Guð verður hán

Sænska kirkjan vill ekki lengur tilbiðja guð í karlkyni og nota fornafnið ,,hen" um himnaföðurinn eða ,,hán" á íslensku. Norræn kristileg umræða um þetta framtak Svía er ekki jákvæð.

Svíar niðurlægja sjálfa sig, segir í Documenta, með ótta um að þríeinn guð - faðir, sonur og heilagur andi - sé liðin tíð. Tillagan er tengd við biskupinn í Lundi Antje Jackelén en hún vill höfða til múslíma með slagorðinu ,,Guð er stærri" sem er útfærsla á ,,Allahu akbar." Trúarblöndun af þessu tagi, synkretismi, er öll á forsendum múslíma, segir Documenta.

Þjóðverjar eiga ekki orð eins og ,,hán" (hen á sænsku) og telja Svía vilja breyta guði í ,,það". Þýskir taka fram að þeir sænsku ætla ekki að breyta faðirvorinu og þykir það huggun harmi gegn.

Guðsmynd endurspeglar sjálfsvitund samfélaga. Guð sem ,,hán" er annað tveggja; leiðin til endurreisnar trúarinnar eða áfangi til ,,Allahu akbar" - upp á arabísku.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Þarf endilega að vera eitthvert kynja-kapphlaup um "GUÐ?".

Mætti ekki skilgreina GUÐ sem jákvæða orku sem að hjálpar/vísar hinn rétta veg?

Þetta eru allt góðar umræður sem að RÚV sjónvarp ætti að vera með í þætti 1 sinni í viku; svipað og þættirnir með Ómega þar sem að menn eru að leita að hinstu rökum tilverunnar.

Jón Þórhallsson, 25.11.2017 kl. 10:16

2 identicon

Alveg frábært, að eftir 2500 ár ... að menn skilja ekki þessi einföldu skrif.  Ekki hefur nú heilabúið á fólki þróast mikið í gegnum aldirnar ... jafn blindir, heimskir og auðtrua og áður.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 25.11.2017 kl. 11:31

3 Smámynd: Jón Þórhallsson

Mætti ekki líkja GUÐI við vindinn eða sólina?

= Ekki reynum við að kyngera þau viðfangsefni; er það?

Jón Þórhallsson, 25.11.2017 kl. 11:46

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þetta er auðvitað spurning um venju. Það dettur engum í hug að Guð sé karlkyns, en við höfum vanist því að tala um Guð í karlkyni. Ég fæ ekki séð að nokkur einasta ástæða sé til þess að breyta því.

En fyrst Svíar eru farnir af stað verður þess ekki langt að bíða að Íslendingar bætist í hópinn. Þeir hafa þegar gefið út, og þvingað alla presta til að nota, ranga þýðingu á Biblíunni í þágu einhvers konar misskilnings um jafnrétti.

En áfram heldur að kvarnast úr Þjóðkirkjunni þrátt fyrir allan apaganginn.

Þorsteinn Siglaugsson, 25.11.2017 kl. 13:26

5 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Guð er andi, það kemur skýrt fram í Heilagri Ritningu. Það er karlkyns nafnorð eins og þekkt er og því eðlilegt að tala um Hann. Þá opinberaði Hann sig í Frelsara mannkyns, sem átti jarðneska móður. Frelsarinn birtist okkur sem Jesús Kristur, karlmaður hér á jörð, auk þess að vera Guð, eða einn jafnhárra hluta Guðdómsins þríeina. Sömuleiðis karlmannsnafn og um karlmann að ræða óumdeilt.
Kvennaguðfræði er alls ekki óumdeild frekar en nýtilkomin hvorugkynsguðfræði, en hvað varðar hérlenda málfræði þá verður ekki um deilt.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 25.11.2017 kl. 13:38

6 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Hen er hæna á ensku. Er ekki Þessi femínista herferð að ganga of langt? Hvenær ættlar fólk að segja hingað og ekki lengra?

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 25.11.2017 kl. 16:24

7 Smámynd: Halldór Jónsson

Jessús hvað Svíarnir geta verið gáfaðir.  Ég held að þeir fari lengra með hverju árinu, Enda fjölgar múslímunum hjá þeim stöðugt og skilningurinn vex. Nema líklega í Malmö og slíkum plássum þar sem rottugangur er sagður vaxandi.

Halldór Jónsson, 25.11.2017 kl. 22:37

8 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Samkvæmt The Local, sem flytur sænskar fréttir á ensku, er þetta falsfrétt. Sjá hér: 

https://www.thelocal.se/20171124/no-the-swedish-church-has-not-banned-the-male-pronoun-god

Wilhelm Emilsson, 27.11.2017 kl. 08:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband