Logi, hatrið og leyndarhyggjan

Logi Már Einarsson formaður Samfylkingar gat sér orð í bæjarmálum á Akureyri áður en hann tók við Samfylkingunni. Logi beitti sér fyrir mannréttindabrotum á grunnskólakennara þar í bæ.

Samkvæmt fundargerð skólanefndar Akureyrarbæjar var Logi málshefjandi undir liðnum ,,hatursáróður." Svo vitnað sé í fundargerðina frá 6. febrúar 2012:

2.Hatursáróður

2012020038

Að ósk Loga Más Einarssonar S-lista voru tekin til umræðu ummæli á opinberum vettvangi um samkynhneigð og viðbrögð við þeim ummælum.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir lögmaður Akureyrarbæjar mætti á fundinn undir þessum lið.

Logi Már Einarsson lagði fram bókun sem var færð í trúnaðarbók.

Nú er Logi sérstakur talsmaður þess að ,,leyndarhyggju" verði aflétt í íslenskum stjórnmálum. Er þá ekki rétt að hann aflétti leyndinni yfir ,,trúnaðarbókinni" sem hann lagði bókun sína inn í á fundinum? Í leiðinni gæti Logi upplýst alþjóð hvað hann á við með ,,hatursáróðri". Það liggur fyrir að hvorki innanríkisráðuneytið, héraðsdómur né hæstiréttur er sammála Loga um aðför hans að tjáningarfrelsinu undir merkjum ,,hatursáróðurs".

Eða er það þannig að leyndarhyggjan sé hið besta mál þegar maður þarf að fela eftir sig slóðina í atlögu að mannréttindum og er formaður Samfylkingar?

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Hefði nú verið málefnalegt að birta líka svar Loga sem hann setti við þessa færslu Snorra:

"Það breytir því ekki að sem fulltrúi minnihluta í skólanefnd og utan bæjarstjórnar hafði ég að sjálfsögðu enga aðkomu að áminningu og uppsögn mannsins.

Það er kannski fróðlegt fyrir einhverja hér sem ekki vita, fyrst verið er að blanda stefnu Samfylkingarinnar í málið. Þáverandi fræðslustjóri, er nú oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn."

Magnús Helgi Björgvinsson, 18.11.2017 kl. 23:13

2 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

MHB

Þess meiri ástæða að bókun Loga fáist birt. Hafi hann ekkert að fela þá ætti það að vera honum ljúft sem skylt. Betra en benda fingri á aðra, en halda bókun sinni leyndri, eða efni hennar.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 18.11.2017 kl. 23:51

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Nánast dag eftir dag er hamast á Loga Einarssyni vegna ákvörðunar, sem þáverandi fræðslustjóri og nú oddviti Sjálfstæðisflokkins á Akureyri tók fyrir mörgum árum auk þess sem hann er vændur um kvenhatur og hvers kyns ávirðingar. 

Ómar Ragnarsson, 18.11.2017 kl. 23:57

4 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

ÓR

Þú gleymir því hvernig þessi "saklausi" Logi hefur spúð frá sér óviðurkvæmilegum athugsasemdum um andstæðinga sína eða samferðamenn, að þessu skelfilega máli með Snorra undanskildu, sem hann stóð fyrir ásamt hinni leynilegu bókun sinni um Snorra sem þolir greinilega ekki dagsljósið. Minnir á læstu hirslu ríkisstjórnar flugfreyjunnar hatursfullu og óþokkans jarðfræðinemans. Þá hirslu má ekki opna fyrr en eftir vel yfir 100 ár!

Þetta er fólkið sem hrópar og skattyrðist í öðrum vegna leyndarhyggju, og tönnlast sífellt á gagnsæi sem það vill hafa. Það á víst bara við um aðra bersýnilega.

Hvað sagði ekki svínið í Dýrabæ, "Öll dýr  eru jöfn, en sum dýr eru jafnari en önnur"

Kemur ósjálfrátt upp í hugann þegar maður hugsar um orð og gerðir þessara sem hér hafa verið nefndir og flokkssystkin þeirra.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 19.11.2017 kl. 00:37

5 Smámynd: Theódór Norðkvist

Magnús Helgi, lastu ekki þessa tilvitnun Páls í fundargerðina? Augljóst er að maðurinn er að ljúga á Facebook.

Hvernig getur hann sagt að hann hafi enga aðkomu haft að þessari grófu atlögu að Snorra, áminningu og uppsögn hans, þegar hann á frumkvæðið að því að taka málið upp?

Hann gengur meira að segja svo langt að leggja fram sérstaka bókun, sem hann þorir ekki einu sinni að birta, því hann veit að hann verður algjörlega afhjúpaður sem lygari og ómerkingur, geri hann bókunina opinbera. Að mínu mati er hann reyndar búinn að afhjúpa sig sem slíkan, svo mér er slétt sama hvort þessi bókun verður gerð opinber, eða ekki.

Theódór Norðkvist, 19.11.2017 kl. 13:18

6 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Fundargerðin sýnir svo ekki verður um villst hver er upphafsmaður þessa ömurlega máls, sem orðið hefur Akureyrarbæ til mikillar minnkunar.

Ég tek umdir með Páli: Krefja verður Loga um að aflétta leynd af bókun sinni. Geri hann það ekki er allt sem hann lætur út úr sér um meinta "leyndarhyggju" (hvað svo sem það orðskrípi þýðir) annarra, hræsni ein og annað ekki.

Þorsteinn Siglaugsson, 19.11.2017 kl. 14:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband