

Þegar maður var yngri þá trúði maður því sem kennarar sögðu og því sem maður heyrði í RUV. Það sem maður fékk að sjá í sjónvarpinu var svart/hvítt og matreitt þannnig að hetjur voru hetjur og skúrkar voru skúrkar.

Svo fór maður að átta sig á að heimildarþættir sýndu manni bara eitt sjónarhorn og áður en maður vissi þá mætti einstaklingur í viðtal hjá RUV og lýsti á trúverðugan hátt því hverngi væri að keyra frá Reykjavík til Neskaupstaðar án þess að hafa hugmynd um að það væri lík í aftursætinu.

Svo komu heimildaþættir sem sýndu fram á að fólk fengi ofurkrafta af því að stara upp í sólina. En ég sé enn fólk með segularmbönd til að draga úr gigtarverkjum eða einhverju öðru einsog hann afi minn átti svo ef til vill trúum við bara alltaf því sem við viljum trúa og köllum hitt lygi.

Grímur Kjartansson, 6.12.2020 kl. 22:14

3 Smámynd: Hörður Þormar

Detta nú af mér allar dauðar lýs!!!

Nú er það fyrir löngu almælt orðið að hinn níræði George Soros sé hinn mikli Anikristur sem ógnar heiminum.

En skyldu virkilega einhverjir vera til sem trúa því að Donald Trump sé Kristur endurborinn?yell

Hörður Þormar, 6.12.2020 kl. 23:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband