Tjáningarfrelsi Loga - vinstrimenn þegja

Lögbann er sett á tjáningarfrelsi Loga Bergmann. Vinstrimenn, sem þykjast sérstaklega næmir á tjáningarfrelsið, þegja þunnu hljóði. Engin öskur á samfélagsmiðlum, ekkert fréttaflóð frá fjölmiðlum vinstrimanna.

Eru vinstrimenn aðeins hlynntir tjáningarfrelsi þegar það þjónar pólitískum hagsmunum þeirra?


mbl.is Lögbann á störf Loga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Skv. fréttinni sýnist mér þarna vera um non-compete klausu að ræða í ráðningarsamningi Loga, sem hefur nákvæmlega ekkert með málfrelsi að gera.

Kveðja

Arnór Baldvinsson, 18.10.2017 kl. 19:58

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Mér skilst að Logi hafi skuldbundið sig til að koma ekki fram í öðrum fjölmiðlum í 24 mánuði frá uppsagnardegi. Getur hann virt það samkomulag að vettugi?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 18.10.2017 kl. 20:06

3 Smámynd: Reputo

Logi heldur væntanlega fullum launum hjá fyrri vinnuveitanda út lögbannið. Mig minnir að dæmt hafi verið í svona máli þar sem atvinnuréttur einstaklingsins var dæmdur rétthærri en hagsmunir fyrirtækisins. Í það minnsta þarf að greiða fullt gjald fyrir atvinnuskerðinguna.

Reputo, 18.10.2017 kl. 20:17

4 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Lögbannið á Loga er vegna ráðningarsamnings/samkeppnisgreinar. Lögbann Glitnis er vegna bankaleyndar/persónuverndar.

Tjáningarfrelsið er pólitík í báðum tilfellum.

Páll Vilhjálmsson, 18.10.2017 kl. 20:18

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Hef nú séð Loga tjá sig í dag þannig að það er nú ekki alveg búið að þagga niður í honum þó að 365 hafi hengt sig í eitthvað samningsatriði þar sem hann hafði skrifað undir að starfa ekki hjá samkeppnisaðilum sem og hann var með 12 mánaða uppsagnarfrest. Sýnist að þetta komi hinu lögbanninu bara ekkert við. Sem og að mörgum vinstri mönnum finnst að 365 hafi gengið allt og hart fram við starfsmann sem hafði starfað hjá þeim í 12 ár. A.m.k. skv. minni facebook. En þetta er ekkert sambærilegt við lögbann á fjölmiðil. Gæta t.d. að því að ef þetta lögbann á Stundina heldur þá er útséð um að aldrei verða sagðar fréttir byggðar á upplýsingujm sem koma fram sem lekar eða þannig og menn almennt gætu þá vísað i fordæmi til að stöðva allan fréttaflutning.

Magnús Helgi Björgvinsson, 18.10.2017 kl. 22:51

6 Smámynd: Réttsýni

Þú hefur skrifað heimskulega pistla Páll, en þessi fer á topp 10.

Réttsýni, 19.10.2017 kl. 02:25

7 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Hefur "réttsýnn" einhvern tímann skrifað eitthvað af viti, annað en tuð og fíflagang, í "kommentum"? Aumkunnarverður blaðrari, sem gapir út í loftið, eins og hauslaus hæna. Samnefnari ömurlegrar umræðu og skræfa, sem þorir ekki að koma fram undir nafni. 

Halldór Egill Guðnason, 19.10.2017 kl. 04:50

8 Smámynd: Benedikt V. Warén

Halldór Egill.

Er ekki réttara að segja að Réttsýnn sé eins og búklaus hænuhaus?

Hann er klárlega að ibba gogg hér á bloggi Páls.  tongue-out

Benedikt V. Warén, 19.10.2017 kl. 14:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband