Áfengi, kjöt og frjálslyndi

Áfengi í matvörubúðir og óheftur innflutningur á fersku kjöti er kennt við frjálslynda pólitík. Lýðheilsurök mæla með að áfengi skuli selt í sérverslunum og ferskt kjöt útlent sæti innflutningstakmörkum.

Reynslan styður lýðheilsuna, áfengisvandi íslenskra ungmenna er minni en víðast á byggðu bóli og íslensk matvæli hollari en gengur og gerist.

Þegar reynsla og lýðheilsa standa andspænis frjálslyndi hlýtur pólitíkin að víkja fyrir heilbrigðri skynsemi.


mbl.is Dómur EFTA geti „ógnað lýðheilsu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Myndir þú vilja segja upp EES-samningnum?

Jón Þórhallsson, 15.11.2017 kl. 08:01

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Já.

Páll Vilhjálmsson, 15.11.2017 kl. 08:08

3 Smámynd: Helgi Rúnar Jónsson

Engar áhyggjur, framsóknarflokkarnir 3, SjálfstæðisFLokkur, Framsókn og VG munu koma í veg fyrir frelsi á matvörumarkaði, neitendum EKKI til hagsbóta.

Í verðandi ríkisstjórn mun SjálstæðisFLokkurinn afhjúpa sig sem afturhaldssinnaður bændaflokkur, sem er á móti frelsi einstaklingsins(nema þegar kemur að kvótagreifunum) og á móti frelsi í viðskiptum(nema þegar að kemur að því að kvótagreifar geti keypt sér erlendan gjaldeyrir og farið með hann til Torttola).

Helgi Rúnar Jónsson, 15.11.2017 kl. 09:08

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Nú mun “Framsóknarflokkarnir 3” vera beittasta vopnið í vopnabúri utangarðsmanna. Skiptir engu að þeir voru fyrir hæstánægðir með að fara í stjórn með tveimur þeirra fyrir rétt rúmri viku.

Ragnhildur Kolka, 15.11.2017 kl. 09:26

5 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Frelsið er gott, en það þarf líka að hafa auga með agentum, fjárglæframönnum, pröngurum og prökkurum, svo maður vitni í Jónas frá Hriflu.

Wilhelm Emilsson, 15.11.2017 kl. 10:26

6 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Kæri Wilhelm

Að vitna í ódáminn Jónas, er álíka og þegar skrattinn les Biblíuna.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 15.11.2017 kl. 10:57

7 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Frjálslyndi felur í sér að fólk virði sjálfsákvörðunarrétt annarra. Frjálslyndur maður spyr sig þess áður en hann tekur að skipta sér af öðru fólki hvaðan í ósköpunum honum ætti að koma réttur til þess og hann gerir sér jafnframt grein fyrir því að sá réttur er síður en svo sjálfsagður, raunar alger undantekning. Sama hvort þetta fólk vill kaupa breskar nautalundir í Costco eða stofna vínbúð.

Þorsteinn Siglaugsson, 15.11.2017 kl. 19:20

8 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Sæll, Predikari:

Meiri Jónas, bara fyrir þig :-)

„Við megum ekki gleyma því að í landinu hefur myndast hópur fjárglæframanna, sem aðallega gera sér að atvinnu að stofna til félaga, sprengja þau og hirða molana. Þeir menn eru lausir við flestar siðlegar hömlur. Fjárgræðgin knýr þá áfram; hegningarhúsið er hið eina sem þeir forðast. Þessvegna beita þeir kænsku sinni til að svíkja lögum samkvæmt.“

Wilhelm Emilsson, 16.11.2017 kl. 04:55

9 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Kæri Wilhelm.

Ódámurinn Jónas var, eins of hann segir í þessari tilvitnun þinni, gersamlega laus við siðlegar hömlur. Það sýnir lyndiseinkunn hans og hvernig hann kom fram við samferðafólk sitt, ekki síst úr ræðustól Alþingis. Karlremba var hann að auki mikil og vandaði ekki konum kveðjurnar, sem ætluðu sér meira hlutskipti í lífinu en heimilisstörf. 

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 16.11.2017 kl. 10:31

10 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Kæri Predikari,

Ég er svolítið hissa á því hvað þetta er þér mikið hitamál. Jónas frá Hriflu er hluti af sögu landsins og ég skoða hann í því samhengi.

Kær kveðja,

Wilhelm 

Wilhelm Emilsson, 17.11.2017 kl. 08:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband