Brexit, Viðreisn og Samfylking

Stærsta viðskiptaland okkar í Evrópusambandinu, Bretland, hættir ESB-aðild eftir tvö ár. Tveir einsmálsstjórnmálaflokkar á Íslandi, Viðreisn og Samfylking, eru með það á stefnuskrá sinni að viðskiptakjör Íslands við Bretland verði ákveðin í Brussel, af Evrópusambandinu.

Ef Íslandi væri ESB-ríki, líkt og Viðreisn og Samfylking vilja, yrði nákvæmlega ekkert tillit tekið til íslenskra hagsmuna í samskiptum milli ESB annars vegar og hins vegar Bretlands.

Þegar það rennur upp fyrir fólki hversu hættuleg stefna Viðreisnar og Samfylkingar er íslenskum hagsmunum verða flokkarnir enn minni en þeir eru í dag. Og lengi getur smátt minnkað.


mbl.is Fara út með eða án samnings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

 Ég er viss um að Therisa May segi ---God bless you---einn góðan veðurdag. Það myndi vera skák og mát eða ---heima-skíts-mát--- en þá fyrst munu hrinan ESB ríkja koma á eftir. 

Valdimar Samúelsson, 10.11.2017 kl. 09:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband