Má banna bullið? - Falsfréttir Vinstri grænna

Lögaðilar, fyrirtæki eða einstaklingar, geta fengið lögbann að tilteknum skilyrðum uppfylltum. Handhafar framkvæmdavaldsins, sýslumenn, taka afstöðu til krafna um lögbann. Dómstólar skera úr um hvort synjun eða veiting lögbanns standist lög.

Ríkisstjórnin á vitanlega ekki að grípa inn í þessa atburðarás. Hún er lögformleg og sett til að handahófskenndu mati verði ekki beitt.

Lögbannskrafa þrotabú Glitnis á fréttaflutning úr stolnum skjölum er gerð að pólitísku áróðursmáli. Fjölmiðlar og samfélagsmiðlar þyrla upp falsfréttum til að koma höggi á Sjálfstæðisflokkinn.

Vinstri grænir draga fram sínar stórkanónur, Katrínu formann og Svandísi Svavarsdóttur, og boða fund undir yfirskriftinni Má banna fréttir?

Í fundarboði er falsfrétt: 

Lögbann sýslumanns á umfjöllun Stundarinnar um fjármál forsætisráðherra vekja alvarlegar spurningar um tjáningarfrelsi og frelsi fjölmiðla á Íslandi.

Sýslumaður bannaði ekki umfjöllun um fjármál forsætisráðherra. Þetta er hreinn uppspuni, falsfrétt. Glitnir fór fram á lögbann á stolnum gögnum sem varða þúsundir Íslendinga.

Almenningur stendur óvarinn gagnvart falsfréttum af þessu tagi. Í lýðræðisríki má hvorki banna bull né fréttir enda enginn munur þar á milli nú um stundir.

 


mbl.is Vill að stjórnvöld afturkalli lögbannið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Ef það hefur farið fram hjá þér Páll, þá flokka flestir þennan svokallaða löggjörning sjálfstæðismannsins Þórólfs Halldórssonar, sem valdníðslu í boði þess Stjórnmálaafls sem skipar öllum dómurum til borðs á Íslandi. Um lögmætið efast næstum allir og fullyrða að þessu lögbanni verði hnekkt.

Þótt fullyrt sé að tilefni lögbannskröfunnar sé eingöngu viðskiptalegs eðlis og til að vernda bankaleynd, þá hefur verið bent á að engin slík krafa var sett fram gagnvart öðrum fréttamönnum sem hafa þessi gögn undir höndum. Þess vegna sjá allir að hér spilar pólitík inní aðför sýslumanns og offors gagnvart einum fjölmiðli á Íslandi sem hefur sérhæft sig í að upplýsa spillingu í viðskiptum tengdum pólitík og völdum. Og hver segir að gögnin séu stolin? Og hver stal þeim?  Uppljóstrarar eru nú yfirleitt ekki stimplaðir sem þjófar!

Eina sem almenningur stendur óvarinn gegn er valdníðsla dómstóla sem eru ekki hlutlægir í dómum sínum.  Flestir eru fullfærir um að meta hver fyrir sig áreiðanleika frétta og eða fréttatilkynninga.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 18.10.2017 kl. 14:03

2 Smámynd: Valur Arnarson

Jóhannes Laxdal Baldvinsson,

Þetta eru mikil gífuryrði frá þér og mætti ætla að þú hafir setið inn á kontor hjá Sýslumanni þegar ákvörðun um lögbann var tekin. Þvílík er vissa þín og öryggi í þessu máli.

En svona fyrir okkur hin, sem erum ekki með "inside informations". Hvað var á bak við lögbannskröfu Sýslumanns á störf Loga Bergmanns ? Spilar pólitík inn í þar ? Var þar um að ræða "aðför Sýslumanns og offor gagnvart einum fjölmiðlamanni" ?

Valur Arnarson, 18.10.2017 kl. 17:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband