Engin hætta á stöðnun, heldur óstöðugleika

Íslenska hagkerfið er galopið, erlendar fjárfestingar flæða inn í landið. Íslenskir námsmenn fara í erlenda háskóla og fyrirtæki hér eiga í margvíslegu samstarfi við útlend. Það er engin hætta á stöðnun í þjóðfélaginu.

Á hinn bóginn er veruleg hætta á pólitískum óstöðugleika sem myndi bæði flæma burt erlenda fjárfestingu, valda lausatökum á efnahagsmálum og og auka úlfúð í samfélaginu.

Þess vegna þurfum við sterka ríkisstjórn fárra flokka sem mynda breidd í stjórnmálum. Aðeins ein slík er í boði. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks.


mbl.is Ríkisstjórn stöðnunar blasi við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrossabrestur

Eini raunverulegi óttinn fyrir Viðreisn og Samfylkinuna er að með þessu stjórnarmynstri yrði ESB ruglinu pakkað niður og ekki læðst aftan að okkur með eitthvað andskotans ESB rugl sem við kjósendur erum augljóslega búin að hafna.

Hrossabrestur, 10.11.2017 kl. 17:39

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Núverandi stjórnarskrá er sannkölluð ESB-stjórnarskrá, því að í henni er ekkert sem getur tryggir að samningur einhverrar ríkisstjórnar sé borin undir þjóðaratkvæði. 

Ómar Ragnarsson, 10.11.2017 kl. 18:41

3 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Kæri Páll.

Styrkari yrði stjórn með Sjálfstæðiflokki, Miðflokknum og Framsóknarflokknum auk hugsanlega flokki Ingu Sæland. Eru menn búnir að gleyma villikattasmölun þeirri sem var að fara að ganga af flugfreyjunni dauðri í ríkisstjórn hennar og alráðherranum jarðfræðinemanum?  Katrín er ekki líkleg til að ná halda villiköttunum í stíunum sínum í slíkri ríkisstjórn. Hættunni yrði þar að auki þá ekki hvað síst fyrst boðið heim yrði hún forsætisráðherra. Í VG eru menn of ólíkir og mikil ólíkindatól til að standa þétt saman að ríkisstjórn. ar ráða ríkjum jarðfræðineminn, Svavar G og Svavarsdóttirin, ekki Katrín nema að nafninu til.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 10.11.2017 kl. 18:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband