ESB veiðir ekki atkvæði, hylur ekki pólitíska nekt

ESB-málið þjónaði tvennu hlutverki hjá Samfylkingunni. Í fyrsta lagi var hægt að fá atkvæði út á ESB-aðild hjá um þriðjungi kjósenda. Í öðru lagi huldi Evrópa pólitíska nekt Samfylkingarinnar.

Um aldamótin var Samfylkingin stofnuð til að verða stór flokkur. Málefnin voru aukaatriði. Í stað þeirra flaggaði flokkurinn ESB-umsókninni. Fimmtán áður síðar reyndi Viðreisn sama leikinn á hægri kanti stjórnmálanna. Í hvorugu tilvikinu heppnaðist áætlunin.

Evrópusambandið er í djúpri kreppu og verður ekki áhugaverður kostur fyrir Ísland í fyrirsjáanlegri framtíð.


mbl.is Mikill meirihluti vill ekki í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband