Kosningasaga mín frá hruni: Vinstri grænir til Sjálfstæðisflokks

Fyrstu þingkosningarnar eftir hrun, 25. apríl 2009, kaus ég Vinstri græna. Með þeim rökum að Vinstri grænir myndu forða okkur frá Evrópuófriði Samfylkingar. Það reyndist tálsýn, Vinstri grænir sviku stórt 16. júlí 2009.

Næstu kosningar, vorið 2013, kaus ég Framsóknarflokk Sigmundar Davíðs. Því atkvæði var vel varið. Ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks stöðvaði ESB-ferlið, gerði glæsilega upp við þrotabú föllnu bankanna og stóð fyrir vel heppnaðri skuldaleiðréttingu heimilanna (sem ég reyndar studdi ekki og tók ekki þátt í - ég fæ enn að heyra hnjóðsyrði frá eiginkonunni fyrir vikið).

Haustkosningarnar 2016 fékk Sjálfstæðisflokkurinn atkvæði mitt. Almennt mat mitt er að við þurfum kjölfestu í stjórnmálin og Sjálfstæðisflokkurinn er eina stjórnmálaaflið sem kemur þar til greina.

Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn, með sömu rökum og fyrir ári. Eina raunhæfa leiðin til að stjórnmálin verði eðlileg á ný er að Sjálfstæðisflokkurinn verði ráðandi afl.

 


mbl.is Stefnir í spennandi kosningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valur Arnarson

Sagan mín er mjög svipuð, Páll, nema ég fór beint frá VG til Sjálfstæðisflokksins.

Valur Arnarson, 28.10.2017 kl. 12:04

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Er að koma inn, get sagt svipað nema ég áræddi ekki að kjósa Vg þrátt fyrir bullandi hræðslu við framtíð Íslands að lúta ESB.til eilífðar. með Boga og Ólaf i eyrunum og bestu kveðjur. 

Helga Kristjánsdóttir, 29.10.2017 kl. 01:40

3 Smámynd: Hrossabrestur

Sama kosningasaga Hérna megin, Bros Kötu (önnur útgáfa af Steingrímsglotti) dugir ekki til að yfirvinnna svikin 16. júlí 2009, vert er að minnast þess hvernig þríeykið Steingrímur, Svandís og Katrín komu fram við flokksfélaga sína sem voru þeim ósammála þegar Jóhanna fór í Kattarsmölunina, og hröktu þá beinlínis burt úr flokknum, málið er að lygari verður alltaf lygari og með allt þetta burðast VG og hefur aldrei haft burði og þor til að fara í uppgjör þessara mála. Allflestum Íslendingum finnst lítið til þeirra koma sem ekki standa við orð sín. 

Hrossabrestur, 29.10.2017 kl. 09:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband